Forsetakjör FIFA fer fram Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. maí 2015 10:14 Walter De Gregorio, fjölmiðlafulltrúi FIFA, á blaðamannafundinum í morgun. vísir/afp Walter De Gregorio, fjölmiðlafulltrúi FIFA, segir líklegt að kosningarnar til forseta sambandsins fari fram á föstudaginn þrátt fyrir aðgerðir svissnesku lögreglunnar í nótt, þar sem sex háttsettir stjórnarmenn FIFA voru handteknir í Zürich.Sjá einnig: Sex háttsettir starfsmenn FIFA handteknir. Á blaðamannafundi sem FIFA boðaði til í morgun, þar sem De Gregorio sat fyrir svörum, sagði hann að forseti sambandsins, hinn umdeildi Sepp Blatter, sé rólegur þrátt fyrir atburði næturinnar.Ekki dansandi af gleði „Við höfum öll orðið fyrir skaða en forsetinn er ekki flæktur í málið, hvernig er þá hægt að færa rök fyrir því að hann eigi að stíga til hliðar? „Hann er forsetinn og ef hann er endurkjörinn verður hann forseti næstu fjögur árin. „Hann er ekki dansandi af gleði á skrifstofunni sinni. En hann er mjög rólegur og samvinnufús,“ sagði De Gregorio. Hann svaraði því jafnframt játandi að HM í fótbolta færi fram í Rússlandi 2018 og í Katar fjórum árum seinna en úthlutun heimsmeistaramótsins til þessara landa hefur verið mjög umdeild. De Gregorio sagði að þótt málið sé vissulega ekki gott fyrir ímynd FIFA fagni sambandið rannsókninni og það vinni náið með lögreglunni að henni. Hann sagði að FIFA hefði upphaflega átt frumkvæði að rannsókninni í nóvember á síðasta ári.Tímasetningin hentug Aðspurður um tímasetninguna á handtökunum sagði De Gregorio að hún hafi verið hentug í ljósi þess að allir stjórnarmenn FIFA voru staddir á ársþinginu og því væri auðveldara að ræða við þá en ef þeir væru staddir hver í sínu landinu. Hann sagði jafnframt að hvorki hann né aðrir háttsettir einstaklingar innan FIFA hafi haft hugmynd um að handtökurnar myndu eiga sér stað í nótt.Sepp Blatter var ekki meðal þeirra handteknu í nótt.vísir/getty FIFA Fótbolti Tengdar fréttir Sjö háttsettir starfsmenn FIFA handteknir Mennirnir eru ákærðir í Bandaríkjunum og sakaðir um peningaþvætti og mútustarfsemi. 27. maí 2015 07:32 Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Fleiri fréttir Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Sjá meira
Walter De Gregorio, fjölmiðlafulltrúi FIFA, segir líklegt að kosningarnar til forseta sambandsins fari fram á föstudaginn þrátt fyrir aðgerðir svissnesku lögreglunnar í nótt, þar sem sex háttsettir stjórnarmenn FIFA voru handteknir í Zürich.Sjá einnig: Sex háttsettir starfsmenn FIFA handteknir. Á blaðamannafundi sem FIFA boðaði til í morgun, þar sem De Gregorio sat fyrir svörum, sagði hann að forseti sambandsins, hinn umdeildi Sepp Blatter, sé rólegur þrátt fyrir atburði næturinnar.Ekki dansandi af gleði „Við höfum öll orðið fyrir skaða en forsetinn er ekki flæktur í málið, hvernig er þá hægt að færa rök fyrir því að hann eigi að stíga til hliðar? „Hann er forsetinn og ef hann er endurkjörinn verður hann forseti næstu fjögur árin. „Hann er ekki dansandi af gleði á skrifstofunni sinni. En hann er mjög rólegur og samvinnufús,“ sagði De Gregorio. Hann svaraði því jafnframt játandi að HM í fótbolta færi fram í Rússlandi 2018 og í Katar fjórum árum seinna en úthlutun heimsmeistaramótsins til þessara landa hefur verið mjög umdeild. De Gregorio sagði að þótt málið sé vissulega ekki gott fyrir ímynd FIFA fagni sambandið rannsókninni og það vinni náið með lögreglunni að henni. Hann sagði að FIFA hefði upphaflega átt frumkvæði að rannsókninni í nóvember á síðasta ári.Tímasetningin hentug Aðspurður um tímasetninguna á handtökunum sagði De Gregorio að hún hafi verið hentug í ljósi þess að allir stjórnarmenn FIFA voru staddir á ársþinginu og því væri auðveldara að ræða við þá en ef þeir væru staddir hver í sínu landinu. Hann sagði jafnframt að hvorki hann né aðrir háttsettir einstaklingar innan FIFA hafi haft hugmynd um að handtökurnar myndu eiga sér stað í nótt.Sepp Blatter var ekki meðal þeirra handteknu í nótt.vísir/getty
FIFA Fótbolti Tengdar fréttir Sjö háttsettir starfsmenn FIFA handteknir Mennirnir eru ákærðir í Bandaríkjunum og sakaðir um peningaþvætti og mútustarfsemi. 27. maí 2015 07:32 Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Fleiri fréttir Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Sjá meira
Sjö háttsettir starfsmenn FIFA handteknir Mennirnir eru ákærðir í Bandaríkjunum og sakaðir um peningaþvætti og mútustarfsemi. 27. maí 2015 07:32