Týr á leið heim og fer aftur út Linda Blöndal skrifar 25. maí 2015 19:00 Aldrei fyrr hefur áhöfn íslenskra varðskipa þurft að sinna björgunarstarfi af sömu stærðargráðu og á Miðjarðarhafinu undanfarna mánuði, segir Einar Hreiðar Valsson, skipherra á varðskipinu Tý sem er nú á siglingu aftur til Íslands. Skipið heldur aftur út í haust. Ílengdust um fjóra mánuði vegna flóttafólksVarðskipið Týr hefur í nærri hálft ár sinnt gæslu fyrir Frontex, landamærastofnun Evrópusambandsins. Skipið átti samkvæmt áætlun að koma heim í byrjun febrúar, eftir tveggja mánaða eftirlit. Þá var áhöfn Týs hins vegar stödd í miðjum og fordæmalausum flóttamannavanda vegna átaka og neyðar í Norður Afríku, Sýrlandi, Afganistan, Súdan and Írak. Einar sagði við fréttir Stöðvar 2 í kvöld, að erfiðasta verkefnið hefði verið að bjarga fólki, lífs eða liðnu úr hafinu.Ekki kynnst slíku áður„Þetta er búið að vera alveg gífurlegur skóli fyrir okkur hér í vetur. Þetta er náttúrulega björgunarstarf af þeirri stærðargráðu sem við höfum aldrei kynnst áður. Mér telst til að skipið hafi komið að björgun, beint og óbeint að 3257 einstaklingum. Þetta er miklu stærra verkefni en við höfum tekið þátt í áður", segir Einar. „Stærsta málið hjá okkur er tæplega fjögur hundruð manns í einum bát og það er gífurlega mikið".Búist við verra ástandi í sumarFjölgað verður í landamæragæslunni á Miðjarðarhafinu í sumar og margar Evrópuþjóðir senda fleiri skip á svæðið. Í lok síðasta árs áætlaði Evrópusambandið að björgunarfloti Ítalíu hefði bjargað meira en 160 þúsund manns á því ári af Miðjarðarhafinu. Í þessum mánuði var 6600 flóttamönnum bjargað á aðeins einni helgi. Sameinuðu þjóðirnar áætla að um sextíu þúsund manns hafi reynt að komast yfir hafið á ótraustum bátum á þessu ári. Vitað er um 365 þúsund flóttamenn sem hafa reynt að komast til betra lífs og yfir hafið til meginlandsins. Á milli Spánar og Marokkó í haust„Það hafa bæst við einingar á þetta svæði og verður fjölgað yfir sumarið því að það er mikill þrýstingur og mikill fjöldi að fara yfir hafið núna og verður sjálfsagt enn meiri aukning þegar kemur fram á sumarið, segir Einar og að Týr verðum á milli Spánar og Marokkó í september og október. Eftir það liggi ekki ljóst fyrir hvað taki við. Áætlað er að Týr komi til hafnar hér við land 2.júní nk. Flóttamenn Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Aldrei fyrr hefur áhöfn íslenskra varðskipa þurft að sinna björgunarstarfi af sömu stærðargráðu og á Miðjarðarhafinu undanfarna mánuði, segir Einar Hreiðar Valsson, skipherra á varðskipinu Tý sem er nú á siglingu aftur til Íslands. Skipið heldur aftur út í haust. Ílengdust um fjóra mánuði vegna flóttafólksVarðskipið Týr hefur í nærri hálft ár sinnt gæslu fyrir Frontex, landamærastofnun Evrópusambandsins. Skipið átti samkvæmt áætlun að koma heim í byrjun febrúar, eftir tveggja mánaða eftirlit. Þá var áhöfn Týs hins vegar stödd í miðjum og fordæmalausum flóttamannavanda vegna átaka og neyðar í Norður Afríku, Sýrlandi, Afganistan, Súdan and Írak. Einar sagði við fréttir Stöðvar 2 í kvöld, að erfiðasta verkefnið hefði verið að bjarga fólki, lífs eða liðnu úr hafinu.Ekki kynnst slíku áður„Þetta er búið að vera alveg gífurlegur skóli fyrir okkur hér í vetur. Þetta er náttúrulega björgunarstarf af þeirri stærðargráðu sem við höfum aldrei kynnst áður. Mér telst til að skipið hafi komið að björgun, beint og óbeint að 3257 einstaklingum. Þetta er miklu stærra verkefni en við höfum tekið þátt í áður", segir Einar. „Stærsta málið hjá okkur er tæplega fjögur hundruð manns í einum bát og það er gífurlega mikið".Búist við verra ástandi í sumarFjölgað verður í landamæragæslunni á Miðjarðarhafinu í sumar og margar Evrópuþjóðir senda fleiri skip á svæðið. Í lok síðasta árs áætlaði Evrópusambandið að björgunarfloti Ítalíu hefði bjargað meira en 160 þúsund manns á því ári af Miðjarðarhafinu. Í þessum mánuði var 6600 flóttamönnum bjargað á aðeins einni helgi. Sameinuðu þjóðirnar áætla að um sextíu þúsund manns hafi reynt að komast yfir hafið á ótraustum bátum á þessu ári. Vitað er um 365 þúsund flóttamenn sem hafa reynt að komast til betra lífs og yfir hafið til meginlandsins. Á milli Spánar og Marokkó í haust„Það hafa bæst við einingar á þetta svæði og verður fjölgað yfir sumarið því að það er mikill þrýstingur og mikill fjöldi að fara yfir hafið núna og verður sjálfsagt enn meiri aukning þegar kemur fram á sumarið, segir Einar og að Týr verðum á milli Spánar og Marokkó í september og október. Eftir það liggi ekki ljóst fyrir hvað taki við. Áætlað er að Týr komi til hafnar hér við land 2.júní nk.
Flóttamenn Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira