Ferðamenn óttaslegnir: Fyrirspurnir hrannast inn hjá hótelum Aðalsteinn Kjartansson skrifar 22. maí 2015 12:15 „Þetta er mjög erfitt ástand,“ segir rekstrarstjóri Miðbæjarhótela. Mynd úr safni. Vísir/GVA Ferðamenn eru óttaslegnir yfir stöðunni vegna yfirvofandi verkfallsaðgerða á Íslandi. Rekstrarstjóri Miðbæjarhótela segir að fyrirspurnir hrannist inn frá áhyggjufullum ferðamönnum sem vilji svör um stöðun. Starfsfólk sitji nú sveitt við að svara. Eva Silvernail, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá Miðbæjarhótelum, segir að fyrirspurnir frá ferðaskrifstofum og ferðamönnum streymi inn á borð hjá fyrirtækinu, margir eigi draum um að koma til Íslands en sá draumur sé ekki sá að koma allstaðar að lokuðum dyrum. „Við finnum fyrir miklum ótta og þessi óvissa er að gera hlutina mjög erfiða. Fólk veit ekki hvort það á að leggja af stað í ferðalag til Íslands þegar það veit ekki hvernig staðan er. Þannig að við erum að fá mikið af fyrirspurnum, sérstaklega frá ferðaskrifstofu og frá gestum beint, af því að það er kannski búið að setja á listann sinn að það sé að koma til Íslands en það er ekki draumur að koma að lokuðum dyrum og fá ekki þjónustuna í leiðinni,“ segir hún og bætir við: „Þetta er mjög erfitt ástand.“ Eva segir að starfsfólk hótelanna sitji nú sveitt að svara fyrirspurnum ferðamanna. Hún segir að dregið hafi verið úr bókunum. „Það er búið að hægja töluvert á sölunni því fólk vill ekki bóka núna á þessum árstíma núna á meðan staðan er svona. Við erum ekki komin það langt að við séum tilbúin að taka afbókanirnar en við erum sveitt að svara fyrirspurnum og fólk er að bíða eftir svörum og bíða eftir niðurstöðu í þessu máli til að ákveða hvort það komi eða ekki,“ segir hún Eva vonast til að deilur aðila vinnumarkaðarins leysist sem fyrst, helst um helgina. „Þetta er mjög erfið staða og vonandi næst að finnast laust á þessu máli yfir helgina. Vonandi sitja allir sveittir við samningaborðið af því að það þýðir náttúrulega ekkert annað en að leysa svona deilu,“ segir hún. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Ferðamenn eru óttaslegnir yfir stöðunni vegna yfirvofandi verkfallsaðgerða á Íslandi. Rekstrarstjóri Miðbæjarhótela segir að fyrirspurnir hrannist inn frá áhyggjufullum ferðamönnum sem vilji svör um stöðun. Starfsfólk sitji nú sveitt við að svara. Eva Silvernail, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá Miðbæjarhótelum, segir að fyrirspurnir frá ferðaskrifstofum og ferðamönnum streymi inn á borð hjá fyrirtækinu, margir eigi draum um að koma til Íslands en sá draumur sé ekki sá að koma allstaðar að lokuðum dyrum. „Við finnum fyrir miklum ótta og þessi óvissa er að gera hlutina mjög erfiða. Fólk veit ekki hvort það á að leggja af stað í ferðalag til Íslands þegar það veit ekki hvernig staðan er. Þannig að við erum að fá mikið af fyrirspurnum, sérstaklega frá ferðaskrifstofu og frá gestum beint, af því að það er kannski búið að setja á listann sinn að það sé að koma til Íslands en það er ekki draumur að koma að lokuðum dyrum og fá ekki þjónustuna í leiðinni,“ segir hún og bætir við: „Þetta er mjög erfitt ástand.“ Eva segir að starfsfólk hótelanna sitji nú sveitt að svara fyrirspurnum ferðamanna. Hún segir að dregið hafi verið úr bókunum. „Það er búið að hægja töluvert á sölunni því fólk vill ekki bóka núna á þessum árstíma núna á meðan staðan er svona. Við erum ekki komin það langt að við séum tilbúin að taka afbókanirnar en við erum sveitt að svara fyrirspurnum og fólk er að bíða eftir svörum og bíða eftir niðurstöðu í þessu máli til að ákveða hvort það komi eða ekki,“ segir hún Eva vonast til að deilur aðila vinnumarkaðarins leysist sem fyrst, helst um helgina. „Þetta er mjög erfið staða og vonandi næst að finnast laust á þessu máli yfir helgina. Vonandi sitja allir sveittir við samningaborðið af því að það þýðir náttúrulega ekkert annað en að leysa svona deilu,“ segir hún.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira