Stelpur fá fría golfkennslu á mánudaginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. maí 2015 15:30 Guðrún Brá Björgvinsdóttir. Vísir/Daníel Golfsamband Íslands vinnur markvisst af því að auka áhuga ungra kvenna á golfíþróttinni og verkefnið Stelpugolf er liður í því en það fer nú fram annað árið í röð. Nemar Golfkennaraskóla PGA héldu Stelpugolf fyrst í fyrra og það fer nú aftur fram næstkomandi mánudag, annan í hvítasunnu, milli klukkan tíu og eitt á svæði GKG við Vífilsstaði. Ef marka má þátttökuna í fyrra þá er mikil eftirspurn er eftir degi sem þessum á meðal kvenkylfinga. Í fyrra komu hátt í 500 konur og sóttu sér kennslu. Útskriftanemar Golfkennaraskólans ætla nú að halda uppteknum hætti og halda verkefninu gangandi. Stelpugolf er því komið til að vera. „Golfsamband Íslands hvetur stelpur á öllum aldri að líta við á Vífilsstaðavelli og nota þetta tækifæri til að bæta tæknina undir traustri leiðsögn golfkennara og jafnframt að bjóða vinkonum, dætrum eða mæðrum sem ekki eru í golfklúbb með sér á Stelpugolf 2015," segir í fréttatilkynningu frá Golfsambandi Íslands. Hulda Birna Baldursdóttir, PGA kennari í golfi kom í Akraborgina og sagði Hirti Hjartarsyni frá átakinu Stelpugolf sem miðar að því að fjölga konum í golfi. Það má hlusta á allt viðtalið hér fyrir ofan en Hulda Birna segir þar meðal annars að stelpur frá fjögurra til hundrað ára geti fengið kennslu og aldurinn sé því enginn fyrirstaða. Golf Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Golfsamband Íslands vinnur markvisst af því að auka áhuga ungra kvenna á golfíþróttinni og verkefnið Stelpugolf er liður í því en það fer nú fram annað árið í röð. Nemar Golfkennaraskóla PGA héldu Stelpugolf fyrst í fyrra og það fer nú aftur fram næstkomandi mánudag, annan í hvítasunnu, milli klukkan tíu og eitt á svæði GKG við Vífilsstaði. Ef marka má þátttökuna í fyrra þá er mikil eftirspurn er eftir degi sem þessum á meðal kvenkylfinga. Í fyrra komu hátt í 500 konur og sóttu sér kennslu. Útskriftanemar Golfkennaraskólans ætla nú að halda uppteknum hætti og halda verkefninu gangandi. Stelpugolf er því komið til að vera. „Golfsamband Íslands hvetur stelpur á öllum aldri að líta við á Vífilsstaðavelli og nota þetta tækifæri til að bæta tæknina undir traustri leiðsögn golfkennara og jafnframt að bjóða vinkonum, dætrum eða mæðrum sem ekki eru í golfklúbb með sér á Stelpugolf 2015," segir í fréttatilkynningu frá Golfsambandi Íslands. Hulda Birna Baldursdóttir, PGA kennari í golfi kom í Akraborgina og sagði Hirti Hjartarsyni frá átakinu Stelpugolf sem miðar að því að fjölga konum í golfi. Það má hlusta á allt viðtalið hér fyrir ofan en Hulda Birna segir þar meðal annars að stelpur frá fjögurra til hundrað ára geti fengið kennslu og aldurinn sé því enginn fyrirstaða.
Golf Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira