Innlent

Fíkniefnastríðið er skaðlegt og löngu tapað

Heimir Már Pétursson skrifar
Hér fyrir ofan má sjá viðtal Heimis Más Péturssonar við Ruth Dreifuss, fyrrverandi innanríkisráðherra og forseta Sviss, um fíkniefnastríðið í Íslandi í dag. Hún situr ásamt Kofi Annan og tuttugu og tveimur öðrum fyrrverandi þjóðarleiðtogum í hugveitunni Global Commission on Drug Policy sem þrýstir á að heimsbyggðin breyti stefnu sinni í fíkniefnamálum.

Ruth Dreifuss er komin hingað til lands á vegum Snarrótarinnar, samtaka um borgaraleg réttindi,  og mun eiga fundi með íslenskum ráðamönnum og flytja erindi í Háskóla Íslands n.k. laugardag. Hún mætti í beina útsendingu hjá Heimi Má í Íslandi í dag, skömmu eftir að hún kom til landsins og því vannst ekki tími til að texta viðtalið. Það er birt hér ótextað en kemur textað inn á Vísi á morgun, föstudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×