Vinna ÍBV og Keflavík sína fyrstu sigra? 31. maí 2015 06:00 Er komið að ÍBV að fagna sigri? vísir/andri marinó Heil umferð fer fram í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í dag. Fyrsti leikur umferðarinnar er leikur ÍBV og Víkings sem hefst kl. 17:00. Víkingar ætla ekki að treysta á siglingar til Eyja í dag og munu því fljúga. ÍBV er enn án sigurs og þarf nauðsynlega að fara að safna stigum ef liðið ætlar sér ekki að lenda í slæmum málum á leiktíðinni. Víkingar hafa ekki unnið leik frá því í fyrstu umferð og því er um þýðingarmikinn leik að ræða fyrir bæði lið. KR fær Keflavík í heimsókn en þessi lið munu spila tvo leiki á stuttum tíma því liðin mætast í 32 liða úrslitum Borgunarbikarsins í byrjun júní. Keflvíkingar eru líkt og ÍBV án sigurs og hafa ekki byrjað deildina eins illa í 55 ár. KR er hins vegar ósigrað í síðustu fjórum leikjum. Fjölnir og ÍA mætast í Grafarvogi. Þessi lið hafa einungis tvisvar mæst í efstu deild karla í knattspyrnu. Það var árið 2008 og þá höfðu Fjölnismenn betur í báðum viðureignum liðanna, 2-0 í Grafarvogi og 3-0 á Akranesi. FH fær nýliða Leiknis í heimsókn í Kaplakrika. Þetta verður fjórði útileikur Leiknis í fyrstu sex umferðunum en liðið er enn taplaust á útivelli eftir fyrstu þrjú útileikina, gegn Val, Stjörnunni og ÍBV. FH situr hins vegar á toppi deildarinnar ásamt KR, með 10 stig. Í Árbænum mætast Reykjavíkurliðin Fylkir og Valur. Bæði lið hafa átt nokkru risjóttu gengi að fagna í upphafi leiktíðar og skortir stöðugleika í sína spilamennsku. Valsmenn eru sem stendur í 9. sæti deildarinnar sem er klárlega ekki sæti sem þeir sætta sig við að enda í. Síðasti leikur umferðarinnar er leikur Breiðabliks og Íslandsmeistara Stjörnunnar. Bæði lið erum níu stig og bæði lið eru taplaus á þessari leiktíð. Það er því óhætt að segja að von sé á spennandi leik á Kópavogsvelli í kvöld en leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsending kl. 19:30. Íslenski boltinn Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Sjá meira
Heil umferð fer fram í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í dag. Fyrsti leikur umferðarinnar er leikur ÍBV og Víkings sem hefst kl. 17:00. Víkingar ætla ekki að treysta á siglingar til Eyja í dag og munu því fljúga. ÍBV er enn án sigurs og þarf nauðsynlega að fara að safna stigum ef liðið ætlar sér ekki að lenda í slæmum málum á leiktíðinni. Víkingar hafa ekki unnið leik frá því í fyrstu umferð og því er um þýðingarmikinn leik að ræða fyrir bæði lið. KR fær Keflavík í heimsókn en þessi lið munu spila tvo leiki á stuttum tíma því liðin mætast í 32 liða úrslitum Borgunarbikarsins í byrjun júní. Keflvíkingar eru líkt og ÍBV án sigurs og hafa ekki byrjað deildina eins illa í 55 ár. KR er hins vegar ósigrað í síðustu fjórum leikjum. Fjölnir og ÍA mætast í Grafarvogi. Þessi lið hafa einungis tvisvar mæst í efstu deild karla í knattspyrnu. Það var árið 2008 og þá höfðu Fjölnismenn betur í báðum viðureignum liðanna, 2-0 í Grafarvogi og 3-0 á Akranesi. FH fær nýliða Leiknis í heimsókn í Kaplakrika. Þetta verður fjórði útileikur Leiknis í fyrstu sex umferðunum en liðið er enn taplaust á útivelli eftir fyrstu þrjú útileikina, gegn Val, Stjörnunni og ÍBV. FH situr hins vegar á toppi deildarinnar ásamt KR, með 10 stig. Í Árbænum mætast Reykjavíkurliðin Fylkir og Valur. Bæði lið hafa átt nokkru risjóttu gengi að fagna í upphafi leiktíðar og skortir stöðugleika í sína spilamennsku. Valsmenn eru sem stendur í 9. sæti deildarinnar sem er klárlega ekki sæti sem þeir sætta sig við að enda í. Síðasti leikur umferðarinnar er leikur Breiðabliks og Íslandsmeistara Stjörnunnar. Bæði lið erum níu stig og bæði lið eru taplaus á þessari leiktíð. Það er því óhætt að segja að von sé á spennandi leik á Kópavogsvelli í kvöld en leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsending kl. 19:30.
Íslenski boltinn Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Sjá meira