BÍ/Bolungarvík vann sinn fyrsta sigur í 1. deildinni í dag þegar liðið lagi HK að velli með tveimur mörkum gegn einu. Eftir sigur í tveimur fyrstu leikjum sínum hefur HK hins vegar tapað tveimur leikjum í röð.
HK komst yfir í leiknum strax á 8. mínútu þegar Jón Gunnar Eysteinsson kom Kópavogspiltum yfir. Pétur Bjarnason jafnaði metin fyrir BÍ/Bolungarvík 11 mínútum fyrir leikhlé og þannig stóð í hálfleik.
Það var svo Bandaríkjamaðurinn Joseph Thomas Spivack sem skoraði sigurmark leiksins á 90. mínútu og fyrsti sigur BÍ/Bolungarvíkur staðreynd.
Fyrsti sigur BÍ/Bolungarvíkur í deildinni kom gegn HK

Mest lesið


„Komum Gylfa Þór meira í boltann“
Fótbolti



Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja
Enski boltinn



„Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“
Íslenski boltinn

