Fótbolti

Stuðningsmenn Pescara leggja Facebook-síðu KSÍ undir sig

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty/Skjáskot
Stuðningsmenn Pescara eru æfir út í KSÍ fyrir að kalla á Birki Bjarnason, leikmann liðsins, í landslið Íslands fyrir mikilvægan leik gegn Tékklandi á föstudag.

KSÍ er í fullum rétti til þessa enda um alþjóðlegan leikdag að ræða. Í kvöld fer fram síðari umspilsleikur Pescara gegn Bologna um sæti í ítölsku úrvalsdeildinni en undirbúningur landsliðsins hófst formlega í gær.

Stuðningsmenn Pescara hafa gengið svo langt að líkja KSÍ við hryðjuverkasamtök, eins og fjallað er um á Fótbolti.net. Þá taka þeir síðu Knattspyrnusambandsins nánast yfir með fjölmörgum ummælum við færslur KSÍ á síðunni.

Smelltu hér til að skoða Facebook-síðu KSÍ.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×