KSÍ er í fullum rétti til þessa enda um alþjóðlegan leikdag að ræða. Í kvöld fer fram síðari umspilsleikur Pescara gegn Bologna um sæti í ítölsku úrvalsdeildinni en undirbúningur landsliðsins hófst formlega í gær.
Stuðningsmenn Pescara hafa gengið svo langt að líkja KSÍ við hryðjuverkasamtök, eins og fjallað er um á Fótbolti.net. Þá taka þeir síðu Knattspyrnusambandsins nánast yfir með fjölmörgum ummælum við færslur KSÍ á síðunni.
Smelltu hér til að skoða Facebook-síðu KSÍ.