Luis Enrique verður áfram þjálfari Barcelona en hann gerði í dag nýjan samning við félagið sem gildir til ársins 2017.
Það var óvíst hvort að Enrique myndi halda áfram að þjálfa félagið en undir hans stjórn vann Barcelona þrennuna í vor - spænsku deildina, spænska bikarinn og Meistaradeild Evrópu.
Þetta var hans fyrsta tímabil með Barcelona og hann neitaði að staðfesta eftir sigur liðsins á Juventus í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu um helgina. Þar með tryggði hann Barcelona aðra þrennu félagsins frá upphafi.
Josep Maria Bortemeu staðfesti tíðindinn í ræðu sem hann hélt í dag en þar kom einnig fram að félagið ætlaði að láta til sín taka á leikmannamarkaðnum þrátt fyrir að félagið megi ekki kaupa nýja leikmenn fyrr en árið 2016.
