Ögmundur: Geri ráð fyrir því að vera markmaður númer eitt hjá Hammarby Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. júní 2015 18:00 Ögmundur hefur leikið fjóra A-landsleiki. myndasafn ksí Ögmundur Kristinsson var mættur á æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í morgun og var að reima á sig takkaskóna þegar blaðamaður Vísis tók hann tali. „Það er alltaf gaman að koma og forréttindi að taka þátt í þessum landsliðsverkefnum. Ég hlakka til,“ sagði Ögmundur en framundan er leikur gegn Tékklandi í undankeppni EM 2016 á föstudaginn. En gerir Ögmundur sér vonir um að fá tækifæri á föstudaginn? „Maður gerir sitt besta á æfingum og síðan eru það þjálfararnir sem taka ákvörðun um það,“ sagði markvörðurinn sem er nýbúinn að semja við sænska úrvalsdeildarliðið Hammarby en þar hittir hann fyrir félaga sinn í landsliðinu, Birki Má Sævarsson. „Ég er ánægður með þessi vistaskipti. Það er spennandi verkefni framundan og ég hlakka til að takast á við nýja áskorun. „Ég vonast fyrst og fremst eftir því að spila meira en ég gerði hjá Randers, standa sig vel og reyna að komast lengra á fótboltaferlinum,“ sagði Ögmundur en hann lék aðeins tvo leiki með Randers í dönsku úrvalsdeildinni á nýafstöðnu tímabili. Hammarby seldi nýlega aðalmarkvörðinn sinn, Johannes Hopf, til Genclerbirligi í Tyrklandi og gerir Ögmundur ráð fyrir að taka stöðu hans þegar hann verður orðinn löglegur með liðinu um miðjan júlí. „Þeir eru búnir að selja fyrsta markmanninn sinn og taka mig inn í stað hans þannig að ég geri ráð fyrir að ég verði markvörður númer eitt. En ég þarf að vinna fyrir því og standa mig,“ sagði Ögmundur sem fór til Stokkhólms í síðustu viku til að skrifa undir hjá Hammarby sem er í 11. sæti sænsku deildarinnar þegar 13 umferðir eru búnar. Um það bil ár er liðið síðan Ögmundur hleypti heimdraganum og fór í atvinnumennsku. Þótt hann hafi spilað lítið hjá Randers segir hann reynsluna af atvinnumennskunni vera góða. „Þetta er frábær reynsla og þetta er allt annað en hérna heima. Það reynir á þegar maður er ekki að spila en það styrkir mann bara,“ sagði Ögmundur að lokum. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Alfreð: Sé þjónustu minnar ekki óskað skoða ég eitthvað annað Framherji íslenska landsliðsins naut fyrsta tímabilsins hjá Real Sociedad þrátt fyrir mikla bekkarsetu. 9. júní 2015 11:49 Eiður Smári: Stefnan hjá Bolton á ekki bara að vera að halda sér uppi Markahæsti landsliðsmaðurinn frá upphafi gæti verið í betra standi fyrir landsleikinn gegn Tékkum. 9. júní 2015 12:19 Rúnar Már: Vonast til að komast í betra lið Rúnar Már Sigurjónsson vonast til að komast að hjá betra liði eftir tímabilið. 9. júní 2015 14:11 Rúrik: Alltaf einhverjar sögusagnir í gangi Rúrik Gíslason vildi lítið gefa upp um framtíð sína. 9. júní 2015 12:24 Strákarnir æfðu í Dalnum | Myndir Íslenska landsliðið í fótbolta á fullu í undirbúningi fyrir leikinn mikilvæga gegn Tékkum á föstudagskvöldið. 9. júní 2015 14:00 Ari Freyr með á æfingu: Átti ekki nógu gott tímabil Ari Freyr Skúlason var mættur á æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í morgun. 9. júní 2015 11:50 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Sjá meira
Ögmundur Kristinsson var mættur á æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í morgun og var að reima á sig takkaskóna þegar blaðamaður Vísis tók hann tali. „Það er alltaf gaman að koma og forréttindi að taka þátt í þessum landsliðsverkefnum. Ég hlakka til,“ sagði Ögmundur en framundan er leikur gegn Tékklandi í undankeppni EM 2016 á föstudaginn. En gerir Ögmundur sér vonir um að fá tækifæri á föstudaginn? „Maður gerir sitt besta á æfingum og síðan eru það þjálfararnir sem taka ákvörðun um það,“ sagði markvörðurinn sem er nýbúinn að semja við sænska úrvalsdeildarliðið Hammarby en þar hittir hann fyrir félaga sinn í landsliðinu, Birki Má Sævarsson. „Ég er ánægður með þessi vistaskipti. Það er spennandi verkefni framundan og ég hlakka til að takast á við nýja áskorun. „Ég vonast fyrst og fremst eftir því að spila meira en ég gerði hjá Randers, standa sig vel og reyna að komast lengra á fótboltaferlinum,“ sagði Ögmundur en hann lék aðeins tvo leiki með Randers í dönsku úrvalsdeildinni á nýafstöðnu tímabili. Hammarby seldi nýlega aðalmarkvörðinn sinn, Johannes Hopf, til Genclerbirligi í Tyrklandi og gerir Ögmundur ráð fyrir að taka stöðu hans þegar hann verður orðinn löglegur með liðinu um miðjan júlí. „Þeir eru búnir að selja fyrsta markmanninn sinn og taka mig inn í stað hans þannig að ég geri ráð fyrir að ég verði markvörður númer eitt. En ég þarf að vinna fyrir því og standa mig,“ sagði Ögmundur sem fór til Stokkhólms í síðustu viku til að skrifa undir hjá Hammarby sem er í 11. sæti sænsku deildarinnar þegar 13 umferðir eru búnar. Um það bil ár er liðið síðan Ögmundur hleypti heimdraganum og fór í atvinnumennsku. Þótt hann hafi spilað lítið hjá Randers segir hann reynsluna af atvinnumennskunni vera góða. „Þetta er frábær reynsla og þetta er allt annað en hérna heima. Það reynir á þegar maður er ekki að spila en það styrkir mann bara,“ sagði Ögmundur að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Alfreð: Sé þjónustu minnar ekki óskað skoða ég eitthvað annað Framherji íslenska landsliðsins naut fyrsta tímabilsins hjá Real Sociedad þrátt fyrir mikla bekkarsetu. 9. júní 2015 11:49 Eiður Smári: Stefnan hjá Bolton á ekki bara að vera að halda sér uppi Markahæsti landsliðsmaðurinn frá upphafi gæti verið í betra standi fyrir landsleikinn gegn Tékkum. 9. júní 2015 12:19 Rúnar Már: Vonast til að komast í betra lið Rúnar Már Sigurjónsson vonast til að komast að hjá betra liði eftir tímabilið. 9. júní 2015 14:11 Rúrik: Alltaf einhverjar sögusagnir í gangi Rúrik Gíslason vildi lítið gefa upp um framtíð sína. 9. júní 2015 12:24 Strákarnir æfðu í Dalnum | Myndir Íslenska landsliðið í fótbolta á fullu í undirbúningi fyrir leikinn mikilvæga gegn Tékkum á föstudagskvöldið. 9. júní 2015 14:00 Ari Freyr með á æfingu: Átti ekki nógu gott tímabil Ari Freyr Skúlason var mættur á æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í morgun. 9. júní 2015 11:50 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Sjá meira
Alfreð: Sé þjónustu minnar ekki óskað skoða ég eitthvað annað Framherji íslenska landsliðsins naut fyrsta tímabilsins hjá Real Sociedad þrátt fyrir mikla bekkarsetu. 9. júní 2015 11:49
Eiður Smári: Stefnan hjá Bolton á ekki bara að vera að halda sér uppi Markahæsti landsliðsmaðurinn frá upphafi gæti verið í betra standi fyrir landsleikinn gegn Tékkum. 9. júní 2015 12:19
Rúnar Már: Vonast til að komast í betra lið Rúnar Már Sigurjónsson vonast til að komast að hjá betra liði eftir tímabilið. 9. júní 2015 14:11
Rúrik: Alltaf einhverjar sögusagnir í gangi Rúrik Gíslason vildi lítið gefa upp um framtíð sína. 9. júní 2015 12:24
Strákarnir æfðu í Dalnum | Myndir Íslenska landsliðið í fótbolta á fullu í undirbúningi fyrir leikinn mikilvæga gegn Tékkum á föstudagskvöldið. 9. júní 2015 14:00
Ari Freyr með á æfingu: Átti ekki nógu gott tímabil Ari Freyr Skúlason var mættur á æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í morgun. 9. júní 2015 11:50