Ögmundur: Geri ráð fyrir því að vera markmaður númer eitt hjá Hammarby Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. júní 2015 18:00 Ögmundur hefur leikið fjóra A-landsleiki. myndasafn ksí Ögmundur Kristinsson var mættur á æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í morgun og var að reima á sig takkaskóna þegar blaðamaður Vísis tók hann tali. „Það er alltaf gaman að koma og forréttindi að taka þátt í þessum landsliðsverkefnum. Ég hlakka til,“ sagði Ögmundur en framundan er leikur gegn Tékklandi í undankeppni EM 2016 á föstudaginn. En gerir Ögmundur sér vonir um að fá tækifæri á föstudaginn? „Maður gerir sitt besta á æfingum og síðan eru það þjálfararnir sem taka ákvörðun um það,“ sagði markvörðurinn sem er nýbúinn að semja við sænska úrvalsdeildarliðið Hammarby en þar hittir hann fyrir félaga sinn í landsliðinu, Birki Má Sævarsson. „Ég er ánægður með þessi vistaskipti. Það er spennandi verkefni framundan og ég hlakka til að takast á við nýja áskorun. „Ég vonast fyrst og fremst eftir því að spila meira en ég gerði hjá Randers, standa sig vel og reyna að komast lengra á fótboltaferlinum,“ sagði Ögmundur en hann lék aðeins tvo leiki með Randers í dönsku úrvalsdeildinni á nýafstöðnu tímabili. Hammarby seldi nýlega aðalmarkvörðinn sinn, Johannes Hopf, til Genclerbirligi í Tyrklandi og gerir Ögmundur ráð fyrir að taka stöðu hans þegar hann verður orðinn löglegur með liðinu um miðjan júlí. „Þeir eru búnir að selja fyrsta markmanninn sinn og taka mig inn í stað hans þannig að ég geri ráð fyrir að ég verði markvörður númer eitt. En ég þarf að vinna fyrir því og standa mig,“ sagði Ögmundur sem fór til Stokkhólms í síðustu viku til að skrifa undir hjá Hammarby sem er í 11. sæti sænsku deildarinnar þegar 13 umferðir eru búnar. Um það bil ár er liðið síðan Ögmundur hleypti heimdraganum og fór í atvinnumennsku. Þótt hann hafi spilað lítið hjá Randers segir hann reynsluna af atvinnumennskunni vera góða. „Þetta er frábær reynsla og þetta er allt annað en hérna heima. Það reynir á þegar maður er ekki að spila en það styrkir mann bara,“ sagði Ögmundur að lokum. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Alfreð: Sé þjónustu minnar ekki óskað skoða ég eitthvað annað Framherji íslenska landsliðsins naut fyrsta tímabilsins hjá Real Sociedad þrátt fyrir mikla bekkarsetu. 9. júní 2015 11:49 Eiður Smári: Stefnan hjá Bolton á ekki bara að vera að halda sér uppi Markahæsti landsliðsmaðurinn frá upphafi gæti verið í betra standi fyrir landsleikinn gegn Tékkum. 9. júní 2015 12:19 Rúnar Már: Vonast til að komast í betra lið Rúnar Már Sigurjónsson vonast til að komast að hjá betra liði eftir tímabilið. 9. júní 2015 14:11 Rúrik: Alltaf einhverjar sögusagnir í gangi Rúrik Gíslason vildi lítið gefa upp um framtíð sína. 9. júní 2015 12:24 Strákarnir æfðu í Dalnum | Myndir Íslenska landsliðið í fótbolta á fullu í undirbúningi fyrir leikinn mikilvæga gegn Tékkum á föstudagskvöldið. 9. júní 2015 14:00 Ari Freyr með á æfingu: Átti ekki nógu gott tímabil Ari Freyr Skúlason var mættur á æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í morgun. 9. júní 2015 11:50 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Sjá meira
Ögmundur Kristinsson var mættur á æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í morgun og var að reima á sig takkaskóna þegar blaðamaður Vísis tók hann tali. „Það er alltaf gaman að koma og forréttindi að taka þátt í þessum landsliðsverkefnum. Ég hlakka til,“ sagði Ögmundur en framundan er leikur gegn Tékklandi í undankeppni EM 2016 á föstudaginn. En gerir Ögmundur sér vonir um að fá tækifæri á föstudaginn? „Maður gerir sitt besta á æfingum og síðan eru það þjálfararnir sem taka ákvörðun um það,“ sagði markvörðurinn sem er nýbúinn að semja við sænska úrvalsdeildarliðið Hammarby en þar hittir hann fyrir félaga sinn í landsliðinu, Birki Má Sævarsson. „Ég er ánægður með þessi vistaskipti. Það er spennandi verkefni framundan og ég hlakka til að takast á við nýja áskorun. „Ég vonast fyrst og fremst eftir því að spila meira en ég gerði hjá Randers, standa sig vel og reyna að komast lengra á fótboltaferlinum,“ sagði Ögmundur en hann lék aðeins tvo leiki með Randers í dönsku úrvalsdeildinni á nýafstöðnu tímabili. Hammarby seldi nýlega aðalmarkvörðinn sinn, Johannes Hopf, til Genclerbirligi í Tyrklandi og gerir Ögmundur ráð fyrir að taka stöðu hans þegar hann verður orðinn löglegur með liðinu um miðjan júlí. „Þeir eru búnir að selja fyrsta markmanninn sinn og taka mig inn í stað hans þannig að ég geri ráð fyrir að ég verði markvörður númer eitt. En ég þarf að vinna fyrir því og standa mig,“ sagði Ögmundur sem fór til Stokkhólms í síðustu viku til að skrifa undir hjá Hammarby sem er í 11. sæti sænsku deildarinnar þegar 13 umferðir eru búnar. Um það bil ár er liðið síðan Ögmundur hleypti heimdraganum og fór í atvinnumennsku. Þótt hann hafi spilað lítið hjá Randers segir hann reynsluna af atvinnumennskunni vera góða. „Þetta er frábær reynsla og þetta er allt annað en hérna heima. Það reynir á þegar maður er ekki að spila en það styrkir mann bara,“ sagði Ögmundur að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Alfreð: Sé þjónustu minnar ekki óskað skoða ég eitthvað annað Framherji íslenska landsliðsins naut fyrsta tímabilsins hjá Real Sociedad þrátt fyrir mikla bekkarsetu. 9. júní 2015 11:49 Eiður Smári: Stefnan hjá Bolton á ekki bara að vera að halda sér uppi Markahæsti landsliðsmaðurinn frá upphafi gæti verið í betra standi fyrir landsleikinn gegn Tékkum. 9. júní 2015 12:19 Rúnar Már: Vonast til að komast í betra lið Rúnar Már Sigurjónsson vonast til að komast að hjá betra liði eftir tímabilið. 9. júní 2015 14:11 Rúrik: Alltaf einhverjar sögusagnir í gangi Rúrik Gíslason vildi lítið gefa upp um framtíð sína. 9. júní 2015 12:24 Strákarnir æfðu í Dalnum | Myndir Íslenska landsliðið í fótbolta á fullu í undirbúningi fyrir leikinn mikilvæga gegn Tékkum á föstudagskvöldið. 9. júní 2015 14:00 Ari Freyr með á æfingu: Átti ekki nógu gott tímabil Ari Freyr Skúlason var mættur á æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í morgun. 9. júní 2015 11:50 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Sjá meira
Alfreð: Sé þjónustu minnar ekki óskað skoða ég eitthvað annað Framherji íslenska landsliðsins naut fyrsta tímabilsins hjá Real Sociedad þrátt fyrir mikla bekkarsetu. 9. júní 2015 11:49
Eiður Smári: Stefnan hjá Bolton á ekki bara að vera að halda sér uppi Markahæsti landsliðsmaðurinn frá upphafi gæti verið í betra standi fyrir landsleikinn gegn Tékkum. 9. júní 2015 12:19
Rúnar Már: Vonast til að komast í betra lið Rúnar Már Sigurjónsson vonast til að komast að hjá betra liði eftir tímabilið. 9. júní 2015 14:11
Rúrik: Alltaf einhverjar sögusagnir í gangi Rúrik Gíslason vildi lítið gefa upp um framtíð sína. 9. júní 2015 12:24
Strákarnir æfðu í Dalnum | Myndir Íslenska landsliðið í fótbolta á fullu í undirbúningi fyrir leikinn mikilvæga gegn Tékkum á föstudagskvöldið. 9. júní 2015 14:00
Ari Freyr með á æfingu: Átti ekki nógu gott tímabil Ari Freyr Skúlason var mættur á æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í morgun. 9. júní 2015 11:50