Segir marga misskilja færslu sína um sjómenn Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. júní 2015 11:56 Færsla Hildar hefur vakið töluverð viðbrögð á samfélagsmiðlum. „Mér finnst þetta ótrúlega leiðinlegt og fjarlægði þetta strax í gær þegar ég áttaði mig á því hversu margir misskildu mig og að ég var ekki í aðstöðu til að útskýra þetta. Ég er það ekki heldur núna,“ segir Hildur Lilliendahl Viggósdóttir í samtali við Vísi um Facebook-færslu sem hún birti í tilefni sjómannadagsins. Þar sagði Hildur: „Hetjur hafsins komu líka í land, duttu í það og lömdu konurnar sínar. Við skulum ekki gleyma öllum skuggahliðunum á þessari menningu.“ Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Í hópnum Beauty tips á Facebook hefur skapast mikil umræða um færsluna en athugasemdirnar um hana þar eru nú á fjórða hundrað og sitt sýnist hverjum.Færsla Hildar.„Það eru ofbeldismenn í öllum vinnustéttum. Ekkert meira í sjómannastétt en annari. Framhjáhald kvenna er heldur ekkert stétta eða þjóðfélagsstöðubundið,“ segir ein. Önnur tekur upp hanskann fyrir Hildi. „Það getur vel verið að þetta hafi verið óþarfi, en þetta er samt ekki alhæfing, ekki verið að skella skuldinni á heila stétt og almennt ekki verið að gera neitt af því sem margar hafa fabúlerað hér. Þið eruð að lesa allt, allt of mikið út úr þessu.“ Færsla Hildar hefur þá einnig fengið töluverða dreifingu, á Facebook jafnt sem Twitter.Sjá einnig:Ris og fall Hildar Lilliendahl Hildur segir það hafa verið flóknara en hún gerði ráð fyrir útskýra hvað hún átti við –„og fólk tók þetta nærri sér, sem var ekki ætlunin mín,“ bætti hún við. Hún hafi því ákveðið að fjarlægja færsluna í von um að hún tæki ekki athyglina frá þeirri umræðu sem skapaðist í kringum bréf hennar til landlæknis og Vísir greindi frá í gær. Í bréfinu lýsti hún reynslu sinni af heimsókn til kvensjúkdómalæknis sem hún fór til fyrir níu árum. Heimsóknin var vond reynsla fyrir Hildi, henni þótti hún niðurlægð og berskjölduð. „Ég vil alls ekki að þetta taki athyglina frá hinu málinu eða skemmi þá umræðu frekar, sem er gríðarlega mikilvæg og er í þessum töluðu orðum að hafa áþreifanleg áhrif á líf fjölda kvenna með sömu reynslu,“ segir Hildur. Tengdar fréttir Ris og fall Hildar Lilliendahl Síðustu ár hefur Hildur verið áberandi fyrir femíníska baráttu og unnið til verðlauna. Fréttablaðið tók saman ferilinn. 1. mars 2014 00:01 Það misskildi enginn innlegg þitt Hildur Svar Friðgeirs Sveinssonar við Fésbókarfærslu Hildar Lilliendahl í tilefni Sjómannadagsins hefur vakið mikla athygli. 8. júní 2015 21:59 Birtir bréf sitt til landlæknis: Niðurlægð og berskjölduð eftir tíma hjá kvensjúkdómalækni Hildur Lilliendahl deilir sögu sinni. "Nálægð andlits við kynfæri var svo mikil að mér var í öll skiptin verulega brugðið; ég fann fyrir hárinu á honum á innanverðum lærunum og upp við kynfærin.“ 7. júní 2015 15:42 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
„Mér finnst þetta ótrúlega leiðinlegt og fjarlægði þetta strax í gær þegar ég áttaði mig á því hversu margir misskildu mig og að ég var ekki í aðstöðu til að útskýra þetta. Ég er það ekki heldur núna,“ segir Hildur Lilliendahl Viggósdóttir í samtali við Vísi um Facebook-færslu sem hún birti í tilefni sjómannadagsins. Þar sagði Hildur: „Hetjur hafsins komu líka í land, duttu í það og lömdu konurnar sínar. Við skulum ekki gleyma öllum skuggahliðunum á þessari menningu.“ Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Í hópnum Beauty tips á Facebook hefur skapast mikil umræða um færsluna en athugasemdirnar um hana þar eru nú á fjórða hundrað og sitt sýnist hverjum.Færsla Hildar.„Það eru ofbeldismenn í öllum vinnustéttum. Ekkert meira í sjómannastétt en annari. Framhjáhald kvenna er heldur ekkert stétta eða þjóðfélagsstöðubundið,“ segir ein. Önnur tekur upp hanskann fyrir Hildi. „Það getur vel verið að þetta hafi verið óþarfi, en þetta er samt ekki alhæfing, ekki verið að skella skuldinni á heila stétt og almennt ekki verið að gera neitt af því sem margar hafa fabúlerað hér. Þið eruð að lesa allt, allt of mikið út úr þessu.“ Færsla Hildar hefur þá einnig fengið töluverða dreifingu, á Facebook jafnt sem Twitter.Sjá einnig:Ris og fall Hildar Lilliendahl Hildur segir það hafa verið flóknara en hún gerði ráð fyrir útskýra hvað hún átti við –„og fólk tók þetta nærri sér, sem var ekki ætlunin mín,“ bætti hún við. Hún hafi því ákveðið að fjarlægja færsluna í von um að hún tæki ekki athyglina frá þeirri umræðu sem skapaðist í kringum bréf hennar til landlæknis og Vísir greindi frá í gær. Í bréfinu lýsti hún reynslu sinni af heimsókn til kvensjúkdómalæknis sem hún fór til fyrir níu árum. Heimsóknin var vond reynsla fyrir Hildi, henni þótti hún niðurlægð og berskjölduð. „Ég vil alls ekki að þetta taki athyglina frá hinu málinu eða skemmi þá umræðu frekar, sem er gríðarlega mikilvæg og er í þessum töluðu orðum að hafa áþreifanleg áhrif á líf fjölda kvenna með sömu reynslu,“ segir Hildur.
Tengdar fréttir Ris og fall Hildar Lilliendahl Síðustu ár hefur Hildur verið áberandi fyrir femíníska baráttu og unnið til verðlauna. Fréttablaðið tók saman ferilinn. 1. mars 2014 00:01 Það misskildi enginn innlegg þitt Hildur Svar Friðgeirs Sveinssonar við Fésbókarfærslu Hildar Lilliendahl í tilefni Sjómannadagsins hefur vakið mikla athygli. 8. júní 2015 21:59 Birtir bréf sitt til landlæknis: Niðurlægð og berskjölduð eftir tíma hjá kvensjúkdómalækni Hildur Lilliendahl deilir sögu sinni. "Nálægð andlits við kynfæri var svo mikil að mér var í öll skiptin verulega brugðið; ég fann fyrir hárinu á honum á innanverðum lærunum og upp við kynfærin.“ 7. júní 2015 15:42 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Ris og fall Hildar Lilliendahl Síðustu ár hefur Hildur verið áberandi fyrir femíníska baráttu og unnið til verðlauna. Fréttablaðið tók saman ferilinn. 1. mars 2014 00:01
Það misskildi enginn innlegg þitt Hildur Svar Friðgeirs Sveinssonar við Fésbókarfærslu Hildar Lilliendahl í tilefni Sjómannadagsins hefur vakið mikla athygli. 8. júní 2015 21:59
Birtir bréf sitt til landlæknis: Niðurlægð og berskjölduð eftir tíma hjá kvensjúkdómalækni Hildur Lilliendahl deilir sögu sinni. "Nálægð andlits við kynfæri var svo mikil að mér var í öll skiptin verulega brugðið; ég fann fyrir hárinu á honum á innanverðum lærunum og upp við kynfærin.“ 7. júní 2015 15:42