Lars: Gott að Gylfi fékk smá frí Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. júní 2015 14:07 Gylfi Þór Sigurðsson kemur úthvíldur í leikinn. vísir/stefán "Við erum ánægðir með þennan hóp," sagði Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfar Íslands í fótbolta, við Vísi um leikmannahópinn sem hann og Heimir Hallgrímsson völdu fyrir Tékkaleikinn. Leikurinn fer fram 12. júní á Laugardalsvelli, en sigur þar kemur Íslandi í frábæra stöðu í undankeppninni og styttir leiðina til Frakklands. Þessir landsliðsdagar eru alltaf athygliverðir þar sem margir leikmannanna eru búnir að vera í nokkurra vikna fríi áður en að leik kemur.Leggur svo helvíti mikið á sig "Við erum búnir að ræða við strákana. Þeir hafa æft vel þannig þetta lítur vel út," sagði Lars, en eru þetta erfiðir leikdagar fyrir landsliðsþjálfara? "Þetta er eins fyrir alla þannig að því leyti er þetta ekki svo slæmt. Það versta fyrir okkur er, að leikmennirnir okkar dreifast mikið. Leikmennirnir sem spila á Norðurlöndum koma ekki inn fyrr en á mánudaginn." "Þetta getur líka verið gott því sumir leikmenn sem spila mikið fá frí. Fyrir leikmann eins og Gylfa Þór er þetta mjög gott, en verra fyrir leikmennina sem spila í B-deildinni á Englandi." "Gylfi er búinn að spila svo marga leiki og leggur svo helvíti mikið á sig í hverjum leik. Í hans tilviki er gott að hann fái 2-3 vikna frí fyrir leik," sagði Lars.Frábær miðjumaður í vörn og sókn Gylfi Þór spilaði stórkostlega með Swansea í ensku úrvalsdeildinni, en hann skoraði sjö mörk og lagði upp önnur tíu. Í heildina kom hann að rúmum þriðjungi marka liðsins í deildinni. "Þegar hann kom aftur til Swansea fór hann að spila á miðjunni og það hjálpar til. Hann er ekki bara tæknilega góður fótboltamaður heldur er hann svo vinnusamur og vinnur í 90 mínútur," segir Lars sem mærir miðjumanninn mikið. "Hann sækir og verst og er með frábæran hægri fót. Að mínu mati er hann frábær miðjumaður jafnt í vörn sem sókn. Hann hefur sýnt það bæði með Swansea og landsliðinu."Engar áhyggjur af Kolbeini Kolbeinn Sigþórsson hefur ekki átt góðu gengi að fagna með landsliðinu í undanförnum leikjum eftir að skora nánast í hverjum leik í síðustu undankeppni. Þá hefur hann ekki heldur verið í aðalhlutverki hjá Ajax. Er þetta áhyggjuefni? "Litlu hlutirnir skipta máli þegar þú ert framherji og ef við lítum á Tékkaleikinn þá var hann ekki auðveldur fyrir Kolbein og Jón Daða. Eftir að við skoruðum bökkuðum við mikið og þeir fengu fá tækifæri," sagði Lars. "Kolbeinn leggur mikið á sig fyrir liðið og heldur varnarmönnum hinna liðanna á tánum. " "Hann átti ekki sinn besta leik gegn Kasakstan og ég veit ekki af hverju hann spilar svona lítið hjá Ajax. Það er auðvitað ekki gott, en við vitum hvað hann gefur landsliðinu og hversu gaman honum finnst að spila með því þannig ég hef engar áhyggjur."Leikirnir ráðast í vítateignum Tékkar unnu sanngjarnan sigur á Íslandi þegar liðin mættust í Plzen í fyrra, en hvað þurfa strákarnir að gera til að vinna sigur á föstudaginn eftir viku? "Við megum ekki gefa Tékkum jafnmikið pláss og í síðasta leik. Það er í raun eini hluturinn sem við þurfum að laga. Ef við bökkum heldur ekki svona mikið eins og síðat fáum við fleiri tækifæri á boltann," sagði Lars. "Svo eins og alltaf ráðast leikirnir í teignum þannig við verðum að verjast vel og halda áfram ða nýta færin okkar eins og við höfum gert. Ef við lögum þessa hluti eigum við góða möguleika á að vinna Tékka," sagði Lars Lagerbäck. Íslenski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Enski boltinn Fleiri fréttir Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Sjá meira
"Við erum ánægðir með þennan hóp," sagði Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfar Íslands í fótbolta, við Vísi um leikmannahópinn sem hann og Heimir Hallgrímsson völdu fyrir Tékkaleikinn. Leikurinn fer fram 12. júní á Laugardalsvelli, en sigur þar kemur Íslandi í frábæra stöðu í undankeppninni og styttir leiðina til Frakklands. Þessir landsliðsdagar eru alltaf athygliverðir þar sem margir leikmannanna eru búnir að vera í nokkurra vikna fríi áður en að leik kemur.Leggur svo helvíti mikið á sig "Við erum búnir að ræða við strákana. Þeir hafa æft vel þannig þetta lítur vel út," sagði Lars, en eru þetta erfiðir leikdagar fyrir landsliðsþjálfara? "Þetta er eins fyrir alla þannig að því leyti er þetta ekki svo slæmt. Það versta fyrir okkur er, að leikmennirnir okkar dreifast mikið. Leikmennirnir sem spila á Norðurlöndum koma ekki inn fyrr en á mánudaginn." "Þetta getur líka verið gott því sumir leikmenn sem spila mikið fá frí. Fyrir leikmann eins og Gylfa Þór er þetta mjög gott, en verra fyrir leikmennina sem spila í B-deildinni á Englandi." "Gylfi er búinn að spila svo marga leiki og leggur svo helvíti mikið á sig í hverjum leik. Í hans tilviki er gott að hann fái 2-3 vikna frí fyrir leik," sagði Lars.Frábær miðjumaður í vörn og sókn Gylfi Þór spilaði stórkostlega með Swansea í ensku úrvalsdeildinni, en hann skoraði sjö mörk og lagði upp önnur tíu. Í heildina kom hann að rúmum þriðjungi marka liðsins í deildinni. "Þegar hann kom aftur til Swansea fór hann að spila á miðjunni og það hjálpar til. Hann er ekki bara tæknilega góður fótboltamaður heldur er hann svo vinnusamur og vinnur í 90 mínútur," segir Lars sem mærir miðjumanninn mikið. "Hann sækir og verst og er með frábæran hægri fót. Að mínu mati er hann frábær miðjumaður jafnt í vörn sem sókn. Hann hefur sýnt það bæði með Swansea og landsliðinu."Engar áhyggjur af Kolbeini Kolbeinn Sigþórsson hefur ekki átt góðu gengi að fagna með landsliðinu í undanförnum leikjum eftir að skora nánast í hverjum leik í síðustu undankeppni. Þá hefur hann ekki heldur verið í aðalhlutverki hjá Ajax. Er þetta áhyggjuefni? "Litlu hlutirnir skipta máli þegar þú ert framherji og ef við lítum á Tékkaleikinn þá var hann ekki auðveldur fyrir Kolbein og Jón Daða. Eftir að við skoruðum bökkuðum við mikið og þeir fengu fá tækifæri," sagði Lars. "Kolbeinn leggur mikið á sig fyrir liðið og heldur varnarmönnum hinna liðanna á tánum. " "Hann átti ekki sinn besta leik gegn Kasakstan og ég veit ekki af hverju hann spilar svona lítið hjá Ajax. Það er auðvitað ekki gott, en við vitum hvað hann gefur landsliðinu og hversu gaman honum finnst að spila með því þannig ég hef engar áhyggjur."Leikirnir ráðast í vítateignum Tékkar unnu sanngjarnan sigur á Íslandi þegar liðin mættust í Plzen í fyrra, en hvað þurfa strákarnir að gera til að vinna sigur á föstudaginn eftir viku? "Við megum ekki gefa Tékkum jafnmikið pláss og í síðasta leik. Það er í raun eini hluturinn sem við þurfum að laga. Ef við bökkum heldur ekki svona mikið eins og síðat fáum við fleiri tækifæri á boltann," sagði Lars. "Svo eins og alltaf ráðast leikirnir í teignum þannig við verðum að verjast vel og halda áfram ða nýta færin okkar eins og við höfum gert. Ef við lögum þessa hluti eigum við góða möguleika á að vinna Tékka," sagði Lars Lagerbäck.
Íslenski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Enski boltinn Fleiri fréttir Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Sjá meira