Vill ekki kannast við óeiningu um aðgerðir ríkisstjórnarinnar 2. júní 2015 14:15 Eygló Harðardóttir og Heiða Kristín Helgadóttir. Vísir/Ernir Ríkisstjórnin tilkynnti aðgerðir til að liðka fyrir kjarasamningum á föstudaginn síðasta. Samkvæmt þeim er gert ráð fyrir umfangsmiklum inngripum til að bæta húsnæðiskerfið. Eygló Harðadóttir félags- og húsnæðismálaráðherra var gestur Heiðu Kristínar Helgadóttur í Umræðunni í gærkvöldi. Aðspurð um hvernig þessar aðgerðir tryggðu stöðugleika sagði hún aðgengi að ódýru húsnæði einmitt vera mikilvægan þátt í því. Athygli vekur að aðgerðirnar sem ríkisstjórnin boðar eru ríflegar og ganga mjög langt. Ekki er langt síðan að forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar höfðu miklar áhyggjur af því að kröfurnar sem fram komu opinberlega í aðdraganda verkfalla á almennum vinnumarkaði myndu ýta undir verðbólgu og ógna stöðugleika. Vissulega voru þessar aðgerðir liður í því að liðka fyrir samningum við mjög stóran hóp til langs tíma, en fjármögnun þeirra er óljós og vinna við að tryggja hana mjög stutt á veg kominn. Eygló talaði um að ríkissjóður stæði vel og vinna við að reisa hann við gæfi tilefni til að ráðast í þessar aðgerðir og útilokaði ekki að afgangi ríkisins yrði ráðstafað í þetta. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur hins vegar lagt ríka áherslu á niðurgreiðslu skulda og jöfnuð í ríkisrekstri. Þannig má ljóst vera að ágreiningur um fjármögnun til þessara aðgerða er ekki í útkljáður, en gangi þessar aðgerðir ekki eftir geta aðilar vinnumarkaðarins sagt sig frá samningum sem undirritaðir voru í síðustu viku. Ríkisstjórnin samþykkti frumvarp Eyglóar um breytingar á húsnæðisbótakerfinu í ríkisstjórn í morgun og fer það væntanlega á þing í þessari viku. Eygló hefur lagt mikla áherslu á að að jafna stöðu leigenda og þeirra sem eiga fasteign, en þetta frumvarp felur í sér mikinn kostnað fyrir ríkissjóð sem þingið þarf að taka afstöðu til.Annað sem aðgerðirnar innihalda er möguleiki ungs fólks sem er að kaupa sína fyrstu fasteign til þess ráðstafa séreignarlífeyrissparnaði sínum í þau kaup. Heiða Kristín spurði Eygló hvort ungt fólk ætti upp til hópa séreignarsparnað og sagðist hún bera vonir til þess að aðgerð eins og þessi breytti hugarfari fólks til framtíðar.Húsnæðisfrumvörp ráðherrans hafa kallað á viðbrögð frá fjármálaráðherra sem Eygló gaf ekki mikið út á þegar hún var innt eftir viðbrögðum og sagði þetta eðlilegan núning þegar mikið er undir. Umræðan Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lögreglan leitar manns Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Sjá meira
Ríkisstjórnin tilkynnti aðgerðir til að liðka fyrir kjarasamningum á föstudaginn síðasta. Samkvæmt þeim er gert ráð fyrir umfangsmiklum inngripum til að bæta húsnæðiskerfið. Eygló Harðadóttir félags- og húsnæðismálaráðherra var gestur Heiðu Kristínar Helgadóttur í Umræðunni í gærkvöldi. Aðspurð um hvernig þessar aðgerðir tryggðu stöðugleika sagði hún aðgengi að ódýru húsnæði einmitt vera mikilvægan þátt í því. Athygli vekur að aðgerðirnar sem ríkisstjórnin boðar eru ríflegar og ganga mjög langt. Ekki er langt síðan að forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar höfðu miklar áhyggjur af því að kröfurnar sem fram komu opinberlega í aðdraganda verkfalla á almennum vinnumarkaði myndu ýta undir verðbólgu og ógna stöðugleika. Vissulega voru þessar aðgerðir liður í því að liðka fyrir samningum við mjög stóran hóp til langs tíma, en fjármögnun þeirra er óljós og vinna við að tryggja hana mjög stutt á veg kominn. Eygló talaði um að ríkissjóður stæði vel og vinna við að reisa hann við gæfi tilefni til að ráðast í þessar aðgerðir og útilokaði ekki að afgangi ríkisins yrði ráðstafað í þetta. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur hins vegar lagt ríka áherslu á niðurgreiðslu skulda og jöfnuð í ríkisrekstri. Þannig má ljóst vera að ágreiningur um fjármögnun til þessara aðgerða er ekki í útkljáður, en gangi þessar aðgerðir ekki eftir geta aðilar vinnumarkaðarins sagt sig frá samningum sem undirritaðir voru í síðustu viku. Ríkisstjórnin samþykkti frumvarp Eyglóar um breytingar á húsnæðisbótakerfinu í ríkisstjórn í morgun og fer það væntanlega á þing í þessari viku. Eygló hefur lagt mikla áherslu á að að jafna stöðu leigenda og þeirra sem eiga fasteign, en þetta frumvarp felur í sér mikinn kostnað fyrir ríkissjóð sem þingið þarf að taka afstöðu til.Annað sem aðgerðirnar innihalda er möguleiki ungs fólks sem er að kaupa sína fyrstu fasteign til þess ráðstafa séreignarlífeyrissparnaði sínum í þau kaup. Heiða Kristín spurði Eygló hvort ungt fólk ætti upp til hópa séreignarsparnað og sagðist hún bera vonir til þess að aðgerð eins og þessi breytti hugarfari fólks til framtíðar.Húsnæðisfrumvörp ráðherrans hafa kallað á viðbrögð frá fjármálaráðherra sem Eygló gaf ekki mikið út á þegar hún var innt eftir viðbrögðum og sagði þetta eðlilegan núning þegar mikið er undir.
Umræðan Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lögreglan leitar manns Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Sjá meira