Opnar sig um óléttuna og Bruce Jenner Ritstjórn skrifar 1. júní 2015 13:00 "Þetta er búið að vera rússíbanareið," segir Kardashian í forsíðuviðtali við bandaríska Glamour. Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian hefur verið eldlínu miðlanna í dag eftir að upp komst að hún á von á sínu öðru barni með eiginmanni sínum Kanye West. Kardashian hefur löngum sýnt að hún kann að koma sér á framfæri en í dag frumsýndi bandaríska Glamour forsíðu júlí-tölublaðsins en hana prýðir engin önnur en Kim Kardashian þar sem hún opnar sig um óléttuna og stjúpföður sinn Bruce Jenner. Myndirnar af Kardashian tók Patrick Demarchelier en þetta er í annað sinn sem Kardashian er á forsíðu Glamour. Í viðtalinu við Glamour opnar Kardashian sig um erfiðleikana sem hún þurfti að kljást við er hún reyndi að verða ólétt í þetta sinn, en hún á fyrir dótturina North West sem verður tveggja ára í þessum mánuði. "Ég bjóst aldrei við því að ætla að verða svona opin um mín vandamál að verða ólétt í raunveruleikaþættinum en mér snerist hugur eftir að hafa hitti allt þetta yndislega fólk hjá lækninum sem var að ganga í gegnum nákvæmlega sama ferli og ég. Afhverju ætti ég ekki að deila minni sögu?" Einnig talar hún um kynleiðréttingarferli stjúpföður síns Bruce Jenner. Fylgstu með Glamour á Facebook og á Instagram. Mest lesið Var uppgötvuð á Justin Bieber tónleikum Glamour Peysurnar hans Daða brátt fáanlegar almenningi Glamour Hætt saman eftir 10 ára samband Glamour Heidi Klum óþekkjanleg á Halloween Glamour 5 ástæður til að fagna komu H&M til Íslands Glamour Nýr ritstjóri, nýir tímar breska Vogue Glamour Anna Wintour og Gwyneth Paltrow búa til tímarit saman Glamour Louis Vuitton frumsýnir samstarfið við Supreme Glamour Lena Dunham selur fataskápinn sinn Glamour "Ég hef alltaf verið tískudrós“ Glamour
Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian hefur verið eldlínu miðlanna í dag eftir að upp komst að hún á von á sínu öðru barni með eiginmanni sínum Kanye West. Kardashian hefur löngum sýnt að hún kann að koma sér á framfæri en í dag frumsýndi bandaríska Glamour forsíðu júlí-tölublaðsins en hana prýðir engin önnur en Kim Kardashian þar sem hún opnar sig um óléttuna og stjúpföður sinn Bruce Jenner. Myndirnar af Kardashian tók Patrick Demarchelier en þetta er í annað sinn sem Kardashian er á forsíðu Glamour. Í viðtalinu við Glamour opnar Kardashian sig um erfiðleikana sem hún þurfti að kljást við er hún reyndi að verða ólétt í þetta sinn, en hún á fyrir dótturina North West sem verður tveggja ára í þessum mánuði. "Ég bjóst aldrei við því að ætla að verða svona opin um mín vandamál að verða ólétt í raunveruleikaþættinum en mér snerist hugur eftir að hafa hitti allt þetta yndislega fólk hjá lækninum sem var að ganga í gegnum nákvæmlega sama ferli og ég. Afhverju ætti ég ekki að deila minni sögu?" Einnig talar hún um kynleiðréttingarferli stjúpföður síns Bruce Jenner. Fylgstu með Glamour á Facebook og á Instagram.
Mest lesið Var uppgötvuð á Justin Bieber tónleikum Glamour Peysurnar hans Daða brátt fáanlegar almenningi Glamour Hætt saman eftir 10 ára samband Glamour Heidi Klum óþekkjanleg á Halloween Glamour 5 ástæður til að fagna komu H&M til Íslands Glamour Nýr ritstjóri, nýir tímar breska Vogue Glamour Anna Wintour og Gwyneth Paltrow búa til tímarit saman Glamour Louis Vuitton frumsýnir samstarfið við Supreme Glamour Lena Dunham selur fataskápinn sinn Glamour "Ég hef alltaf verið tískudrós“ Glamour