Aron Einar: Er gryfja þrátt fyrir hlaupabrautina Anton Ingi Leifsson skrifar 12. júní 2015 21:36 Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, var hrikalega ánægður með 2-1 sigur Íslands á Tékkum fyrr í kvöld, en með sigrinum er Ísland komið á topp A-riðils. „Þetta var virkilega góður og sætur sigur. Baráttan og íslenska geðveikan skóp þennan sigur,” sagði Aron Einar í samtali við Vísi í leikslok. „Við vissum alltaf að við myndum skora mark. Þrátt fyrir að við höfum fengið á okkur mark þá héldum við alltaf áfram og í rauninni vorum við betri en þeir í seinni hálfleik. Við fengum á okkur mark gegn gangi leiksins, en við héldum áfram og gerðum virkilega vel að ná stigunum þremur.” „Við ætluðum að keyra á þá strax. Við ætluðum að reyna fá mark eins fljótt og auðið var. Virkilega jákvæður og góður sigur. Þetta var mjög sterkur sigur og við töluðum um það fyrir leikinn að við ætluðum að bæta fyrir leikinn úti og gerðum það.” Ísland tapaði fyrri leiknum gegn Tékklandi 2-1 úti í Plzen og náði því að hefna fyrir það tap í Laugardalnum í kvöld. „Góð spurning. Ég held að við höfum bara komið betur undirbúnir fyrir þennan leik þrátt fyrir að við höfum undirbúið okkur vel fyrir síðasta leik. Einhvernveginn komu þeir okkur á óvart úti og við áttum engin svör, en í dag voru bara sterkari aðilinn,” en var þetta mikilvægasta mark Arons fyrir landsliðið? „Já, ég er nú ekki kominn með mörg svo það segir sig sjálft,” sagði Aron og glotti. Hann segist hafa æft framherjastöðuna með Þór á sínum tíma: „Ég spilaði striker í gamla daga og lærði það í denn þegar maður æfði með Þór. Ég sá að Ari var að munda sinn frábæra vinstri fót og beið á fjær og reyndi að halda mér réttstæðum. Ég ákvað að skalla boltann niður og þetta fór í fjærhornið. Virkilega sáttur.” Aron Einar hrósaði stuðingunum í hástert og fór yfir stöðuna það sem eftir er af riðlinum. „Þetta er gryfja þrátt fyrir að þetta sé hlaupabraut. Þetta var virkilega góður sigur og karakterssigur.” „Er til betri staða? Við erum með Hollendinga og Tékka á eftir okkur, en það er ekkert auðveld staða að vera í. Við eigum þetta skilið og strákarnir geta labbað útaf vellinum sáttir og stoltir í dag.” „Það er nóg eftir og við eigum næst Holland úti. Við vitum að Hollendingar urðu ekki slæmir á einni nóttu og það var tímaspursmál hvenær þeir myndu hrökkva í gírinn. Það verður virkilega erfiður leikur og við erum strax byrjaðir að undirbúa okkur fyrir hann,” sagði Aron Einar í samtali við Vísi í leikslok. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur sigla áfram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, var hrikalega ánægður með 2-1 sigur Íslands á Tékkum fyrr í kvöld, en með sigrinum er Ísland komið á topp A-riðils. „Þetta var virkilega góður og sætur sigur. Baráttan og íslenska geðveikan skóp þennan sigur,” sagði Aron Einar í samtali við Vísi í leikslok. „Við vissum alltaf að við myndum skora mark. Þrátt fyrir að við höfum fengið á okkur mark þá héldum við alltaf áfram og í rauninni vorum við betri en þeir í seinni hálfleik. Við fengum á okkur mark gegn gangi leiksins, en við héldum áfram og gerðum virkilega vel að ná stigunum þremur.” „Við ætluðum að keyra á þá strax. Við ætluðum að reyna fá mark eins fljótt og auðið var. Virkilega jákvæður og góður sigur. Þetta var mjög sterkur sigur og við töluðum um það fyrir leikinn að við ætluðum að bæta fyrir leikinn úti og gerðum það.” Ísland tapaði fyrri leiknum gegn Tékklandi 2-1 úti í Plzen og náði því að hefna fyrir það tap í Laugardalnum í kvöld. „Góð spurning. Ég held að við höfum bara komið betur undirbúnir fyrir þennan leik þrátt fyrir að við höfum undirbúið okkur vel fyrir síðasta leik. Einhvernveginn komu þeir okkur á óvart úti og við áttum engin svör, en í dag voru bara sterkari aðilinn,” en var þetta mikilvægasta mark Arons fyrir landsliðið? „Já, ég er nú ekki kominn með mörg svo það segir sig sjálft,” sagði Aron og glotti. Hann segist hafa æft framherjastöðuna með Þór á sínum tíma: „Ég spilaði striker í gamla daga og lærði það í denn þegar maður æfði með Þór. Ég sá að Ari var að munda sinn frábæra vinstri fót og beið á fjær og reyndi að halda mér réttstæðum. Ég ákvað að skalla boltann niður og þetta fór í fjærhornið. Virkilega sáttur.” Aron Einar hrósaði stuðingunum í hástert og fór yfir stöðuna það sem eftir er af riðlinum. „Þetta er gryfja þrátt fyrir að þetta sé hlaupabraut. Þetta var virkilega góður sigur og karakterssigur.” „Er til betri staða? Við erum með Hollendinga og Tékka á eftir okkur, en það er ekkert auðveld staða að vera í. Við eigum þetta skilið og strákarnir geta labbað útaf vellinum sáttir og stoltir í dag.” „Það er nóg eftir og við eigum næst Holland úti. Við vitum að Hollendingar urðu ekki slæmir á einni nóttu og það var tímaspursmál hvenær þeir myndu hrökkva í gírinn. Það verður virkilega erfiður leikur og við erum strax byrjaðir að undirbúa okkur fyrir hann,” sagði Aron Einar í samtali við Vísi í leikslok.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur sigla áfram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Sjá meira