Körfubolti

Væntanlegur mótherji Íslands til Detroit

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ilyasova er öflug þriggja stiga skytta.
Ilyasova er öflug þriggja stiga skytta. vísir/getty
Tyrkneski framherjinn Ersan Ilyasova er orðinn leikmaður Detroit Pistons í NBA-deildinni.

Ilyasova var í gær sendur til Detroit frá Milwaukee Bucks í skiptum fyrir Caron Butler og Shawne Williams.

Ilyasova hafði spilað með Milwaukee frá árinu 2006 en hann var sá leikmaður var búinn að vera lengst hjá liðinu af öllum í leikmannahópi þess.

Ilyasova, sem er góð þriggja stiga skytta, er með 10,7 stig og 6,0 fráköst að meðaltali á ferlinum í NBA.

Hann gæti mætt Íslandi á Evrópumótinu í körfubolta í september en íslenska liðið er með Tyrklandi í riðli.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×