Tónlist

Blóðugt tónlistarmyndband frá Mammút

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Úr myndbandinu
Úr myndbandinu
Hljómsveitin Mammút hefur sent frá sér tónlistarmyndband við lagið Blood Burst. Sveitin hefur að undanförnu verið í víking og herjað á erlenda grundu með nýjum útgáfum af lögum sínum þar sem sungið er á ensku en ekki á íslensku.

Blood Burst er ensk útgáfa lagsins Blóðberg. Það er eitt fimm laga sem kom út á EP plötunni River‘s End undir lok síðasta mánaðar en á henni má finna enskar útgáfur laganna Ströndin, Rauðilækur, Bakkus og Salt.

Sunneva Ása Weisshappel leikstýrir myndbandinu og klippir það ásamt Anni Ólafsdóttur. Þær sjá einnig um alla myndatöku.

Hægt er að horfa á myndbandið hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×