Hjúkrunarfræðingar farnir að segja upp Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 11. júní 2015 11:25 Hjúkrunarfræðingar eru farnir að segja upp störfum vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í kjaradeilu þeirra og ríksins. vísir/vilhelm Hjúkrunarfræðingar eru farnir að segja upp störfum vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í kjaradeilu þeirra og ríksins. Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir þetta áhyggjuefni og óttast þau áhrif sem lagasetning á verkfall þeirra getur haft. Samninganefndir ríkisins og hjúkrunarfræðinga hittust á árangurslausum samningafundi í Karphúsinu í gær. Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir algjöra pattstöðu í kjaradeilunni og að enginn nýr samningafundur hafi verið boðaður. Þá segir Ólafur að í gær hafi að minnsta kosti þrír hjúkrunarfræðingar sagt upp störfum vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í deilunni. „Ég fékk fréttir af því í gærkvöldi að fólk væri farið að segja upp og af því hef ég miklar áhyggjur,“ segir Ólafur. „Enda erum við í þessari vegferð núna til þess að reyna að tryggja hjúkrun til framtíðar á Íslandi og þetta vinnur algjörlega gegn þeim þeim markmiðum okkar. En ef þrír eru byrjaðir nú þegar, þá geri ég nú ráð fyrir að fleiri komi í kjölfarið.“ Ólafur segir hjúkrunarfræðinga hafa áhyggjur af því að lög verði sett á verkallið. „Vissulega óttumst við það enda eru ráðherrar búnir að vera mjög bersöglir í fréttum undanfarna daga um að gærdagurinn hafi verið síðasti dagurinn til að ná samningum. Þannig að vissulega óttast ég það að þetta sé komið á það stig að lög verði sett á verkfallið,“ segir Ólafur. Hann telur að lagasetning geti haft mikil áhrif á hjúkrunarfræðinga, „Þá held ég að það verði bara slæmt fyrir heilbrigðiskerfið til framtíðar þar sem að þetta getur valdið losi á hjúkrunarfræðingum og þeir leita í önnur störf og erlendis og ég hef bara mjög miklar áhyggjur af því að þetta hafi mjög mikil áhrif á allt saman,“ segir Ólafur. Hann segir áhrifa verkfalls hjúkrunarfræðinga gæta á heilbrigðisstofnunum um allt land. „Heilbrigðiskerfið þolir ekki langt verkfall hjúkrunarfræðinga eins og bara sýnir sig núna að til dæmis Landspítalinn er í mjög erfiðu ástandi. Við þurftum meðal annars að opna hjartagáttina í gær, það er sem sagt bráðamóttöku hjartans, vegna þess að slysadeildin réði ekki við álagið í gærkvöldi. Þannig að það er alveg ljóst að ástandið er mjög alvarlegt.“ Kennaraverkfall Verkfall 2016 Tengdar fréttir Launaseðill hjúkrunarfræðings „Í tilefni af umræðu um meðallaun íslenskra hjúkrunarfræðinga þá er hér meðfylgjandi síðasti launaseðill minn áður en verkfall skall á.“ 11. júní 2015 10:01 Fréttaskýring: Fátt virðist geta komið í veg fyrir lög á verkföll Viðræðum við BHM og hjúkrunarfræðinga lauk án árangurs í gær. Lagasetning virðist á næsta leiti. 11. júní 2015 10:36 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Sjá meira
Hjúkrunarfræðingar eru farnir að segja upp störfum vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í kjaradeilu þeirra og ríksins. Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir þetta áhyggjuefni og óttast þau áhrif sem lagasetning á verkfall þeirra getur haft. Samninganefndir ríkisins og hjúkrunarfræðinga hittust á árangurslausum samningafundi í Karphúsinu í gær. Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir algjöra pattstöðu í kjaradeilunni og að enginn nýr samningafundur hafi verið boðaður. Þá segir Ólafur að í gær hafi að minnsta kosti þrír hjúkrunarfræðingar sagt upp störfum vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í deilunni. „Ég fékk fréttir af því í gærkvöldi að fólk væri farið að segja upp og af því hef ég miklar áhyggjur,“ segir Ólafur. „Enda erum við í þessari vegferð núna til þess að reyna að tryggja hjúkrun til framtíðar á Íslandi og þetta vinnur algjörlega gegn þeim þeim markmiðum okkar. En ef þrír eru byrjaðir nú þegar, þá geri ég nú ráð fyrir að fleiri komi í kjölfarið.“ Ólafur segir hjúkrunarfræðinga hafa áhyggjur af því að lög verði sett á verkallið. „Vissulega óttumst við það enda eru ráðherrar búnir að vera mjög bersöglir í fréttum undanfarna daga um að gærdagurinn hafi verið síðasti dagurinn til að ná samningum. Þannig að vissulega óttast ég það að þetta sé komið á það stig að lög verði sett á verkfallið,“ segir Ólafur. Hann telur að lagasetning geti haft mikil áhrif á hjúkrunarfræðinga, „Þá held ég að það verði bara slæmt fyrir heilbrigðiskerfið til framtíðar þar sem að þetta getur valdið losi á hjúkrunarfræðingum og þeir leita í önnur störf og erlendis og ég hef bara mjög miklar áhyggjur af því að þetta hafi mjög mikil áhrif á allt saman,“ segir Ólafur. Hann segir áhrifa verkfalls hjúkrunarfræðinga gæta á heilbrigðisstofnunum um allt land. „Heilbrigðiskerfið þolir ekki langt verkfall hjúkrunarfræðinga eins og bara sýnir sig núna að til dæmis Landspítalinn er í mjög erfiðu ástandi. Við þurftum meðal annars að opna hjartagáttina í gær, það er sem sagt bráðamóttöku hjartans, vegna þess að slysadeildin réði ekki við álagið í gærkvöldi. Þannig að það er alveg ljóst að ástandið er mjög alvarlegt.“
Kennaraverkfall Verkfall 2016 Tengdar fréttir Launaseðill hjúkrunarfræðings „Í tilefni af umræðu um meðallaun íslenskra hjúkrunarfræðinga þá er hér meðfylgjandi síðasti launaseðill minn áður en verkfall skall á.“ 11. júní 2015 10:01 Fréttaskýring: Fátt virðist geta komið í veg fyrir lög á verkföll Viðræðum við BHM og hjúkrunarfræðinga lauk án árangurs í gær. Lagasetning virðist á næsta leiti. 11. júní 2015 10:36 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Sjá meira
Launaseðill hjúkrunarfræðings „Í tilefni af umræðu um meðallaun íslenskra hjúkrunarfræðinga þá er hér meðfylgjandi síðasti launaseðill minn áður en verkfall skall á.“ 11. júní 2015 10:01
Fréttaskýring: Fátt virðist geta komið í veg fyrir lög á verkföll Viðræðum við BHM og hjúkrunarfræðinga lauk án árangurs í gær. Lagasetning virðist á næsta leiti. 11. júní 2015 10:36