Gylfi: Fékk smá frí og finn ekki fyrir neinum meiðslum Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. júní 2015 10:00 Gylfi Þór Sigurðsson í bílbeltabolnum sem strákarnir hafa skartað á æfingum liðsins í vikunni. vísir/valli Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður Íslands í fótbolta, hefur verið í svakalegu formi í undankeppni EM 2016 til þessa. Gylfi er búinn að skora fjögur mörk og leggja upp önnur tvö, en íslenska liðið er í öðru sæti riðilsins og getur náð fyrsta sæti með sigri á Tékkum á föstudagskvöldið. „Ég er í fínu formi. Við erum búnir að æfa í síðustu viku strákarnir og erum í góðu formi allir sem einn,“ segir Gylfi við Vísi. Hann fór á kostum með Swansea í ensku úrvalsdeildinni í vetur og skoraði sjö mörk og lagði upp tíu. Í heildina kom hann að þriðjungi marka Swansea-liðsins sem bætti sinn besta árangur í úrvalsdeildinni. „Ég er mjög ánægður með tímabilið. Það gekk vel hjá mér. Ég var kannski smá svekktur með að vera meiddur en ég náði að spila flesta leiki. Ég er mjög ánægður og sé því ekki ástæðu til að fara núna,“ segir Gylfi, en þessi meiðsli eru ekkert að hrjá hann í aðdraganda Tékkaleiksins. „Ég fékk 10-12 daga í frí og finn ekki fyrir neinu eins og er,“ segir hann. Tékkneska liðið er á toppi riðilsins með þrettán stig eftir fimm leiki, en það vann fyrri viðureign liðanna í Tékklandi, 2-1. „Tékkarnir eru mjög sterkir sem lið en það eru nokkrir sem skara fram úr þarna. Það er erfitt að brjóta á þá niður. Þeir eru að fá á sig svolítið af mörkum en þeir eru góðir fram á við og ná að knýja fram sigur í nánast hverjum einasta leik,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Tékkar smeykir við rok og rigningu Vindurinn er það versta af öllu segir tékkneskur landsliðsmaður. 11. júní 2015 08:00 Tékkar klæddir stuttbuxum afþökkuðu bjór við komuna til Íslands Leikmenn tékkneska landsliðsins í knattspyrnu lentu á Keflavíkurflugvelli í dag. Framundan er toppslagur í riðli okkar Íslendinga í undankeppni Evrópumótsins 2016. 11. júní 2015 00:03 Ætla ekki að líkja mér við Beckham Jóhann Berg Guðmundsson gæti söðlað um í sumar en áhugi er á honum víða eftir gott tímabil. Þjálfari hans líkti honum við David Beckham og hefur honum verið svolítið strítt eftir það. Hann segir strákana ætla sér stóra hluti gegn Tékkum í Dalnum á morgun. 11. júní 2015 08:30 Stjórinn er góður að selja sig Kári Árnason spilar fyrir öðruvísi knattspyrnustjóra hjá Rotherham á Englandi. 11. júní 2015 06:30 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður Íslands í fótbolta, hefur verið í svakalegu formi í undankeppni EM 2016 til þessa. Gylfi er búinn að skora fjögur mörk og leggja upp önnur tvö, en íslenska liðið er í öðru sæti riðilsins og getur náð fyrsta sæti með sigri á Tékkum á föstudagskvöldið. „Ég er í fínu formi. Við erum búnir að æfa í síðustu viku strákarnir og erum í góðu formi allir sem einn,“ segir Gylfi við Vísi. Hann fór á kostum með Swansea í ensku úrvalsdeildinni í vetur og skoraði sjö mörk og lagði upp tíu. Í heildina kom hann að þriðjungi marka Swansea-liðsins sem bætti sinn besta árangur í úrvalsdeildinni. „Ég er mjög ánægður með tímabilið. Það gekk vel hjá mér. Ég var kannski smá svekktur með að vera meiddur en ég náði að spila flesta leiki. Ég er mjög ánægður og sé því ekki ástæðu til að fara núna,“ segir Gylfi, en þessi meiðsli eru ekkert að hrjá hann í aðdraganda Tékkaleiksins. „Ég fékk 10-12 daga í frí og finn ekki fyrir neinu eins og er,“ segir hann. Tékkneska liðið er á toppi riðilsins með þrettán stig eftir fimm leiki, en það vann fyrri viðureign liðanna í Tékklandi, 2-1. „Tékkarnir eru mjög sterkir sem lið en það eru nokkrir sem skara fram úr þarna. Það er erfitt að brjóta á þá niður. Þeir eru að fá á sig svolítið af mörkum en þeir eru góðir fram á við og ná að knýja fram sigur í nánast hverjum einasta leik,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Tékkar smeykir við rok og rigningu Vindurinn er það versta af öllu segir tékkneskur landsliðsmaður. 11. júní 2015 08:00 Tékkar klæddir stuttbuxum afþökkuðu bjór við komuna til Íslands Leikmenn tékkneska landsliðsins í knattspyrnu lentu á Keflavíkurflugvelli í dag. Framundan er toppslagur í riðli okkar Íslendinga í undankeppni Evrópumótsins 2016. 11. júní 2015 00:03 Ætla ekki að líkja mér við Beckham Jóhann Berg Guðmundsson gæti söðlað um í sumar en áhugi er á honum víða eftir gott tímabil. Þjálfari hans líkti honum við David Beckham og hefur honum verið svolítið strítt eftir það. Hann segir strákana ætla sér stóra hluti gegn Tékkum í Dalnum á morgun. 11. júní 2015 08:30 Stjórinn er góður að selja sig Kári Árnason spilar fyrir öðruvísi knattspyrnustjóra hjá Rotherham á Englandi. 11. júní 2015 06:30 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Sjá meira
Tékkar smeykir við rok og rigningu Vindurinn er það versta af öllu segir tékkneskur landsliðsmaður. 11. júní 2015 08:00
Tékkar klæddir stuttbuxum afþökkuðu bjór við komuna til Íslands Leikmenn tékkneska landsliðsins í knattspyrnu lentu á Keflavíkurflugvelli í dag. Framundan er toppslagur í riðli okkar Íslendinga í undankeppni Evrópumótsins 2016. 11. júní 2015 00:03
Ætla ekki að líkja mér við Beckham Jóhann Berg Guðmundsson gæti söðlað um í sumar en áhugi er á honum víða eftir gott tímabil. Þjálfari hans líkti honum við David Beckham og hefur honum verið svolítið strítt eftir það. Hann segir strákana ætla sér stóra hluti gegn Tékkum í Dalnum á morgun. 11. júní 2015 08:30
Stjórinn er góður að selja sig Kári Árnason spilar fyrir öðruvísi knattspyrnustjóra hjá Rotherham á Englandi. 11. júní 2015 06:30