Birkir: Gaman að stuðningsmennirnir söknuðu mín Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. júní 2015 11:40 Birkir Bjarnason á æfingu í dag. vísir/ernir Birkir Bjarnason, leikmaður Pescara á Ítalíu og íslenska landsliðsins í fótbolta, gat ekki tekið þátt í mikilvægum leik síns félagsliðs í gær. Íslenska landsliðið kallaði hann heim svo hann missti af seinni umspilsleik Pescara gegn Bologna um sæti í A-deildinni á næstu leiktíð. Leikurinn fór 1-1 á heimavelli Bologna og komst Bologna þannig áfram. "Ég horfði bara á leikinn í tölvunni á streymi," sagði Birkir léttur við Vísi á æfingu landsliðsins í morgun. "Þetta var spennandi leikur, en þó hann hafi ekki farið eins og við vonuðum þá var þetta fínt tímabil fyrir okkur."Ánægður að vera á Íslandi Ástæða þess að Bologna komst áfram á jafntefli eftir tvo leiki er sú að liðið hafnaði ofar í deildinni, en mið er tekið af því í stað þess að fara í framlengingu og vítaspyrnukeppni. "Ég skil þetta alveg. Þeir voru fyrir ofan okkur í deildinni þannig það er skiljanlegt að þeir njóti góðs af því.," segir Birkir, en hvernig var að geta ekki spilað þennan leik? "Það var allt í lagi. Það var lítið sem ég gat gert því landsliðið átti rétt á að kalla mig heim og gerði það. Ég er bara ánægður að vera hérna á Íslandi og spila þennan leik á föstudaginn."Stuðningsmennirnir Blóðheitir Stuðningsmenn Pescara voru brjálaðir og létu Knattspyrnusambands Íslands heyra það á Facebook í gærkvöldi þar sem sambandinu var meðal annars líkt við hryðjuverkasamtökin ISIS. "Þeir eru blóðheitir og láta heyra í sér. Það er bara fínt að vita að þeir söknuðu mín," sagði Birkir og brosti, en hann spilaði vel á tímabilinu og skoraði mikið af mörkum. "Mér gekk mjög vel eftir jól og skoraði ellefu mörk. Í heildina var þetta mjög gott tímabil," sagði hann. Birkir er samningslaus hjá Pescara og óvíst er hvað verður um hann í sumar. "Ég veit ekki hvað gerist, við verðum bara að sjá til. Ég skoða hvað kemur upp í sumar og svo gerist það sem gerist," sagði Birkir, en kemur til greina að yfirgefa Ítalíu? "Ég skoða hvað sem er og svo sjáum við til. Ég hef það fínt á Ítalíu en ég get alveg fært mig eitthvað annað."Náðu að stoppa okkar spil Ísland mætir Tékklandi á föstudaginn í mikilvægum leik í undankeppni EM 2016, en sigur hjá okkar strákum yrði risastórt skref í átt að Frakklandi. En hvað var það sem Tékkarnir gerðu svona vel þegar liðin mættust síðast? "Þeir spiluðu mjög góðan og taktískan leik síðast á móti okkur. Við reynum að læra af því hvernig þeir náðu að stoppa okkar spil. Við erum búnir að fara í gegnum það mjög vel og gerum það áfram fram að leik," sagði Birkir. Hann fagnar því að lykilmenn liðsins séu allir í góðu formi og mæta til leiks eftir flott tímabil í sínum deildum. "Það eru flestallir að spila í sínum liðum. Það eru allir í góðu formi og að spila vel þannig þetta lítur vel út," sagði Birkir Bjarnason. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Alfreð: Ár sem mun gefa mér rosalega mikið Alfreð Finnbogason vill vera áfram hjá Real Sociedad þrátt fyrir lítinn spilatíma á sinni fyrstu leiktíð á Spáni. Honum fannst leiktíðin skemmtileg þótt erfitt hafi verið að sitja jafnmikið á bekknum og raun bar vitni. 10. júní 2015 06:00 Kolbeinn: Kominn tími til að fara frá Ajax Landsliðsframherjinn spilaði ekki mikið með hollenska liðinu á tímabilinu og skoðar sig um í sumar. 10. júní 2015 11:28 Aron Einar: Komið á óvart hversu frábær pabbi ég er Landsliðsfyrirliðinn í fótbolta, Aron Einar Gunnarsson, slær varla feilnótu hvort sem það er innan eða utan vallar þessa mánuðina. 10. júní 2015 06:30 Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Fleiri fréttir Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjá meira
Birkir Bjarnason, leikmaður Pescara á Ítalíu og íslenska landsliðsins í fótbolta, gat ekki tekið þátt í mikilvægum leik síns félagsliðs í gær. Íslenska landsliðið kallaði hann heim svo hann missti af seinni umspilsleik Pescara gegn Bologna um sæti í A-deildinni á næstu leiktíð. Leikurinn fór 1-1 á heimavelli Bologna og komst Bologna þannig áfram. "Ég horfði bara á leikinn í tölvunni á streymi," sagði Birkir léttur við Vísi á æfingu landsliðsins í morgun. "Þetta var spennandi leikur, en þó hann hafi ekki farið eins og við vonuðum þá var þetta fínt tímabil fyrir okkur."Ánægður að vera á Íslandi Ástæða þess að Bologna komst áfram á jafntefli eftir tvo leiki er sú að liðið hafnaði ofar í deildinni, en mið er tekið af því í stað þess að fara í framlengingu og vítaspyrnukeppni. "Ég skil þetta alveg. Þeir voru fyrir ofan okkur í deildinni þannig það er skiljanlegt að þeir njóti góðs af því.," segir Birkir, en hvernig var að geta ekki spilað þennan leik? "Það var allt í lagi. Það var lítið sem ég gat gert því landsliðið átti rétt á að kalla mig heim og gerði það. Ég er bara ánægður að vera hérna á Íslandi og spila þennan leik á föstudaginn."Stuðningsmennirnir Blóðheitir Stuðningsmenn Pescara voru brjálaðir og létu Knattspyrnusambands Íslands heyra það á Facebook í gærkvöldi þar sem sambandinu var meðal annars líkt við hryðjuverkasamtökin ISIS. "Þeir eru blóðheitir og láta heyra í sér. Það er bara fínt að vita að þeir söknuðu mín," sagði Birkir og brosti, en hann spilaði vel á tímabilinu og skoraði mikið af mörkum. "Mér gekk mjög vel eftir jól og skoraði ellefu mörk. Í heildina var þetta mjög gott tímabil," sagði hann. Birkir er samningslaus hjá Pescara og óvíst er hvað verður um hann í sumar. "Ég veit ekki hvað gerist, við verðum bara að sjá til. Ég skoða hvað kemur upp í sumar og svo gerist það sem gerist," sagði Birkir, en kemur til greina að yfirgefa Ítalíu? "Ég skoða hvað sem er og svo sjáum við til. Ég hef það fínt á Ítalíu en ég get alveg fært mig eitthvað annað."Náðu að stoppa okkar spil Ísland mætir Tékklandi á föstudaginn í mikilvægum leik í undankeppni EM 2016, en sigur hjá okkar strákum yrði risastórt skref í átt að Frakklandi. En hvað var það sem Tékkarnir gerðu svona vel þegar liðin mættust síðast? "Þeir spiluðu mjög góðan og taktískan leik síðast á móti okkur. Við reynum að læra af því hvernig þeir náðu að stoppa okkar spil. Við erum búnir að fara í gegnum það mjög vel og gerum það áfram fram að leik," sagði Birkir. Hann fagnar því að lykilmenn liðsins séu allir í góðu formi og mæta til leiks eftir flott tímabil í sínum deildum. "Það eru flestallir að spila í sínum liðum. Það eru allir í góðu formi og að spila vel þannig þetta lítur vel út," sagði Birkir Bjarnason.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Alfreð: Ár sem mun gefa mér rosalega mikið Alfreð Finnbogason vill vera áfram hjá Real Sociedad þrátt fyrir lítinn spilatíma á sinni fyrstu leiktíð á Spáni. Honum fannst leiktíðin skemmtileg þótt erfitt hafi verið að sitja jafnmikið á bekknum og raun bar vitni. 10. júní 2015 06:00 Kolbeinn: Kominn tími til að fara frá Ajax Landsliðsframherjinn spilaði ekki mikið með hollenska liðinu á tímabilinu og skoðar sig um í sumar. 10. júní 2015 11:28 Aron Einar: Komið á óvart hversu frábær pabbi ég er Landsliðsfyrirliðinn í fótbolta, Aron Einar Gunnarsson, slær varla feilnótu hvort sem það er innan eða utan vallar þessa mánuðina. 10. júní 2015 06:30 Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Fleiri fréttir Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjá meira
Alfreð: Ár sem mun gefa mér rosalega mikið Alfreð Finnbogason vill vera áfram hjá Real Sociedad þrátt fyrir lítinn spilatíma á sinni fyrstu leiktíð á Spáni. Honum fannst leiktíðin skemmtileg þótt erfitt hafi verið að sitja jafnmikið á bekknum og raun bar vitni. 10. júní 2015 06:00
Kolbeinn: Kominn tími til að fara frá Ajax Landsliðsframherjinn spilaði ekki mikið með hollenska liðinu á tímabilinu og skoðar sig um í sumar. 10. júní 2015 11:28
Aron Einar: Komið á óvart hversu frábær pabbi ég er Landsliðsfyrirliðinn í fótbolta, Aron Einar Gunnarsson, slær varla feilnótu hvort sem það er innan eða utan vallar þessa mánuðina. 10. júní 2015 06:30