Kolbeinn: Kominn tími til að fara frá Ajax Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. júní 2015 11:28 Kolbein og Eiður Smári skoka léttir í lund á æfingu í morgun. vísir/ernir Kolbeinn Sigþórsson, framherji íslenska landsliðsins í fótbolta, var mættur á æfingu í morgun ásamt samherjum sínum, en strákarnir okkar undirbúa sig af krafti fyrir leikinn gegn Tékkum á föstudagskvöldið. Leikurinn er gífurlega mikilvægur fyrir bæði lið, en það lið sem hefur sigur færist nær lokatakmarkinu að komast á EM 2016 í Frakkland næsta sumar. "Þetta verður vonandi flottur dagur fyrir okkur og við erum allir klárir í verkefnið. Þetta verður erfitt en vonandi náum við að spila okkar leik og gera það sem við ætlum að gera. Við erum búnir að æfa mörg atriði sem eiga að nýtast okkur vel," segir Kolbeinn í samtali við Vísi. Tékkar unnu fyrri leik liðanna, 2-1, í Plzen í Tékklandi þar sem heimamenn voru sterkari aðilinn. "Við erum búnir að breyta taktíkinni frá síðasta leik gegn þeim. Það er samt best að segja ekkert um það núna heldur sjá allir vonandi hvernig þetta kemur út á föstudaginn. Við gerðum ákveðin grunnmistök sem við ætlum að laga," segir Kolbeinn.Ekki mitt besta tímabil Framherjinn öflugi hefur spilað með Ajax í Hollandi frá 2011 og orðið fjórum sinnum Hollandsmeistari. Hann hefur stefnt að því að yfirgefa liðið undanfarin misseri, en er eitthvað að gerast í hans málum? "Ég er ekki viss. Núna er ég bara að einbeita mér að þessum leik og það er svo sem ekkert í gangi. Ég treysti á að ef ég fer gerist það í lok sumars," segir Kolbeinn. Hann var inn og út úr liðinu hjá Ajax í vetur. Í heildina spilaði hann 21 leik en aðeins 13 í byrjunarliðinu og skoraði sjö mörk. "Ég spilaði ekki mikið af leikjum. Ég meiddist í kringum jólin og kom til baka í lok janúar og þurfti þá að hvíla í tvo mánuði," segir Kolbeinn. "Það er alltaf erfitt að koma til baka og reyna að koma sér í form. Svo ef þú skorar ekki í tveimur leikjum í röð ertu kominn á bekkinn. Þannig þetta var ekki besta tímabil sem ég hef spilað en lærdómsríkt og eitthvað sem ég get tekið með mér." Aðspurður hvort nú sé kominn tími til að yfirgefa Ajax og leita nýrra áskoranna hjá öðru liði segir Kolbeinn Sigþórsson: "Alveg klárlega. Sá tími er runninn upp. Vonandi kemur eitthvað spennandi upp fyrir mig. Ég er opinn fyrir því að fara í sumar." EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Alfreð: Sé þjónustu minnar ekki óskað skoða ég eitthvað annað Framherji íslenska landsliðsins naut fyrsta tímabilsins hjá Real Sociedad þrátt fyrir mikla bekkarsetu. 9. júní 2015 11:49 Eiður Smári: Stefnan hjá Bolton á ekki bara að vera að halda sér uppi Markahæsti landsliðsmaðurinn frá upphafi gæti verið í betra standi fyrir landsleikinn gegn Tékkum. 9. júní 2015 12:19 Rúrik: Alltaf einhverjar sögusagnir í gangi Rúrik Gíslason vildi lítið gefa upp um framtíð sína. 9. júní 2015 12:24 Ari Freyr með á æfingu: Átti ekki nógu gott tímabil Ari Freyr Skúlason var mættur á æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í morgun. 9. júní 2015 11:50 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson, framherji íslenska landsliðsins í fótbolta, var mættur á æfingu í morgun ásamt samherjum sínum, en strákarnir okkar undirbúa sig af krafti fyrir leikinn gegn Tékkum á föstudagskvöldið. Leikurinn er gífurlega mikilvægur fyrir bæði lið, en það lið sem hefur sigur færist nær lokatakmarkinu að komast á EM 2016 í Frakkland næsta sumar. "Þetta verður vonandi flottur dagur fyrir okkur og við erum allir klárir í verkefnið. Þetta verður erfitt en vonandi náum við að spila okkar leik og gera það sem við ætlum að gera. Við erum búnir að æfa mörg atriði sem eiga að nýtast okkur vel," segir Kolbeinn í samtali við Vísi. Tékkar unnu fyrri leik liðanna, 2-1, í Plzen í Tékklandi þar sem heimamenn voru sterkari aðilinn. "Við erum búnir að breyta taktíkinni frá síðasta leik gegn þeim. Það er samt best að segja ekkert um það núna heldur sjá allir vonandi hvernig þetta kemur út á föstudaginn. Við gerðum ákveðin grunnmistök sem við ætlum að laga," segir Kolbeinn.Ekki mitt besta tímabil Framherjinn öflugi hefur spilað með Ajax í Hollandi frá 2011 og orðið fjórum sinnum Hollandsmeistari. Hann hefur stefnt að því að yfirgefa liðið undanfarin misseri, en er eitthvað að gerast í hans málum? "Ég er ekki viss. Núna er ég bara að einbeita mér að þessum leik og það er svo sem ekkert í gangi. Ég treysti á að ef ég fer gerist það í lok sumars," segir Kolbeinn. Hann var inn og út úr liðinu hjá Ajax í vetur. Í heildina spilaði hann 21 leik en aðeins 13 í byrjunarliðinu og skoraði sjö mörk. "Ég spilaði ekki mikið af leikjum. Ég meiddist í kringum jólin og kom til baka í lok janúar og þurfti þá að hvíla í tvo mánuði," segir Kolbeinn. "Það er alltaf erfitt að koma til baka og reyna að koma sér í form. Svo ef þú skorar ekki í tveimur leikjum í röð ertu kominn á bekkinn. Þannig þetta var ekki besta tímabil sem ég hef spilað en lærdómsríkt og eitthvað sem ég get tekið með mér." Aðspurður hvort nú sé kominn tími til að yfirgefa Ajax og leita nýrra áskoranna hjá öðru liði segir Kolbeinn Sigþórsson: "Alveg klárlega. Sá tími er runninn upp. Vonandi kemur eitthvað spennandi upp fyrir mig. Ég er opinn fyrir því að fara í sumar."
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Alfreð: Sé þjónustu minnar ekki óskað skoða ég eitthvað annað Framherji íslenska landsliðsins naut fyrsta tímabilsins hjá Real Sociedad þrátt fyrir mikla bekkarsetu. 9. júní 2015 11:49 Eiður Smári: Stefnan hjá Bolton á ekki bara að vera að halda sér uppi Markahæsti landsliðsmaðurinn frá upphafi gæti verið í betra standi fyrir landsleikinn gegn Tékkum. 9. júní 2015 12:19 Rúrik: Alltaf einhverjar sögusagnir í gangi Rúrik Gíslason vildi lítið gefa upp um framtíð sína. 9. júní 2015 12:24 Ari Freyr með á æfingu: Átti ekki nógu gott tímabil Ari Freyr Skúlason var mættur á æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í morgun. 9. júní 2015 11:50 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Sjá meira
Alfreð: Sé þjónustu minnar ekki óskað skoða ég eitthvað annað Framherji íslenska landsliðsins naut fyrsta tímabilsins hjá Real Sociedad þrátt fyrir mikla bekkarsetu. 9. júní 2015 11:49
Eiður Smári: Stefnan hjá Bolton á ekki bara að vera að halda sér uppi Markahæsti landsliðsmaðurinn frá upphafi gæti verið í betra standi fyrir landsleikinn gegn Tékkum. 9. júní 2015 12:19
Rúrik: Alltaf einhverjar sögusagnir í gangi Rúrik Gíslason vildi lítið gefa upp um framtíð sína. 9. júní 2015 12:24
Ari Freyr með á æfingu: Átti ekki nógu gott tímabil Ari Freyr Skúlason var mættur á æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í morgun. 9. júní 2015 11:50