Körfubolti

Towns valinn númer eitt | Lakers tók Russell

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Towns ásamt Adam Silver, framkvæmdastjóra NBA-deildarinnar.
Towns ásamt Adam Silver, framkvæmdastjóra NBA-deildarinnar. vísir/getty
Nýliðaval NBA-deildarinnar fór fram í Barclays Center í Brooklyn í nótt.

Minnesota Timberwolves var með fyrsta valrétt í fyrsta sinn í sögu félagsins og nýtti hann til að velja Karl-Anthony Towns, 19 ára miðherja sem lék með háskólaliði Kentucky á síðasta tímabili.

Þetta er í þriðja sinn á síðustu sex árum sem leikmaður frá Kentucky er valinn númer eitt en Towns fylgir þar með í fótspor John Wall (2010) og Anthony Davis (2012).

Los Angeles Lakers valdi leikstjórnandann D'Angelo Russell frá Ohio State með öðrum valrétti en margir bjuggust við að miðherjinn Jahlil Okafor yrði tekinn númer tvö.

Philadelphia 76ers valdi Okafor hins vegar með þriðja valrétti en hann kemur úr Duke-háskólanum.

New York Knicks tók Lettann Kristaps Porzingis með fjórða valrétti sem mæltist ekki vel fyrir hjá stuðningsmönnum liðsins. Brúnin lyftist hins vegar á þeim þegar liðið tryggði sér réttinn til að velja bakvörðinn Jerian Grant með því að skipta leikstjórnandanum Tim Hardaway yngri til Atlanta Hawks.

Russell ásamt Adam Silver.vísir/getty
Efstu menn í valinu í ár:

1. Karl-Anthony Towns - Minnesota Timberwolves

2. D'Angelo Russell - Los Angeles Lakers

3. Jahlil Okafor - Philadelphia 76ers

4. Kristpas Porzingis - New York Knicks

5. Mario Hezonja - Orlando Magic

6. Willie Cauley-Stein - Sacramento Kings

7. Emmanuel Mudiay - Denver Nuggets

8. Stanley Johnson - Detroit Pistons

9. Frank Kaminsky - Charlotte Hornets

10. Justise Winslow - Miami Heat

Heildarlistann yfir þá sem valdir voru má sjá með því að smella hér.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×