Segir Framsókn hafa staðið við stóru kosningarloforðin Heiða Kristín Helgadóttir skrifar 23. júní 2015 16:15 Vísir/GVA Þórunn Egilsdóttir þingflokksformaður Framsóknarflokksins metur stöðu síns flokks nokkuð sterka og góða í lok þingvetrar. „Við erum búin að koma í gegn stóru málunum okkar og búin að standa við stóru kosningarloforðin okkar og við getum verið stolt og ánægð með það,” sagði Þórunn í Umræðunni þar sem fulltrúar allra flokka á þingi voru beðnir um að meta stöðu síns flokks. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna stöðu flokksins nokkurn vegin þá sömu út á við þar sem kannanir hafi setið á sama stað um nokkurn tíma. Hún sagði þó mikið starf hafa farið fram innávið í flokknum við að endurskoða og skerpa stefnu flokksins. „Þannig að ég er bjartsýn á framhaldið.“ Könnun Fréttablaðsins frá því í síðustu viku sýndi mikinn stuðning við Pírata eða 37.5 prósent. Fylgi Bjartrar framtíðar mældist hins vegar í 3.3 prósent og myndi flokkurinn samkvæmt því missa alla sína þingmenn.Píratar ánægðir Róbert Marshall þingflokksformaður flokksins sagðist enn hafa trú á því sem flokkurinn væri að gera og vilja halda áfram að gera það sem flokkurinn var kosinn til að gera. „Þegar við höfum mælst hátt í skoðanakönnunum þá hefur maður velt fyrir sér hvort maður ætti raunverulega inni fyrir því og eins og staðan er núna þá velti ég líka fyrir hvort við eigum inni fyrir því sem við erum að gera núna.” Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins var mjög afdráttarlaus í svörum aðspurð að stöðu síns flokks. „Ég held nú að minn flokkur standi bara svipað og allir aðrir flokkar hér á þinginu. Við eigum þátt í þessari átakapólitík eins og aðrir flokkar og það er kannski það sem uppúr stendur eftir þennan þingvetur.” Að mati Katrínar Júlíusdóttur varaformanns Samfylkingarinnar má flokkurinn fara að uppskera í samræmi við málflutning sinn. „Við höfum barist hart gegn því að menn séu að gefa hér sjávarauðlindina. Við höfum barist hart gegn því að menn séu að nota einhvers konar pólitíska hentistefnu í því hvar er virkjað og hvar er ekki virkjað. Við höfum barist hart gegn því að taka þeim ákvörðunum sem leiða til frekari ójafnaðar í okkar samfélagi og við munum halda því áfram.” Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata sagðist auðvita ánægður með skoðanakannanir og þær gæfu flokknum umboð til að beita sér fyrir lýðræðisumbótum og grundvallarbreytingum á stjórnskipan landsins. „En satt best að segja þá held ég að við þurfum aðeins meira tímarúm til að átt okkur á því hvað manni á að finnast um þær, annað en bara að vera þakklátur fyrir traustið.”Þingmennirnir og konurnar voru beðin um að lýsa liðnum þingvetri í einu orði. Rugl og átök voru meðal þeirra orða sem notuð voru: Umræðan Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sjá meira
Þórunn Egilsdóttir þingflokksformaður Framsóknarflokksins metur stöðu síns flokks nokkuð sterka og góða í lok þingvetrar. „Við erum búin að koma í gegn stóru málunum okkar og búin að standa við stóru kosningarloforðin okkar og við getum verið stolt og ánægð með það,” sagði Þórunn í Umræðunni þar sem fulltrúar allra flokka á þingi voru beðnir um að meta stöðu síns flokks. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna stöðu flokksins nokkurn vegin þá sömu út á við þar sem kannanir hafi setið á sama stað um nokkurn tíma. Hún sagði þó mikið starf hafa farið fram innávið í flokknum við að endurskoða og skerpa stefnu flokksins. „Þannig að ég er bjartsýn á framhaldið.“ Könnun Fréttablaðsins frá því í síðustu viku sýndi mikinn stuðning við Pírata eða 37.5 prósent. Fylgi Bjartrar framtíðar mældist hins vegar í 3.3 prósent og myndi flokkurinn samkvæmt því missa alla sína þingmenn.Píratar ánægðir Róbert Marshall þingflokksformaður flokksins sagðist enn hafa trú á því sem flokkurinn væri að gera og vilja halda áfram að gera það sem flokkurinn var kosinn til að gera. „Þegar við höfum mælst hátt í skoðanakönnunum þá hefur maður velt fyrir sér hvort maður ætti raunverulega inni fyrir því og eins og staðan er núna þá velti ég líka fyrir hvort við eigum inni fyrir því sem við erum að gera núna.” Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins var mjög afdráttarlaus í svörum aðspurð að stöðu síns flokks. „Ég held nú að minn flokkur standi bara svipað og allir aðrir flokkar hér á þinginu. Við eigum þátt í þessari átakapólitík eins og aðrir flokkar og það er kannski það sem uppúr stendur eftir þennan þingvetur.” Að mati Katrínar Júlíusdóttur varaformanns Samfylkingarinnar má flokkurinn fara að uppskera í samræmi við málflutning sinn. „Við höfum barist hart gegn því að menn séu að gefa hér sjávarauðlindina. Við höfum barist hart gegn því að menn séu að nota einhvers konar pólitíska hentistefnu í því hvar er virkjað og hvar er ekki virkjað. Við höfum barist hart gegn því að taka þeim ákvörðunum sem leiða til frekari ójafnaðar í okkar samfélagi og við munum halda því áfram.” Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata sagðist auðvita ánægður með skoðanakannanir og þær gæfu flokknum umboð til að beita sér fyrir lýðræðisumbótum og grundvallarbreytingum á stjórnskipan landsins. „En satt best að segja þá held ég að við þurfum aðeins meira tímarúm til að átt okkur á því hvað manni á að finnast um þær, annað en bara að vera þakklátur fyrir traustið.”Þingmennirnir og konurnar voru beðin um að lýsa liðnum þingvetri í einu orði. Rugl og átök voru meðal þeirra orða sem notuð voru:
Umræðan Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sjá meira