Juncker bauð Grikkjum upp á neyðarfund í dag Heimir Már Pétursson skrifar 30. júní 2015 13:58 Ef Grikkir greiða ekki afborgun á láni sínu hjá AGS fyrir miðnætti yrði það í fyrsta skipti sem þróað lýðræðisríki stendur ekki í skilum við sjóðinn. vísir/afp Frestur Grikklands til að standa við afborgun á stórri afborgun á láni hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum rennur út á miðnætti og engar líkur á að Grikkir greiði af láninu. Það yrði í fyrsta skipti í sögu sjóðsins sem þróað lýðræðisríki stendur ekki í skilum. Grikkir eiga að greiða 1,6 milljarða evra af láni til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir miðnætti. En eftir að Alexis Tsipras forsætisráðherra boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslu um skuldapakkann næst komandi sunnudag slitnaði upp úr viðræðum landsins við Evrópusambandið, Seðlabanka Evrópu og Alþjóagjaldeyrissjóðinn um nýtt lán upp á tæplega átta milljarða evra sem m.a. var ætlað til þess að Grikkir gætu staðið við afborgunina. Um leið og það verður staðreynd að Grikkir greiða ekki af láninu mun Christine Lagarde framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins greina lánanefnd hans frá því. en það yrði í fyrsta skipti í sögu hans sem þróað lýðræðisríki stendur ekki við skuldbindingar sínar. Grikkland verður þar með komið á bekk með ríkjum eins Zimbabwe, Sudan og Kúbu. Tsipars hvetur almenning til að fella lánapakka Evrópusambandsins, Seðlabanka Evrópu og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Það muni auðvelda grísku stjórninni að semja upp á nýtt við lánadrottna. Heimildir Reuters fréttastofunnar herma að Jean-Claude Juncker framkvæmdastjóri Evrópusambandsins hafi boðið Tsipras að boðað yrði til neyðarfundar fjármálaráðherra evrusamstarfsins í Brussel í dag. þar YRÐI gengið yrði frá samkomulagi um aðstoð við Grikki þannig að þeir gætu staðið við afborgunina til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins ef forsætisráðherrann sendi skriflega yfirlýsingu um að hann samþykkti skilmála slíkrar aðstoðar. Þá hafi Juncker gefið í skyn að í framhaldi af þessu yrði hægt að semja um nýja greiðsluáætlun vegna skulda Grikklands síðar á árinu. Margir eru þeirrar skoðunar að þjóðaratkvæðagreiðslan á sunnudag sé í raun ákvörðun Grikkja um hvort þeir vilji halda áfram að vera í evrusamstarfinu eða hvort þeir taki á ný upp eigin gjaldmiðil og hafa önnur ríki á evrusvæðinu þegar hafið undirbúning þess að það muni gerast. Grikkland Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Frestur Grikklands til að standa við afborgun á stórri afborgun á láni hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum rennur út á miðnætti og engar líkur á að Grikkir greiði af láninu. Það yrði í fyrsta skipti í sögu sjóðsins sem þróað lýðræðisríki stendur ekki í skilum. Grikkir eiga að greiða 1,6 milljarða evra af láni til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir miðnætti. En eftir að Alexis Tsipras forsætisráðherra boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslu um skuldapakkann næst komandi sunnudag slitnaði upp úr viðræðum landsins við Evrópusambandið, Seðlabanka Evrópu og Alþjóagjaldeyrissjóðinn um nýtt lán upp á tæplega átta milljarða evra sem m.a. var ætlað til þess að Grikkir gætu staðið við afborgunina. Um leið og það verður staðreynd að Grikkir greiða ekki af láninu mun Christine Lagarde framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins greina lánanefnd hans frá því. en það yrði í fyrsta skipti í sögu hans sem þróað lýðræðisríki stendur ekki við skuldbindingar sínar. Grikkland verður þar með komið á bekk með ríkjum eins Zimbabwe, Sudan og Kúbu. Tsipars hvetur almenning til að fella lánapakka Evrópusambandsins, Seðlabanka Evrópu og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Það muni auðvelda grísku stjórninni að semja upp á nýtt við lánadrottna. Heimildir Reuters fréttastofunnar herma að Jean-Claude Juncker framkvæmdastjóri Evrópusambandsins hafi boðið Tsipras að boðað yrði til neyðarfundar fjármálaráðherra evrusamstarfsins í Brussel í dag. þar YRÐI gengið yrði frá samkomulagi um aðstoð við Grikki þannig að þeir gætu staðið við afborgunina til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins ef forsætisráðherrann sendi skriflega yfirlýsingu um að hann samþykkti skilmála slíkrar aðstoðar. Þá hafi Juncker gefið í skyn að í framhaldi af þessu yrði hægt að semja um nýja greiðsluáætlun vegna skulda Grikklands síðar á árinu. Margir eru þeirrar skoðunar að þjóðaratkvæðagreiðslan á sunnudag sé í raun ákvörðun Grikkja um hvort þeir vilji halda áfram að vera í evrusamstarfinu eða hvort þeir taki á ný upp eigin gjaldmiðil og hafa önnur ríki á evrusvæðinu þegar hafið undirbúning þess að það muni gerast.
Grikkland Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira