Besti vinurinn fékk ekki að kveðja í hinsta sinn Birgir Olgeirsson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 8. júlí 2015 17:46 Snorri Sigtryggsson var einungis 31 árs þegar hann lést. Tíkin Embla var honum afar kær. vísir/sigríður „Einn fjölskyldumeðlimur mátti ekki koma með í jarðarförina og kirkjugarðinn. Hún mátti ekki vera hluti af kveðjustundinni. Hvernig útskýrir maður fyrir tíu ára gömlu barni að ein úr fjölskyldunni sé ekki velkomin?“ Þetta segir Sigríður Esther Birgisdóttir sem í gær fylgdi syni sínum til grafar, Snorra Sigtryggsson, ásamt tengdadóttur sinni og barnabarni. Snorri átti tíkina Emblu í sjö ár og var hún honum afar kær. Embla fékk þó ekki að kveðja eiganda sinn í hinsta sinn, vegna reglna Kirkjugarða Reykjavíkurborgar, sem kveða á um að dýr séu ekki leyfileg í kirkjugörðum.Mæðginin Sigríður og Snorri.vísir/sigríður esther„Embla er náttúrulega hluti af fjölskyldunni og af þeirra heimili. Hundar eru stór partur af okkar lífi og Snorri var alinn upp með hundum. Dóttir hans líka og þess vegna er þetta svo rangt. Maður veltir því fyrir sér í hvernig þjóðfélagi maður býr þar sem ekki má beygja svo fáránlegar reglur til að lina þjáningar og sorg svona ungs barns,“ segir Sigríður í samtali við Vísi. Hún furðar sig á því að hross séu í undantekningatilfellum leyfð í kirkjugörðum. „Þegar svokallaðar heiðursútfarir fara fram þá er í lagi að vera með hesta í garðinum. Svo eru þar auðvitað kettir þannig að maður spyr sig hvort það þurfi ekki að banna fuglum að fljúga yfir kirkjugarðinn líka,“ segir hún. Fordómar í garð hunda á Íslandi séu of algengir. „Ég er hreinlega öskureið innan í mér, að barnabarnið mitt og tengdadóttir þurfi að upplifa þetta óréttlæti gagnvart sér og heimilishundinum. Hundafóbían á Íslandi er orðin alveg yfirgengileg.“ Mest lesið Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
„Einn fjölskyldumeðlimur mátti ekki koma með í jarðarförina og kirkjugarðinn. Hún mátti ekki vera hluti af kveðjustundinni. Hvernig útskýrir maður fyrir tíu ára gömlu barni að ein úr fjölskyldunni sé ekki velkomin?“ Þetta segir Sigríður Esther Birgisdóttir sem í gær fylgdi syni sínum til grafar, Snorra Sigtryggsson, ásamt tengdadóttur sinni og barnabarni. Snorri átti tíkina Emblu í sjö ár og var hún honum afar kær. Embla fékk þó ekki að kveðja eiganda sinn í hinsta sinn, vegna reglna Kirkjugarða Reykjavíkurborgar, sem kveða á um að dýr séu ekki leyfileg í kirkjugörðum.Mæðginin Sigríður og Snorri.vísir/sigríður esther„Embla er náttúrulega hluti af fjölskyldunni og af þeirra heimili. Hundar eru stór partur af okkar lífi og Snorri var alinn upp með hundum. Dóttir hans líka og þess vegna er þetta svo rangt. Maður veltir því fyrir sér í hvernig þjóðfélagi maður býr þar sem ekki má beygja svo fáránlegar reglur til að lina þjáningar og sorg svona ungs barns,“ segir Sigríður í samtali við Vísi. Hún furðar sig á því að hross séu í undantekningatilfellum leyfð í kirkjugörðum. „Þegar svokallaðar heiðursútfarir fara fram þá er í lagi að vera með hesta í garðinum. Svo eru þar auðvitað kettir þannig að maður spyr sig hvort það þurfi ekki að banna fuglum að fljúga yfir kirkjugarðinn líka,“ segir hún. Fordómar í garð hunda á Íslandi séu of algengir. „Ég er hreinlega öskureið innan í mér, að barnabarnið mitt og tengdadóttir þurfi að upplifa þetta óréttlæti gagnvart sér og heimilishundinum. Hundafóbían á Íslandi er orðin alveg yfirgengileg.“
Mest lesið Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira