Körfubolti

David Lee skipt til Boston

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
David Lee lék í fimm ár með Golden State.
David Lee lék í fimm ár með Golden State. vísir/getty
Samkvæmt heimildum AP-fréttastofunnar hafa NBA-meistarar Golden State Warriors sent David Lee til Boston Celtics í skiptum fyrir Gerald Wallace.

Lee varð meistari með Golden State í síðasta mánuði. Hann var þó í algjöru aukahlutverki hjá liðinu eftir að hafa verið fastamaður fyrstu ár sín hjá félaginu

Lee meiddist í síðasta æfingaleiknum fyrir tímabilið í fyrra og þegar hann sneri aftur var Draymond Green búinn að hirða sæti hans í liðinu.

Stjórnarmenn Golden State eru búnir að leita leiða í sumar til að skipta Lee til að losna við launapakkann hans sem er nokkuð hár. Eftir að Green fékk nýjan fimm ára samning að verðmæti 82 milljóna dollara í síðustu viku var endanlega ljóst að Lee væri á förum. Nú er ljóst að hann leikur með Boston á næsta tímabili.

Lee, sem er 32 ára, er með 14,7 stig og 9,5 fráköst að meðaltali í leik á ferlinum. Hann var valinn inn í NBA-deildina af New York Knicks árið 2005 og lék með liðinu til 2010 þegar honum var skipt til Golden State.

Wallace lék lítið með Boston á síðasta tímabili og skoraði aðeins 1,1 stig að meðaltali í leik. Hann átti sín bestu ár hjá Charlotte en hefur verið mikið meiddur undanfarin ár.

Ólíklegt þykir að Wallace fái stórt hlutverk hjá Golden State sem er með fína breidd í vængstöðunum.

Wallace átt sín bestu ár hjá Charlotte.vísir/getty
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×