Ekki hægt að sætta sig við þolanlegt flugöryggi Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 7. júlí 2015 19:30 VISIR/PJETUR Það er ekki hægt að sætta sig við þolanlegt öryggi í flugöryggismálum líkt og verður ef minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar verður lokað. Þetta segir formaður Hjartans í Vatnsmýri sem gagnrýnir nýtt áhættumat Isavia harðlega. Innanríkisráðuneytið óskaði eftir því við Isavia þann 30. desember 2013 að hefja undirbúning fyrirhugaðrar lokunar minnstu flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. Meðal annars átti Isavia að gera áhættumat en þar er komist að þeirri niðurstöðu að með lokun brautarinnar séu hverfandi líkur á því að slys yrði þar sem mannslíf töpuðust og flugvél eyðilegðist. Isavia metur áhættuna af lokun brautarinnar þannig að hún sé þolanleg. Forsvarsmenn félagsins Hjartað í Vatnsmýri, sem berst gegn því að brautinni verði lokað, gera alvarlegar athugasemdir við niðurstöðu Isavia. „Það er eiginlega á mörkunum að við trúum því að menn séu að tala í alvöru um það að láta sér detta í hug að eitthvað sé þolanlegt flugöryggi, sé það sem við erum að stefna að. Í mínum huga er ekki til að þú sættir þig við þolanlegt ástand í öryggismálum. Það er stanslaust verið að vinna að auknu öryggi, hvort sem það er á vegum landsins eða hvar sem er,“ segir Friðrik Pálsson, formaður Hjartans í Vatnsmýri.„Eins og að ráðast inn í flugvél" Hann segir að félagið sé ósammála Isavia um aðferðafræði áhættumatsins, til að mynda sé mörgum alvarlegum þáttum sleppt líkt og hliðarvindi og hálku, sem skipti verulegu máli. Áhrif lokunar á sjúkraflug hefðu ekki heldur verið skoðuð. Varðandi framtíð flugvallarins segir Friðrik að Reykjavíkurborg og ríkið þurfi að komast að niðurstöðu um framhaldið. Þá gagnrýnir hann harðlega að framkvæmdir Valsmanna hefðu hafist áður en slík niðurstaða liggur fyrir. „Og það að ráðast af stað með byggingarframkvæmdir við enda flugbrautar sem er í fullum gangi og hefur ekki verið lokað og hefur ekki verið tekin ákvörðun um að loka, og vera svo að væla að verið sé að stugga við mönnum í því sambandi. Það er bara eins og þú ætlir að ráðast inn í flugvél án þess að hafa farmiða og vera svo reiður yfir því að vera rekinn til baka og það sé einhverjum öðrum að kenna. Menn verða að fara að þeim leikreglum sem gilda í þjóðfélaginu,“ segir Friðrik. Fréttir af flugi Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fleiri fréttir „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Sjá meira
Það er ekki hægt að sætta sig við þolanlegt öryggi í flugöryggismálum líkt og verður ef minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar verður lokað. Þetta segir formaður Hjartans í Vatnsmýri sem gagnrýnir nýtt áhættumat Isavia harðlega. Innanríkisráðuneytið óskaði eftir því við Isavia þann 30. desember 2013 að hefja undirbúning fyrirhugaðrar lokunar minnstu flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. Meðal annars átti Isavia að gera áhættumat en þar er komist að þeirri niðurstöðu að með lokun brautarinnar séu hverfandi líkur á því að slys yrði þar sem mannslíf töpuðust og flugvél eyðilegðist. Isavia metur áhættuna af lokun brautarinnar þannig að hún sé þolanleg. Forsvarsmenn félagsins Hjartað í Vatnsmýri, sem berst gegn því að brautinni verði lokað, gera alvarlegar athugasemdir við niðurstöðu Isavia. „Það er eiginlega á mörkunum að við trúum því að menn séu að tala í alvöru um það að láta sér detta í hug að eitthvað sé þolanlegt flugöryggi, sé það sem við erum að stefna að. Í mínum huga er ekki til að þú sættir þig við þolanlegt ástand í öryggismálum. Það er stanslaust verið að vinna að auknu öryggi, hvort sem það er á vegum landsins eða hvar sem er,“ segir Friðrik Pálsson, formaður Hjartans í Vatnsmýri.„Eins og að ráðast inn í flugvél" Hann segir að félagið sé ósammála Isavia um aðferðafræði áhættumatsins, til að mynda sé mörgum alvarlegum þáttum sleppt líkt og hliðarvindi og hálku, sem skipti verulegu máli. Áhrif lokunar á sjúkraflug hefðu ekki heldur verið skoðuð. Varðandi framtíð flugvallarins segir Friðrik að Reykjavíkurborg og ríkið þurfi að komast að niðurstöðu um framhaldið. Þá gagnrýnir hann harðlega að framkvæmdir Valsmanna hefðu hafist áður en slík niðurstaða liggur fyrir. „Og það að ráðast af stað með byggingarframkvæmdir við enda flugbrautar sem er í fullum gangi og hefur ekki verið lokað og hefur ekki verið tekin ákvörðun um að loka, og vera svo að væla að verið sé að stugga við mönnum í því sambandi. Það er bara eins og þú ætlir að ráðast inn í flugvél án þess að hafa farmiða og vera svo reiður yfir því að vera rekinn til baka og það sé einhverjum öðrum að kenna. Menn verða að fara að þeim leikreglum sem gilda í þjóðfélaginu,“ segir Friðrik.
Fréttir af flugi Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fleiri fréttir „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Sjá meira