Gengur illa að ráða við farþegaaukningu á Keflavíkurflugvelli Birgir Olgeirsson skrifar 6. júlí 2015 22:13 Vefurinn turisti.is birti þessa mynd af löngum biðröðum við innritun á Keflavíkurflugvelli í gærmorgun. Vísir/turisti.is „Ljóst er að júlímánuður verður erfiður hjá okkur og það má búast við flöskuhálsum á álagstímum á morgnana og seinnipartinn,“ segir Guðni Sigurðsson, talsmaður Isavia, um farþegaaukninguna á Keflavíkurflugvelli í samtali við vefinn turisti.is. Þar er greint frá töfum sem áttu sér stað í innritunarsal Keflavíkurflugvallar í gærmorgun og þurfti stór hluti farþega Icelandair að bíða í um klukkustund eftir því að geta innritað sig og skilað farangri. Í framhaldinu tók við tæplega hálftíma bið við vopnaleitina og náði röðin við öryggishliðin niður í innritunarsalinn. Þurfti að seinka öllum sautján morgunflugum Icelandair um hálftíma til klukkutíma en á vefnum turisti.is er það sagt hafa orðið vegna seinagangs sem skrifast meðal annars á manneklu við vopnaleit. Þar kemur einnig fram að þegar nær dró brottför hefðu farþegar orðið stressaðir og vildu komast framar í raðir til að ná um borð fyrir flugtak. Rætt er við Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúa Icelandair, sem segir bilanir í töskufæribandi flugvallarins, sem ekki hafði undan og tafði innritun, auk undirmönnunar við vopnaleit, hafa hægt á öllu ferlinu, lengt biðraðir og seinkaði flugi. Haft er eftir Guðna Sigurðssyni á vefnum turisti.is að farþegaaukningin á Keflavíkurflugvelli sé meiri en gert hafi verið ráð fyrir og erfiðara sé að ráða við hana en talið var. „Við höfum í sumar þurft að bæta við okkur mjög mikið af starfsfólki, eins og í raun allir rekstraraðilar á flugvellinum. Það hefur verið erfitt að fá fólk og auk þess gerði mannaflaspáin okkar ekki ráð fyrir svona miklu álagi. Það tekur langan tíma að þjálfa fólk upp svo það tekur tíma að bregðast við þessu,“ er haft eftir Guðna sem segir einnig að innleiðing nýs búnaðar við öryggishlið hafi gengið hægar en búist var við. Hann segir Isavia hvetja farþega til að mæta snemma og segir innritun hefjast fyrr í sumar til að dreifa álagi betur. Eru farþegar sem eiga að fljúga frá landinu milli sex og átta á morgnanna, frá þrjú til fimm seinni partinn eða um miðnætti hvattir til að koma út á völl að minnsta kosti þremur tímum fyrir brottför. Fréttir af flugi Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Sjá meira
„Ljóst er að júlímánuður verður erfiður hjá okkur og það má búast við flöskuhálsum á álagstímum á morgnana og seinnipartinn,“ segir Guðni Sigurðsson, talsmaður Isavia, um farþegaaukninguna á Keflavíkurflugvelli í samtali við vefinn turisti.is. Þar er greint frá töfum sem áttu sér stað í innritunarsal Keflavíkurflugvallar í gærmorgun og þurfti stór hluti farþega Icelandair að bíða í um klukkustund eftir því að geta innritað sig og skilað farangri. Í framhaldinu tók við tæplega hálftíma bið við vopnaleitina og náði röðin við öryggishliðin niður í innritunarsalinn. Þurfti að seinka öllum sautján morgunflugum Icelandair um hálftíma til klukkutíma en á vefnum turisti.is er það sagt hafa orðið vegna seinagangs sem skrifast meðal annars á manneklu við vopnaleit. Þar kemur einnig fram að þegar nær dró brottför hefðu farþegar orðið stressaðir og vildu komast framar í raðir til að ná um borð fyrir flugtak. Rætt er við Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúa Icelandair, sem segir bilanir í töskufæribandi flugvallarins, sem ekki hafði undan og tafði innritun, auk undirmönnunar við vopnaleit, hafa hægt á öllu ferlinu, lengt biðraðir og seinkaði flugi. Haft er eftir Guðna Sigurðssyni á vefnum turisti.is að farþegaaukningin á Keflavíkurflugvelli sé meiri en gert hafi verið ráð fyrir og erfiðara sé að ráða við hana en talið var. „Við höfum í sumar þurft að bæta við okkur mjög mikið af starfsfólki, eins og í raun allir rekstraraðilar á flugvellinum. Það hefur verið erfitt að fá fólk og auk þess gerði mannaflaspáin okkar ekki ráð fyrir svona miklu álagi. Það tekur langan tíma að þjálfa fólk upp svo það tekur tíma að bregðast við þessu,“ er haft eftir Guðna sem segir einnig að innleiðing nýs búnaðar við öryggishlið hafi gengið hægar en búist var við. Hann segir Isavia hvetja farþega til að mæta snemma og segir innritun hefjast fyrr í sumar til að dreifa álagi betur. Eru farþegar sem eiga að fljúga frá landinu milli sex og átta á morgnanna, frá þrjú til fimm seinni partinn eða um miðnætti hvattir til að koma út á völl að minnsta kosti þremur tímum fyrir brottför.
Fréttir af flugi Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Sjá meira