Þetta kemur fram í útreikningum virts spænsk tölfræðings, en síðasti sigur á Tékkum kemur liðinu úr 37. sæti og upp í það 23.
Ísland verður á ný efsta Norðurlandaþjóðin á listanum, einu sæti fyrir ofan Danmörku og einu sæti á eftir Frakklandi.
Íslenska karlalandsliðið hefur aldrei verið ofar á listanum, en árangurinn skilaði sér í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið verður til undankeppni HM 2018.
Argentína mun hirða efsta sætið af heimsmeisturum Þýskalands, en Argentína komst í úrslitaleik Suður-Ameríkukeppninnar.
En primicia para todos vosotros, el TOP-60 del próximo Ranking FIFA. Ya os advierto q hay grandes subidas y bajadas. pic.twitter.com/lG6EPmq9Qr
— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) July 6, 2015