Slys varð á Holtavörðuheiði síðdegis í dag þegar maður á mótorhjóli fór út af veginum. Hann var fluttur á Landspítalann með þyrlu Landhelgisgæslunnar.
Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni er maðurinn um fertugt. Að því er RÚV greinir frá, er hann ekki talinn illa slasaður.
