Kona hné niður við Gullfoss síðdegis í dag og var hún flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Reykjavík.
Ekki hafa fengist upplýsingar um líðan hennar frá gjörgæsludeild spítalans að svo stöddu, en samkvæmt Landhelgisgæslunni þurfti konan á endurlífgun að halda, mögulega vegna hjartastopps.
