Helgi Hrafn tók lag með Jónasi og Ritvélum framtíðarinnar í Eldhúsdagsumræðum Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 1. júlí 2015 21:14 Helgi Hrafn vakti athygli á þingi í kvöld. Vísir Helgi Hrafn Gunnlaugsson, þingflokksformaður Pírata, var léttur á Alþingi í kvöld enda hefur flokkurinn bætt fylgi sitt til muna á yfirstandandi þingi. Mælast Píratar nú stærstir flokka á þingi og stóðst Helgi ekki mátið og montaði sig aðeins af afrekum flokksins. „Píratar hafa lagt fram: frumvarp um afnám gagnageymdar, frumvarp um skilyrði símahlustunar og aðgangs að fjarskiptaupplýsingum, frumvarp um skráningu barna í trú- og lífsskoðunarfélög, frumvarp um líftíma þingmála á Alþingi, frumvarp um frestun nauðungarsölu, frumvarp um upplýsinga- og sannleiksskyldu ráðherra, frumvarp um útleigu veiðiréttar og sölu veiðileyfa, frumvarp um hagsmunaárekstra þingmanna, frumvarp um skilyrði fyrir símahlustun lögreglunnar, frumvarp um afnám fangelsisrefsinga fyrir tjáningu skoðana, frumvarp um afnám banns við guðlasti," taldi Helgi upp og bætti um betur og nefndi heilar átta þingsályktunartillögur til viðbótar.Annar hver dagur eins og lokasena í þætti af Game of Thrones Helgi sagði að mikil vinna hefði farið til spilis vegna þess hvernig Alþingi hefur starfað í ár. „Annar hver dagur eins og lokasena í þætti af Game of Thrones; maður veit það eitt með vissu að líklega sé eitthvað fullkomlega hræðilegt í þann mund að eiga sér stað.“ Hann taldi margt gagnrýnivert í störfum þingsins. „Í sjálfu sér er það ekki endilega fundarstjórn sitjandi forseta hverju sinni sem hefur verið hvað gagnrýniverðust þótt gagnrýniverð hafi hún vissulega verið lengi á köflum, heldur fyrst og fremst hvernig fundarstjórn þróast með tímanum út frá gildandi þingsköpum, stjórnarskrá og þeirri staðreynd að forseti þingsins er einnig þingmaður ríkisstjórnarflokks, með tilheyrandi pólitískum afleiðingum. Með þeim orðum tel ég mig hvorki draga úr virðingu né innræti virðulegs forseta, heldur bendi ég á staðreynd. Þyki hún óþægilegt ætti það að segja okkur eitthvað.“Þingmaðurinn breyttist skyndilega í rapptalara Aðrir þingflokksformenn minnihluta gagnrýndu meirihlutaræðið á Alþingi og lét Helgi sitt ekki eftir ligga í þeim efnum. „Það liggur í augum uppi að ef meirihlutinn á einfaldlega alltaf að ráða í skjóli eins eða tveggja bókstafa frá kjósendum á fjögurra ára fresti, þá getur minnihlutinn, sem þó vegur um 40% þingsins, alveg eins farið heim til sín eftir kosningar. Væri það málefnalegt? Væri það lýðræðislegt?“ Mesta athygli vakti þó þegar Helgi rapptalaði lag Jónasar Sigurðssonar Hleypið mér út úr þessu partýi. Á meðan á flutningnum stóð lifnaði yfir áður þungum salnum og lauk Helgi ræðu sinni með kröftugu: „Ég hef fengið nóg af þessu rugli. Tökum þetta upp á annað plan,“ áður en hann gekk úr pontu. Lagið má heyra hér að neðan og ef fleiri vilja fylgja í fótspor Helga og syngja með er textinn hér að neðan að auki.Hleypið mér út úr þessu partýi, hér er allt í steik. Hleypið mér út úr þessum flókna látbragðsleik sem endar hvergi eins og Góði dátinn Svejk. Hleypið mér út með rakettureyk. Með rakettureyk. Það er ekki auðvelt að vera fastur í þessu paranormalíseraða partýi, Við erum eins og hótel og gestir okkar eru hugmyndir allra hinna. Einar fara og aðrar koma síðar í dag og alltaf bætast nýjar ranghugmyndir í skörðin. Við rembumst við að lána pening, fyrir aðra, til að keyra áfram neysluna. Og til að kaupa nýja hluti, fyrir aðra, til ýta undir þensluna.Svo þessi endalausa vinna, fyrir aðra, til að borga fyrir veisluna. Og aldrei kemurðu upp úr til að anda.Nú stendur einhver upp í salnum og segir: „En lífið er bara svo flókið!“ Ég segi nei! Nú hringir einhver inn í þáttinn og segir: „Maður verður að vera raunsær“ Ég segi nei! „Maður verður að passa sig að gera ekki mistök til að falla ekki í áliti hinna“ Nei! Ég hef fengið nóg af þessu rugli. Tökum þetta upp á annað plan. Alþingi Game of Thrones Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnlaugsson, þingflokksformaður Pírata, var léttur á Alþingi í kvöld enda hefur flokkurinn bætt fylgi sitt til muna á yfirstandandi þingi. Mælast Píratar nú stærstir flokka á þingi og stóðst Helgi ekki mátið og montaði sig aðeins af afrekum flokksins. „Píratar hafa lagt fram: frumvarp um afnám gagnageymdar, frumvarp um skilyrði símahlustunar og aðgangs að fjarskiptaupplýsingum, frumvarp um skráningu barna í trú- og lífsskoðunarfélög, frumvarp um líftíma þingmála á Alþingi, frumvarp um frestun nauðungarsölu, frumvarp um upplýsinga- og sannleiksskyldu ráðherra, frumvarp um útleigu veiðiréttar og sölu veiðileyfa, frumvarp um hagsmunaárekstra þingmanna, frumvarp um skilyrði fyrir símahlustun lögreglunnar, frumvarp um afnám fangelsisrefsinga fyrir tjáningu skoðana, frumvarp um afnám banns við guðlasti," taldi Helgi upp og bætti um betur og nefndi heilar átta þingsályktunartillögur til viðbótar.Annar hver dagur eins og lokasena í þætti af Game of Thrones Helgi sagði að mikil vinna hefði farið til spilis vegna þess hvernig Alþingi hefur starfað í ár. „Annar hver dagur eins og lokasena í þætti af Game of Thrones; maður veit það eitt með vissu að líklega sé eitthvað fullkomlega hræðilegt í þann mund að eiga sér stað.“ Hann taldi margt gagnrýnivert í störfum þingsins. „Í sjálfu sér er það ekki endilega fundarstjórn sitjandi forseta hverju sinni sem hefur verið hvað gagnrýniverðust þótt gagnrýniverð hafi hún vissulega verið lengi á köflum, heldur fyrst og fremst hvernig fundarstjórn þróast með tímanum út frá gildandi þingsköpum, stjórnarskrá og þeirri staðreynd að forseti þingsins er einnig þingmaður ríkisstjórnarflokks, með tilheyrandi pólitískum afleiðingum. Með þeim orðum tel ég mig hvorki draga úr virðingu né innræti virðulegs forseta, heldur bendi ég á staðreynd. Þyki hún óþægilegt ætti það að segja okkur eitthvað.“Þingmaðurinn breyttist skyndilega í rapptalara Aðrir þingflokksformenn minnihluta gagnrýndu meirihlutaræðið á Alþingi og lét Helgi sitt ekki eftir ligga í þeim efnum. „Það liggur í augum uppi að ef meirihlutinn á einfaldlega alltaf að ráða í skjóli eins eða tveggja bókstafa frá kjósendum á fjögurra ára fresti, þá getur minnihlutinn, sem þó vegur um 40% þingsins, alveg eins farið heim til sín eftir kosningar. Væri það málefnalegt? Væri það lýðræðislegt?“ Mesta athygli vakti þó þegar Helgi rapptalaði lag Jónasar Sigurðssonar Hleypið mér út úr þessu partýi. Á meðan á flutningnum stóð lifnaði yfir áður þungum salnum og lauk Helgi ræðu sinni með kröftugu: „Ég hef fengið nóg af þessu rugli. Tökum þetta upp á annað plan,“ áður en hann gekk úr pontu. Lagið má heyra hér að neðan og ef fleiri vilja fylgja í fótspor Helga og syngja með er textinn hér að neðan að auki.Hleypið mér út úr þessu partýi, hér er allt í steik. Hleypið mér út úr þessum flókna látbragðsleik sem endar hvergi eins og Góði dátinn Svejk. Hleypið mér út með rakettureyk. Með rakettureyk. Það er ekki auðvelt að vera fastur í þessu paranormalíseraða partýi, Við erum eins og hótel og gestir okkar eru hugmyndir allra hinna. Einar fara og aðrar koma síðar í dag og alltaf bætast nýjar ranghugmyndir í skörðin. Við rembumst við að lána pening, fyrir aðra, til að keyra áfram neysluna. Og til að kaupa nýja hluti, fyrir aðra, til ýta undir þensluna.Svo þessi endalausa vinna, fyrir aðra, til að borga fyrir veisluna. Og aldrei kemurðu upp úr til að anda.Nú stendur einhver upp í salnum og segir: „En lífið er bara svo flókið!“ Ég segi nei! Nú hringir einhver inn í þáttinn og segir: „Maður verður að vera raunsær“ Ég segi nei! „Maður verður að passa sig að gera ekki mistök til að falla ekki í áliti hinna“ Nei! Ég hef fengið nóg af þessu rugli. Tökum þetta upp á annað plan.
Alþingi Game of Thrones Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Sjá meira