Omar Sharif fannst afslappandi að spila við vörubílstjóra og sjómenn á Íslandi Heimir Már Pétursson. skrifar 10. júlí 2015 20:31 Egypski stórleikarinn og sjarmurinn Omar Sharif lést í Kairo í dag áttatíu og þriggja ára að aldri. Hann varð frægastur fyrir leik sinn í kvikmyndunum Arabíu Lawrence og Doktor Sivago. Kvikmyndaferill Omar Sharif hófst árið 1954 en eftir það lék hann í yfir sjötíu kvikmyndum og fjölmörgum sjónvarpsþáttum og seríum. En síðasta kvikmynd hans var Rock the Casbah árið 2013. Sharif skaut fyrst verulega upp á stjörnuhimininn fyrir hlutverk sitt í Arabíu Lawrence árið 1962 og aðalhlutverkið í Dr. Zivago árið 1965. Fyrir utan glæsilegan kvikmyndaferil var Zharif ástríðufullur bridge spilari og í hópi bestu samningsbundinna spilara heims um langt skeið. Hann kom tvívegis til Íslands til að spila árin 1991 og 1993 og ræddi við Hall Hallsson fréttamann í fyrra skiptið á Flugleiðamótinu í bridge. Hann hafði á orði að það væri heimilislegra að spila við trukkabílstjóra, bændur og sjómenn á Íslandi en oft á tíðum þurra og alvarlega atvinnuspilara. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég kem hingað og mig langaði til að sjá Ísland og svo kom ég vegna bridgemótsins. Mér líkar vel að vera hérna, hér er allt mjög hreint. Ég bý í París og þar er mikil spenna. Hér líður mér vel og það er meiri ró yfir mér hérna,” sagði Sharif í Reykjavík árið 1991. Óhætt er að segja að Sharif sé einn af stórstjörnum kvikmyndanna og hann þótti alla tíð mikill heimsborgari og sjarmatröll. Þrátt fyrir leik í miklum fjölda gæðakvikmynda hlaut hann aldrei Óskarsverðlaunin en var tilnefndur til þeirra fyrir túlkun sína á Alí fógeta í Arabíu Lawrence árið 1962. Hann var heiðraður fyrir ævistörf sín á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum árið 2003. Í maí á þessu ári var greint frá því að Sharif þjáðist af Alzheimer sjúkdómnum. Hann lést síðan á sjúkrahúsi í Kaíro í dag og var banamein hans hjartaáfall. Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira
Egypski stórleikarinn og sjarmurinn Omar Sharif lést í Kairo í dag áttatíu og þriggja ára að aldri. Hann varð frægastur fyrir leik sinn í kvikmyndunum Arabíu Lawrence og Doktor Sivago. Kvikmyndaferill Omar Sharif hófst árið 1954 en eftir það lék hann í yfir sjötíu kvikmyndum og fjölmörgum sjónvarpsþáttum og seríum. En síðasta kvikmynd hans var Rock the Casbah árið 2013. Sharif skaut fyrst verulega upp á stjörnuhimininn fyrir hlutverk sitt í Arabíu Lawrence árið 1962 og aðalhlutverkið í Dr. Zivago árið 1965. Fyrir utan glæsilegan kvikmyndaferil var Zharif ástríðufullur bridge spilari og í hópi bestu samningsbundinna spilara heims um langt skeið. Hann kom tvívegis til Íslands til að spila árin 1991 og 1993 og ræddi við Hall Hallsson fréttamann í fyrra skiptið á Flugleiðamótinu í bridge. Hann hafði á orði að það væri heimilislegra að spila við trukkabílstjóra, bændur og sjómenn á Íslandi en oft á tíðum þurra og alvarlega atvinnuspilara. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég kem hingað og mig langaði til að sjá Ísland og svo kom ég vegna bridgemótsins. Mér líkar vel að vera hérna, hér er allt mjög hreint. Ég bý í París og þar er mikil spenna. Hér líður mér vel og það er meiri ró yfir mér hérna,” sagði Sharif í Reykjavík árið 1991. Óhætt er að segja að Sharif sé einn af stórstjörnum kvikmyndanna og hann þótti alla tíð mikill heimsborgari og sjarmatröll. Þrátt fyrir leik í miklum fjölda gæðakvikmynda hlaut hann aldrei Óskarsverðlaunin en var tilnefndur til þeirra fyrir túlkun sína á Alí fógeta í Arabíu Lawrence árið 1962. Hann var heiðraður fyrir ævistörf sín á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum árið 2003. Í maí á þessu ári var greint frá því að Sharif þjáðist af Alzheimer sjúkdómnum. Hann lést síðan á sjúkrahúsi í Kaíro í dag og var banamein hans hjartaáfall.
Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira