Magnús Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins vakti athygli á málinu á Twitter og hafa eflaust einhverjir náð sér í miða á þeim tíma sem miðasalan var opin.
Enn og aftur klúðrar KSÍ. Miðasala á Ísland - Kasakstan er hafin á midi.is.
— Magnús Sigurbjörns (@sigurbjornsson) July 10, 2015
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem mistök koma upp í miðasölu á landsleiki Íslands, en miðasalan var opnuð um nótt fyrir leikinn gegn Króatíu í umspili HM 2014 og svo kom einnig upp vandamál í miðasölunni fyrir síðasta heimaleik gegn Tékklandi.
KSÍ hefur staðfest við Vísi að um mistök var að ræða og bað knattspyrnusambandið að miðasalan væri tekin út af síðunni.



