Teitið sem hann ætlaði að halda var einkaboð á leynilegum stað. Teitið átti aðeins að vera fyrir stúlkur yfir 21 árs að aldri.
Til þess að komast í teitið þurftu þær að senda mynd af sér og skrifa undir skjal þar sem þær lofa að halda trúnað um það sem fram fari í teitinu.
Þetta þótti allt saman í vafasamari kantinum og félag hans, Buffalo Bills, meinaði honum að halda teitið á þeim forsendum að hann hefði notað merki félagsins er hann auglýsti teitið.
Talið er líklegt að þeir hafi ekki viljað að leikmaðurinn héldi þetta vafasama teiti en redduðu sér á tæknilegu atriði.
McCoy varð mjög reiður yfir þessu öllu saman eins og sjá mér hér að neðan.