Pútín: Blatter á skilið Nóbelsverðlaun Kristinn Páll Teitsson skrifar 28. júlí 2015 10:30 Sáttir saman félagarnir. Vísir/Getty Forseti Rússlands, Vladimir Pútín, segir að hinn mjög svo umdeildi forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, Sepp Blatter, eigi skilið Nóbelsverðlaun fyrir störf sín í þágu knattspyrnuhreyfingarinnar. Blatter hefur samkvæmt miðlum erlendis undanfarin ár sóst eftir friðarverðlaunum Nóbels og var átak knattspyrnusambandsins sem kallað var Friðarhandarbandið hluti af því. Nóbelsverðlaunanefndin hætti hinsvegar öllum afskiptum af knattspyrnusambandinu eftir að sjö háttsettir starfsmenn FIFA voru handteknir vegna gruns um spillingu og mútuþægni innan sambandsins. Leiddu handtökurnar til þess að Blatter ákvað að segja af sér sem forseti sambandsins stuttu eftir að hafa verið kosinn forseti sambandsins í fimmta sinn. Verður kosið um nýjan forseta knattspyrnusambandsins þann 26. febrúar næstkomandi en Blatter virðist ekki vera búinn að gefa upp von að hann verði endurkjörinn og haldi áfram sem forseti sambandsins í stól sem hann hefur setið undanfarin sautján ár. Meðal þess sem þótti hvað umdeildast í stjórnartíð Blatters var ákvörðun framkvæmdarnefndar sambandsins um að úthluta Rússlandi Heimsmeistaramótinu árið 2018 og mið-austurlenska olíuveldinu Katar Heimsmeistaramótinu 2022. Hafa breskir miðlar sannað að meðlimir framkvæmdarráðsins hafi boðið atkvæði sín til sölu en þrátt fyrir það hefur Blatter sagt að ákvörðuninni verði ekki haggað. Pútín var í viðtali við svissneska miðilinn RTS í tilefni þess að dregið var í riðla í undankeppni Heimsmeistaramótsins 2018 í Rússlandi um helgina og kom hann vini sínum til varnar. „Forystumenn íþróttahreyfinga út um allan heim eins og herra Blatter, eiga að mínu mati skilið sérstakar viðurkenningar fyrir störf sín í þágu íþróttana. Ef einhver á skilið að fá Nóbelsverðlaunin, þá er það þetta fólk. Þótt við höfum öll lesið um spillinguna innan knattspyrnusambandsins þá er ég viss um að hann sjálfur átti engan þátt í þessu.“ FIFA Nóbelsverðlaun Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Sjá meira
Forseti Rússlands, Vladimir Pútín, segir að hinn mjög svo umdeildi forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, Sepp Blatter, eigi skilið Nóbelsverðlaun fyrir störf sín í þágu knattspyrnuhreyfingarinnar. Blatter hefur samkvæmt miðlum erlendis undanfarin ár sóst eftir friðarverðlaunum Nóbels og var átak knattspyrnusambandsins sem kallað var Friðarhandarbandið hluti af því. Nóbelsverðlaunanefndin hætti hinsvegar öllum afskiptum af knattspyrnusambandinu eftir að sjö háttsettir starfsmenn FIFA voru handteknir vegna gruns um spillingu og mútuþægni innan sambandsins. Leiddu handtökurnar til þess að Blatter ákvað að segja af sér sem forseti sambandsins stuttu eftir að hafa verið kosinn forseti sambandsins í fimmta sinn. Verður kosið um nýjan forseta knattspyrnusambandsins þann 26. febrúar næstkomandi en Blatter virðist ekki vera búinn að gefa upp von að hann verði endurkjörinn og haldi áfram sem forseti sambandsins í stól sem hann hefur setið undanfarin sautján ár. Meðal þess sem þótti hvað umdeildast í stjórnartíð Blatters var ákvörðun framkvæmdarnefndar sambandsins um að úthluta Rússlandi Heimsmeistaramótinu árið 2018 og mið-austurlenska olíuveldinu Katar Heimsmeistaramótinu 2022. Hafa breskir miðlar sannað að meðlimir framkvæmdarráðsins hafi boðið atkvæði sín til sölu en þrátt fyrir það hefur Blatter sagt að ákvörðuninni verði ekki haggað. Pútín var í viðtali við svissneska miðilinn RTS í tilefni þess að dregið var í riðla í undankeppni Heimsmeistaramótsins 2018 í Rússlandi um helgina og kom hann vini sínum til varnar. „Forystumenn íþróttahreyfinga út um allan heim eins og herra Blatter, eiga að mínu mati skilið sérstakar viðurkenningar fyrir störf sín í þágu íþróttana. Ef einhver á skilið að fá Nóbelsverðlaunin, þá er það þetta fólk. Þótt við höfum öll lesið um spillinguna innan knattspyrnusambandsins þá er ég viss um að hann sjálfur átti engan þátt í þessu.“
FIFA Nóbelsverðlaun Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Sjá meira