Golf

Fyrrum Íslandsmeistari fór holu í höggi á Íslandsmótinu í höggleik

Kristinn Páll Teitsson á Akranesi skrifar
Heiðar Davíð í sandgryfju á Íslandsmótinu.
Heiðar Davíð í sandgryfju á Íslandsmótinu. Mynd/GSÍ
Heiðar Davíð Bragason, kylfingur úr Golfklúbbnum Hamar, gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á Íslandsmótinu í golfi í dag.

Heiðar Davíð sem varð Íslandsmeistari í golfi 2005 á Hólmsvelli í Leiru er ekki meðal efstu manna að þessu sinni. Var hann ellefu höggum yfir pari fyrir lokadaginn en dagurinn byrjaði illa því Heiðar nældi í skolla á fyrstu holu.

Hann svaraði því heldur betur á áttundu holu vallarins, 182 metra par 3 holu, er hann fékk holu í höggi og komst aftur á tíu högg undir pari.

Heiðari tókst ekki að fylgja því eftir en hann fékk skolla á næstu holu en hann er þessa stundina á tíu höggum undir pari í 20. sæti.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×