Golf

Spieth komst ekki í umspilið og nær ekki alslemmunni

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Jordan Spieth vann fyrstu tvö risamót ársins.
Jordan Spieth vann fyrstu tvö risamót ársins. vísir/getty
Bandaríski kylfingurinn Jordan Spieth vinnur ekki alslemmunna í golfinu, það er öll fjögur risamót ársins. Hann var fyrir opna breska meistaramótið búinn að vinna opna bandaríska og The masters.

Spieth lauk keppni á opna breska meistaramótinu nú fyrir stundu á 14 höggum undir pari og komst ekki í þriggja manna umspil sem var að hefjast á Golfstöðinni.

Spieth fór illa að ráði sínu á 17. holunni þar sem hann missti af mikilvægum fugli.

Zach Johnson, Bandaríkjunum, Marc Leishman, Ástralíu og Louis Oosthuizen frá Suður-Afríku luku fjórum hringjum á samtals 15 höggum undir pari og fara nú í fjögurra holu umspil um Silfurkönnuna.

Útsending stendur yfir á Golfstöðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×