Golf

Fáir undir pari eftir fyrsta hring á Firestone

Graeme McDowell lék vel á fyrsta hring.
Graeme McDowell lék vel á fyrsta hring. Getty
Það er mikið um að vera í golfheiminum um helgina en síðasta heimsmótið í golfi, Bridgestone Invitational, fer fram á Firestone vellinum í Ohiofylki.

Aðeins bestu kylfingar heims hafa þátttökurétt á mótinu og það sést á skortöflunni þar sem mörg stór nöfn eru ofarlega eftir fyrsta hring.

Það er þó Danny Lee frá Nýja Sjálandi sem leiðir mótið en hann lék fyrsta hring á 65 höggum eða fimm undir pari.

Í öðru sæti koma reynslulboltarnir Jim Furyk og Graeme McDowell á fjórum undir en Justin Rose og Rickie Fowler deila fjórða sætinu á þremur undir.

Jordan Spieth fór ágætlega af stað og lék á sléttu pari en aðstæður til þess að skora vel á fyrsta hring voru ekki góðar og náðu aðeins 20 kylfingar að leika undir pari.

Annar hringur verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 17:30 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×