Hvað myndi gerast ef kjarnorkusprengju yrði varpað á Ísland? Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. ágúst 2015 17:15 Stór hluti stjórnkerfis Íslands er staðsettur innan þessa svæðis. Nukemap Í dag eru 70 ár liðin frá kjarnorkuárás Bandaríkjanna og bandamanna á Hiroshima í Japan. Ef sambærileg sprengja myndi springa yfir Þingholtunum myndu langflestar byggingar í miðborg Reykjavíkur verða jafnaðar við jörðu. Harpan, Háskóli Íslands, Hallgrímskirkja, Alþingishúsið. Allt myndi þetta fara og meira til. Allir þeir sem staðsettir væru á þessu svæði myndu deyja eða slasast alvarlega, nánast samstundis vegna sprengjunnar. Með hjálp vefforritsins Nukemap, sem sagnfræðingurinn Alex Wellerstein útbjó árið 2012 til þess að almenningur gæti betur áttað sig á krafti kjarnorkuvopna, hefur Vísir tekið saman hvaða áhrif sambærileg kjarnorkusprengja og varpað var á Hiroshima myndi hafa ef henni væri varpað á helstu þéttbýliskjarna Íslands. Þann 6. ágúst 1945 hóf Enola Gay, B-29 flugvél bandaríska hersins, sig á loft með kjarnorkusprengju innanborðs. Nokkrum tímum síðar höfðu 80.000 íbúar látið lífið í sprengingunni sem gjöreyðilagði um 70% af byggingum Hiroshima. Þegar allt er talið saman er talið að um 220.000 manns hafi týnt lífi vegna kjarnorkuárásarinnar á Hiroshima. Eftir að hafa orðið vitni að gjöreyðileggingu af völdum kjarnorkusprengjunnar hefur mannkynið sem betur fer ekki séð slíkar sprengjur notaðar til árása, þrátt fyrir að þróun á þeim hafi haldið áfram. AkureyriNukemapNánast ekkert yrði eftir af Akureyri ef sprengjunni yrði varpað yfir miðbænum. Aðeins íbúar í Síðuhverfinu myndu sleppa í fyrstu vegna sprengingarinnar þó spurning sé hvort að fjallendi í nágrenni myndu magna upp áhrif sprengingarinnar. Góðu fréttirnar er þó þær að flugvöllurinn ætti að sleppa þannig að hægt væri að fljúga með slasaða í burtu.HöfuðborgarsvæðiðNukemapKjarnorkusprengjan sem sprengd var yfir Hiroshima telst þó vera agnarsmá í dag. En ef svokölluð Trident sprengja sem er í kjarnorkuvopnabúri Bandaríkjahers yrði sprengd yfir höfuðborgarsvæðinu myndi ekkert sveitarfélag innan þess sleppa. Sú sprengja er 30 sinnum stærri en Hiroshima-sprengjan.SuðvesturhorniðNukemapJafnvel hún telst þó lítil í samanburði við stærstu kjarnorkusprengju sem sprengd hefur verið. Hún nefndist Tzar-Bomba eða Keisarasprengjan og var sprengt í tilraunaskyni. Hún var 500 kílótonn og myndi hreinlega þurrka út Suðvesturhorn landsins eins og það leggur sig, allt frá Borgarnesi að Hellu. Kertafleytingar til minningar um fórnarlömb Hiroshima og Nagasaki verða á Tjörninni í Reykjavík í kvöld auk þess sem að sambærileg kertafleyting verður við tjörnina í Innbænum á Akureyri. Athafnirnar hefjast kl. 22.30. Fréttir af flugi Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Sjá meira
Í dag eru 70 ár liðin frá kjarnorkuárás Bandaríkjanna og bandamanna á Hiroshima í Japan. Ef sambærileg sprengja myndi springa yfir Þingholtunum myndu langflestar byggingar í miðborg Reykjavíkur verða jafnaðar við jörðu. Harpan, Háskóli Íslands, Hallgrímskirkja, Alþingishúsið. Allt myndi þetta fara og meira til. Allir þeir sem staðsettir væru á þessu svæði myndu deyja eða slasast alvarlega, nánast samstundis vegna sprengjunnar. Með hjálp vefforritsins Nukemap, sem sagnfræðingurinn Alex Wellerstein útbjó árið 2012 til þess að almenningur gæti betur áttað sig á krafti kjarnorkuvopna, hefur Vísir tekið saman hvaða áhrif sambærileg kjarnorkusprengja og varpað var á Hiroshima myndi hafa ef henni væri varpað á helstu þéttbýliskjarna Íslands. Þann 6. ágúst 1945 hóf Enola Gay, B-29 flugvél bandaríska hersins, sig á loft með kjarnorkusprengju innanborðs. Nokkrum tímum síðar höfðu 80.000 íbúar látið lífið í sprengingunni sem gjöreyðilagði um 70% af byggingum Hiroshima. Þegar allt er talið saman er talið að um 220.000 manns hafi týnt lífi vegna kjarnorkuárásarinnar á Hiroshima. Eftir að hafa orðið vitni að gjöreyðileggingu af völdum kjarnorkusprengjunnar hefur mannkynið sem betur fer ekki séð slíkar sprengjur notaðar til árása, þrátt fyrir að þróun á þeim hafi haldið áfram. AkureyriNukemapNánast ekkert yrði eftir af Akureyri ef sprengjunni yrði varpað yfir miðbænum. Aðeins íbúar í Síðuhverfinu myndu sleppa í fyrstu vegna sprengingarinnar þó spurning sé hvort að fjallendi í nágrenni myndu magna upp áhrif sprengingarinnar. Góðu fréttirnar er þó þær að flugvöllurinn ætti að sleppa þannig að hægt væri að fljúga með slasaða í burtu.HöfuðborgarsvæðiðNukemapKjarnorkusprengjan sem sprengd var yfir Hiroshima telst þó vera agnarsmá í dag. En ef svokölluð Trident sprengja sem er í kjarnorkuvopnabúri Bandaríkjahers yrði sprengd yfir höfuðborgarsvæðinu myndi ekkert sveitarfélag innan þess sleppa. Sú sprengja er 30 sinnum stærri en Hiroshima-sprengjan.SuðvesturhorniðNukemapJafnvel hún telst þó lítil í samanburði við stærstu kjarnorkusprengju sem sprengd hefur verið. Hún nefndist Tzar-Bomba eða Keisarasprengjan og var sprengt í tilraunaskyni. Hún var 500 kílótonn og myndi hreinlega þurrka út Suðvesturhorn landsins eins og það leggur sig, allt frá Borgarnesi að Hellu. Kertafleytingar til minningar um fórnarlömb Hiroshima og Nagasaki verða á Tjörninni í Reykjavík í kvöld auk þess sem að sambærileg kertafleyting verður við tjörnina í Innbænum á Akureyri. Athafnirnar hefjast kl. 22.30.
Fréttir af flugi Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Sjá meira