Álver í Húnavatnssýslu myndi lyfta grettistaki Kristján Már Unnarsson skrifar 5. ágúst 2015 20:56 Sveitarstjórnarmenn á Norðurlandi vestra segjast einbeittir í því að kanna til hlítar möguleika á álveri við Skagaströnd. Þeir ætlast til þess að Alþingi standi við eigin samhljóða þingsályktun um að orka Blönduvirkjunar nýtist til atvinnusköpunar í héraði. Það var í byrjun sumars sem áform voru kynnt um byggingu álvers á jörðinni Hafursstöðum en kínverskt fyrirtæki hefur undirritað viljayfirlýsingu um fjármögnun þess. Viðbrögðin í opinberri umræðu hafa verið fremur neikvæð. Því er meðal annars haldið fram að Ísland þurfi ekki fleiri álver, ekki sé til orka í nýtt álver og að svona lítið álver muni ekki borga sig. Þegar Adolf Berndsen, formaður Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, er spurður hvort ekkert annað en álver komi til greina svarar hann að eflaust komi margt til greina. Hann vísar til Húsavíkur þar sem stefnt var á álver en niðurstaðan hafi orðið annar iðnaðarkostur. „Það kann vel að vera að þetta verkefni breytist í tímans rás en við erum einbeittir í því í dag að vinna þetta verkefni áfram og fá niðurstöðu í það hversu raunhæft þetta verkefni er,“ svarar Adolf.Frá Hafursstöðum milli Blönduóss og Skagastrandar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Ljóst er að orkuöflun verður lykilatriði. Adolf segir að rætt hafi verið við forsvarsmenn Landsvirkjunar án þess að formleg viðbrögð hafi komið fram. Málin séu í skoðun. Adolf, sem er oddviti Skagastrandar, segir samdrátt hafa orðið í sjávarútvegi og landbúnaði á svæðinu og þar hafi ekki orðið álíka uppbygging ferðaþjónustu eins og víða annarsstaðar. Undanhald muni halda áfram ef ekkert nýtt komi til. „Við værum auðvitað ekki að þessu ef við teldum að þetta væri tóm steypa. Þetta svæði hér hefur átt við mikla erfiðleika að etja undanfarin ár. Það hefur verið veruleg fólksfækkun á öllu norðvestursvæðinu og við hljótum að spyrja okkur hvernig við ætlum að láta þetta svæði þróast áfram. Hér kemur fjárfestir sem sýnir áhuga á þessu svæði,“ segir Adolf og kveðst ekki í vafa um að álver hefði gríðarleg áhrif.Fyrirhugað álver á Hafursstöðum.„Þarna er talað um 200 störf og 200 afleidd störf. Það myndi skipta verulegu máli og lyfta hér grettistaki.“ Adolf minnir á þingsályktun frá árinu 2014 um eflingu atvinnulífs og sköpun nýrra starfa á Norðurlandi vestra með nýtingu raforku Blönduvirkjunar. Ályktunin hlaut samhljóða samþykki Alþingis. „En það er ekki nóg að það séu orð og samþykktir. Það verða að vera aðgerðir.“ Alþingi Tengdar fréttir Kínverskt fyrirtæki reiðir fram fé til byggingar álvers í Skagabyggð 120 þúsund tonna álver mun rísa við Hafursstaði. Forsætisráðherra viðstaddur undirritun viljayfirlýsingar. 2. júlí 2015 11:04 Vilja álver vegna jákvæðra áhrifa á Grundartanga og Reyðarfirði Hafinn er undirbúningur álvers á Norðurlandi vestra, milli Blönduóss og Skagastrandar. 12. júní 2015 19:30 Vill ekki sjá álver á Skagaströnd: „Þeim er ekki sjálfrátt, vesalings aumingjunum“ 120 þúsund tonna álver á fyrirhuguðu iðnaðarsvæði við Hafursstaði í Skagabyggð er umdeilt framkvæmd. 7. júlí 2015 11:25 Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Sveitarstjórnarmenn á Norðurlandi vestra segjast einbeittir í því að kanna til hlítar möguleika á álveri við Skagaströnd. Þeir ætlast til þess að Alþingi standi við eigin samhljóða þingsályktun um að orka Blönduvirkjunar nýtist til atvinnusköpunar í héraði. Það var í byrjun sumars sem áform voru kynnt um byggingu álvers á jörðinni Hafursstöðum en kínverskt fyrirtæki hefur undirritað viljayfirlýsingu um fjármögnun þess. Viðbrögðin í opinberri umræðu hafa verið fremur neikvæð. Því er meðal annars haldið fram að Ísland þurfi ekki fleiri álver, ekki sé til orka í nýtt álver og að svona lítið álver muni ekki borga sig. Þegar Adolf Berndsen, formaður Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, er spurður hvort ekkert annað en álver komi til greina svarar hann að eflaust komi margt til greina. Hann vísar til Húsavíkur þar sem stefnt var á álver en niðurstaðan hafi orðið annar iðnaðarkostur. „Það kann vel að vera að þetta verkefni breytist í tímans rás en við erum einbeittir í því í dag að vinna þetta verkefni áfram og fá niðurstöðu í það hversu raunhæft þetta verkefni er,“ svarar Adolf.Frá Hafursstöðum milli Blönduóss og Skagastrandar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Ljóst er að orkuöflun verður lykilatriði. Adolf segir að rætt hafi verið við forsvarsmenn Landsvirkjunar án þess að formleg viðbrögð hafi komið fram. Málin séu í skoðun. Adolf, sem er oddviti Skagastrandar, segir samdrátt hafa orðið í sjávarútvegi og landbúnaði á svæðinu og þar hafi ekki orðið álíka uppbygging ferðaþjónustu eins og víða annarsstaðar. Undanhald muni halda áfram ef ekkert nýtt komi til. „Við værum auðvitað ekki að þessu ef við teldum að þetta væri tóm steypa. Þetta svæði hér hefur átt við mikla erfiðleika að etja undanfarin ár. Það hefur verið veruleg fólksfækkun á öllu norðvestursvæðinu og við hljótum að spyrja okkur hvernig við ætlum að láta þetta svæði þróast áfram. Hér kemur fjárfestir sem sýnir áhuga á þessu svæði,“ segir Adolf og kveðst ekki í vafa um að álver hefði gríðarleg áhrif.Fyrirhugað álver á Hafursstöðum.„Þarna er talað um 200 störf og 200 afleidd störf. Það myndi skipta verulegu máli og lyfta hér grettistaki.“ Adolf minnir á þingsályktun frá árinu 2014 um eflingu atvinnulífs og sköpun nýrra starfa á Norðurlandi vestra með nýtingu raforku Blönduvirkjunar. Ályktunin hlaut samhljóða samþykki Alþingis. „En það er ekki nóg að það séu orð og samþykktir. Það verða að vera aðgerðir.“
Alþingi Tengdar fréttir Kínverskt fyrirtæki reiðir fram fé til byggingar álvers í Skagabyggð 120 þúsund tonna álver mun rísa við Hafursstaði. Forsætisráðherra viðstaddur undirritun viljayfirlýsingar. 2. júlí 2015 11:04 Vilja álver vegna jákvæðra áhrifa á Grundartanga og Reyðarfirði Hafinn er undirbúningur álvers á Norðurlandi vestra, milli Blönduóss og Skagastrandar. 12. júní 2015 19:30 Vill ekki sjá álver á Skagaströnd: „Þeim er ekki sjálfrátt, vesalings aumingjunum“ 120 þúsund tonna álver á fyrirhuguðu iðnaðarsvæði við Hafursstaði í Skagabyggð er umdeilt framkvæmd. 7. júlí 2015 11:25 Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Kínverskt fyrirtæki reiðir fram fé til byggingar álvers í Skagabyggð 120 þúsund tonna álver mun rísa við Hafursstaði. Forsætisráðherra viðstaddur undirritun viljayfirlýsingar. 2. júlí 2015 11:04
Vilja álver vegna jákvæðra áhrifa á Grundartanga og Reyðarfirði Hafinn er undirbúningur álvers á Norðurlandi vestra, milli Blönduóss og Skagastrandar. 12. júní 2015 19:30
Vill ekki sjá álver á Skagaströnd: „Þeim er ekki sjálfrátt, vesalings aumingjunum“ 120 þúsund tonna álver á fyrirhuguðu iðnaðarsvæði við Hafursstaði í Skagabyggð er umdeilt framkvæmd. 7. júlí 2015 11:25