Fótbolti

Aron fékk góð meðmæli frá aðstoðarþjálfara bandaríska landsliðsins

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Aron með yfirmanni Herzog, Jurgen Klinsmann.
Aron með yfirmanni Herzog, Jurgen Klinsmann. Vísir/Getty
Aron Jóhannsson fékk góð meðmæli frá Andreas Herzog, fyrrverandi leikmanni Werder Bremen og núverandi aðstoðarþjálfara bandaríska landsliðsins í fótbolta en þetta staðfesti Herzog við staðarblað í Bremen.

Herzog sem lék alls í átta ár með Werder Bremen lék einnig í eitt ár með Bayern Munchen á ferli sínum. Hefur hann sinnt starfi aðstoðarþjálfara bandaríska landsliðsins í fjögur ár en Jurgen Klinsmann, þjálfari bandaríska landsliðsins, réð hann til starfa er hann tók við liðinu.

Herzog er bjartsýnn á að Aron muni reynast Werder Bremen vel og að hann muni vera duglegur fyrir framan mark andstæðinganna. Forráðamenn Werder Bremen leituðu til Herzog til þess að spurjast fyrir um Aron og gaf þjálfarinn Aroni góð meðmæli.

„Ég er viss um að Aron muni standa sig vel í þýsku deildinni. Hann er hreinræktaður markaskorari sem mun skora fullt af mörkum fyrir félagið. Hann hefur tekið miklum framförum frá því að hann kom frá AGF og hann gæti enn tekið meiri framförum.“


Tengdar fréttir

AGF hagnast á sölunni á Aroni

Danska félagið fær 10% af þeirri upphæð sem Werder Bremen greiðir AZ Alkmaar umfram það sem hollenska félagið greiddi AGF á sínum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×