Selkópurinn sem slapp úr Húsdýragarðinum aðfaranótt mánudags og fannst á vappi á tjaldstæðinu í Laugardal verður slátrað í haust og notaður í fóður fyrir refi. Fjallað var um flótta kópsins í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.
Þar sagði Hilmar Össurarson dýrahirðir að með haustinu muni móðir kópsins stugga við honum og í ljósi aðstöðuleysis í garðinum muni hann hljóta sömu örlög og önnur gæludýr sem ekki er pláss fyrir í heiminum.
DV greindi frá því fyrir tveimur árum að kópunum sé lógað við enda sumarsins vegna plássleysis og refirnir í húsdýragarðinum fóðraðir með kjötinu.
Þá borða starfsmenn Húsdýragarðsins þau sýningardýr sem slátrað er á haustin. DV sagði frá veislunni sem forstöðumenn halda á hverju hausti þar sem þeir bjóða starfsmönnum garðsins að gæða sér á dýrunum sem þeir litu eftir um sumarið.
