Golf

Strákurinn sló í gegn á Nesinu | Myndaveisla

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Einvígið á Nesinu, árlegt góðgerðarmót Nesklúbbsins og DHL, fór fram að viðstöddu fjölmenni í blíðskaparveðri á Nesvellinum í dag.

Þetta var í 19. sinn sem mótið var haldið en að þessu sinni fékk BUGL, barna- og unglingageðdeild Landsspítalans, eina milljón króna frá DHL.

Hinn 18 ára gamli Aron Snær Júlíusson úr GKG stal senunni á Nesinu í dag og stóð uppi sem sigurvegari eftir harða baráttu við atvinnumanninn Birgi Leif Hafþórsson.

Þetta var í fyrsta sinn sem Aron tekur þátt í Einvíginu á Nesinu og það er óhætt að segja að hann hafi byrjað með stæl.

Stefán Már Stefánsson lenti í 3. sæti og Hlynur Geir Hjartarson í því fjórða.

Andri Marinó Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Nesinu í dag og tók myndirnar sem fylgja fréttinni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×