Oscar Pistorius mun losna úr fangelsi í vikunni og flytja inn í glæsihús þar sem hann klárar sína afplánun.
Pistorius fékk fimm ára dóm fyrir að skjóta unnustu sína, Reeva Steenkamp, til bana.
Það hefur verið stefna yfirvalda í Suður-Afríku að fangar sem eru ekki álitnir vera hættulegir þurfi aðeins að afplána einn sjötta af sinni afplánun í fangelsi.
Hann verður með ökklaband næstu árin og mun flytja inn til frænda síns. Sá býr í þriggja hæða glæishýsi í einu ríkasta hverfi Pretoria.
Mörgum samlöndum Pistorius finnst fáranlegt að hann geti klárað afplánun í glæsivillu á sundlaugarbakka.
Ættingjar Steenkamp hafa ekki enn tjáð sig um málið en sögðu á sínum tíma að það væri fáranlegt að einstaklingur þyrfti aðeins að vera í fangelsi í tíu mánuði fyrir að svipta aðra manneskju lífí.

