Þá spilaði hann fyrir Philadelphia Eagles gegn Indianapolis Colts í æfingaleik. Tebow er að reyna að fá fastan samning hjá félaginu.
Tebow var ekki með samning í fyrra og margir héldu að NFL-ferli hans væri lokið. Þjálfari Eagles, Chip Kelly, sér hins vegar ýmislegt í Tebow og gaf honum tækifæri.
Hann nýtti tækifærið vel í gær. Kláraði sex af tólf sendingum sínum, hljóp 15 jarda og skoraði svo snertimark sjálfur. Flott frammistaða.
Stuðningsmenn Eagles vilja hafa Tebow í sínu liði og þeir stóðu á fætur er hann kom af bekknum.
„Ég var mjög þakklátur og þessar móttökur skiptu mig miklu máli," sagði Tebow brosmildur í leikslok.
Sjá má tilþrif hins 28 ára gamla Tebow hér að neðan.