Ásgerður: Nú er maður þakklátur fyrir níu mánaða undirbúningstímabil Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2015 19:44 Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar. Vísir/Ernir Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði og miðjumaður Stjörnunnar, var sátt en þreytt þegar Vísir náði í hana í kvöld en Stjörnukonur eru komnar í 32 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-0 sigur í hreinum úrslitaleik á móti heimastúlkum í liði Apollon frá Kýpur. „Við erum ótrúlega ánægðar með þetta og maður er þakklátur fyrir það núna að hafa fengið níu mánaða undirbúningstímabil," sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir en leikurinn var spilaður í miklum hita og miklum raka. Það tók því mikið af Stjörnukonum að halda út í 90 mínútur og Ásgerður viðurkenndi að hafa sjaldan verið þreyttari eftir fótboltaleik. „Þær voru miklu meira með boltann og við vissum það alveg að þær myndu stjórna leiknum. Framan af ætluðu þær bara að halda núllinu og létu boltann ganga svona 50 sinnum til baka. Við fengum hættulegri færi en þær í leiknum og þær sköpuðu sér bara svona skot fyrir utan teig. Mér fannst við vera þéttar til baka og leikurinn þróaðist eins og við vildum að hann myndi þróast," sagði Ásgerður. Ásgerður hljóp mikið í hitanum í dag en hún hrósaði líka liðsfélögunum sínum fyrir framlag þeirra. „Ég var með Fran fyrir framan mig og hún hljóp ótrúlega mikið. Þetta var ótrúlega mikill vinnusigur og liðssigur en við hlupum allar mjög mikið í hitunum. Harpa (Þorsteinsdóttir) gefur mikið þarna uppi á toppi. Það er mikið farið í hana og orka fer í það," sagði Ásgerður. „Þær eru mjög góðar í fótbolta en við vissum að myndum eiga þær í líkamlegum styrk og þoli.Þær eru að byrja tímabilið en við erum búnar með níu mánaða undirbúningstímabil og höfum spilað fullt af leikjum. Mér fannst við lengra komnar líkamlega heldur en þær," sagði Ásgerður. „Við refsuðum þeim á réttan hátt og Poli og Harpa eru að ná gríðarlega vel saman upp á topp," sagði Ásgeður en Poliana skoraði bæði mörkin og hefur skorað sex mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum með Stjörnunni. „Hún er drjúg fyrir okkur og það eru mikil gæði í þessum leikmanni eins og báðum Brössunum," sagði Ásgerður sem segir að liðin geti nú ekki bara einbeitt sér að því að stoppa Hörpu Þorsteinsdóttur. „Það er fínt fyrir okkur að nú þurfa liðin að fara að hugsa líka um hægri og vinstri kantinn okkar sem og fremsta miðjumanninn. Það er opnar svolítið fyrir okkur," sagði Ásgerður. Fótbolti Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði og miðjumaður Stjörnunnar, var sátt en þreytt þegar Vísir náði í hana í kvöld en Stjörnukonur eru komnar í 32 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-0 sigur í hreinum úrslitaleik á móti heimastúlkum í liði Apollon frá Kýpur. „Við erum ótrúlega ánægðar með þetta og maður er þakklátur fyrir það núna að hafa fengið níu mánaða undirbúningstímabil," sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir en leikurinn var spilaður í miklum hita og miklum raka. Það tók því mikið af Stjörnukonum að halda út í 90 mínútur og Ásgerður viðurkenndi að hafa sjaldan verið þreyttari eftir fótboltaleik. „Þær voru miklu meira með boltann og við vissum það alveg að þær myndu stjórna leiknum. Framan af ætluðu þær bara að halda núllinu og létu boltann ganga svona 50 sinnum til baka. Við fengum hættulegri færi en þær í leiknum og þær sköpuðu sér bara svona skot fyrir utan teig. Mér fannst við vera þéttar til baka og leikurinn þróaðist eins og við vildum að hann myndi þróast," sagði Ásgerður. Ásgerður hljóp mikið í hitanum í dag en hún hrósaði líka liðsfélögunum sínum fyrir framlag þeirra. „Ég var með Fran fyrir framan mig og hún hljóp ótrúlega mikið. Þetta var ótrúlega mikill vinnusigur og liðssigur en við hlupum allar mjög mikið í hitunum. Harpa (Þorsteinsdóttir) gefur mikið þarna uppi á toppi. Það er mikið farið í hana og orka fer í það," sagði Ásgerður. „Þær eru mjög góðar í fótbolta en við vissum að myndum eiga þær í líkamlegum styrk og þoli.Þær eru að byrja tímabilið en við erum búnar með níu mánaða undirbúningstímabil og höfum spilað fullt af leikjum. Mér fannst við lengra komnar líkamlega heldur en þær," sagði Ásgerður. „Við refsuðum þeim á réttan hátt og Poli og Harpa eru að ná gríðarlega vel saman upp á topp," sagði Ásgeður en Poliana skoraði bæði mörkin og hefur skorað sex mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum með Stjörnunni. „Hún er drjúg fyrir okkur og það eru mikil gæði í þessum leikmanni eins og báðum Brössunum," sagði Ásgerður sem segir að liðin geti nú ekki bara einbeitt sér að því að stoppa Hörpu Þorsteinsdóttur. „Það er fínt fyrir okkur að nú þurfa liðin að fara að hugsa líka um hægri og vinstri kantinn okkar sem og fremsta miðjumanninn. Það er opnar svolítið fyrir okkur," sagði Ásgerður.
Fótbolti Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira