Ásgerður: Nú er maður þakklátur fyrir níu mánaða undirbúningstímabil Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2015 19:44 Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar. Vísir/Ernir Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði og miðjumaður Stjörnunnar, var sátt en þreytt þegar Vísir náði í hana í kvöld en Stjörnukonur eru komnar í 32 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-0 sigur í hreinum úrslitaleik á móti heimastúlkum í liði Apollon frá Kýpur. „Við erum ótrúlega ánægðar með þetta og maður er þakklátur fyrir það núna að hafa fengið níu mánaða undirbúningstímabil," sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir en leikurinn var spilaður í miklum hita og miklum raka. Það tók því mikið af Stjörnukonum að halda út í 90 mínútur og Ásgerður viðurkenndi að hafa sjaldan verið þreyttari eftir fótboltaleik. „Þær voru miklu meira með boltann og við vissum það alveg að þær myndu stjórna leiknum. Framan af ætluðu þær bara að halda núllinu og létu boltann ganga svona 50 sinnum til baka. Við fengum hættulegri færi en þær í leiknum og þær sköpuðu sér bara svona skot fyrir utan teig. Mér fannst við vera þéttar til baka og leikurinn þróaðist eins og við vildum að hann myndi þróast," sagði Ásgerður. Ásgerður hljóp mikið í hitanum í dag en hún hrósaði líka liðsfélögunum sínum fyrir framlag þeirra. „Ég var með Fran fyrir framan mig og hún hljóp ótrúlega mikið. Þetta var ótrúlega mikill vinnusigur og liðssigur en við hlupum allar mjög mikið í hitunum. Harpa (Þorsteinsdóttir) gefur mikið þarna uppi á toppi. Það er mikið farið í hana og orka fer í það," sagði Ásgerður. „Þær eru mjög góðar í fótbolta en við vissum að myndum eiga þær í líkamlegum styrk og þoli.Þær eru að byrja tímabilið en við erum búnar með níu mánaða undirbúningstímabil og höfum spilað fullt af leikjum. Mér fannst við lengra komnar líkamlega heldur en þær," sagði Ásgerður. „Við refsuðum þeim á réttan hátt og Poli og Harpa eru að ná gríðarlega vel saman upp á topp," sagði Ásgeður en Poliana skoraði bæði mörkin og hefur skorað sex mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum með Stjörnunni. „Hún er drjúg fyrir okkur og það eru mikil gæði í þessum leikmanni eins og báðum Brössunum," sagði Ásgerður sem segir að liðin geti nú ekki bara einbeitt sér að því að stoppa Hörpu Þorsteinsdóttur. „Það er fínt fyrir okkur að nú þurfa liðin að fara að hugsa líka um hægri og vinstri kantinn okkar sem og fremsta miðjumanninn. Það er opnar svolítið fyrir okkur," sagði Ásgerður. Fótbolti Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði og miðjumaður Stjörnunnar, var sátt en þreytt þegar Vísir náði í hana í kvöld en Stjörnukonur eru komnar í 32 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-0 sigur í hreinum úrslitaleik á móti heimastúlkum í liði Apollon frá Kýpur. „Við erum ótrúlega ánægðar með þetta og maður er þakklátur fyrir það núna að hafa fengið níu mánaða undirbúningstímabil," sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir en leikurinn var spilaður í miklum hita og miklum raka. Það tók því mikið af Stjörnukonum að halda út í 90 mínútur og Ásgerður viðurkenndi að hafa sjaldan verið þreyttari eftir fótboltaleik. „Þær voru miklu meira með boltann og við vissum það alveg að þær myndu stjórna leiknum. Framan af ætluðu þær bara að halda núllinu og létu boltann ganga svona 50 sinnum til baka. Við fengum hættulegri færi en þær í leiknum og þær sköpuðu sér bara svona skot fyrir utan teig. Mér fannst við vera þéttar til baka og leikurinn þróaðist eins og við vildum að hann myndi þróast," sagði Ásgerður. Ásgerður hljóp mikið í hitanum í dag en hún hrósaði líka liðsfélögunum sínum fyrir framlag þeirra. „Ég var með Fran fyrir framan mig og hún hljóp ótrúlega mikið. Þetta var ótrúlega mikill vinnusigur og liðssigur en við hlupum allar mjög mikið í hitunum. Harpa (Þorsteinsdóttir) gefur mikið þarna uppi á toppi. Það er mikið farið í hana og orka fer í það," sagði Ásgerður. „Þær eru mjög góðar í fótbolta en við vissum að myndum eiga þær í líkamlegum styrk og þoli.Þær eru að byrja tímabilið en við erum búnar með níu mánaða undirbúningstímabil og höfum spilað fullt af leikjum. Mér fannst við lengra komnar líkamlega heldur en þær," sagði Ásgerður. „Við refsuðum þeim á réttan hátt og Poli og Harpa eru að ná gríðarlega vel saman upp á topp," sagði Ásgeður en Poliana skoraði bæði mörkin og hefur skorað sex mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum með Stjörnunni. „Hún er drjúg fyrir okkur og það eru mikil gæði í þessum leikmanni eins og báðum Brössunum," sagði Ásgerður sem segir að liðin geti nú ekki bara einbeitt sér að því að stoppa Hörpu Þorsteinsdóttur. „Það er fínt fyrir okkur að nú þurfa liðin að fara að hugsa líka um hægri og vinstri kantinn okkar sem og fremsta miðjumanninn. Það er opnar svolítið fyrir okkur," sagði Ásgerður.
Fótbolti Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira