„Ég ætla ekki að ala tvo drengi upp sem trúa því að þeir eigi rétt á einhverju fyrir að hafa gert sitt besta. Stundum er manns besta ekki nóg og það ætti að hvetja okkur til að verða betri,“ skrifar Harrisson á Facebook síðu sína.
Á vef Fox Sports segir að Harrisson hafi fyrst spilað í NFL deildinni árið 2002 þar sem hann kom inn með lausasölu. Það tók hann fimm ár að komast í byrjunarlið Pittsburgh Steelers. Síðan þá hefur hann unnið til fjölda verðlauna.