Bjarni Benediktsson: Íslensk stjórnvöld hljóti að bregðast við neyðarástandi í málefnum flóttamanna Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 29. ágúst 2015 21:56 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að Ísland þurfi að rétta fram hjálparhönd í þeirri neyð sem flóttamenn búa við í Evrópu og á landamærum Evrópusambandsins. Hann segir fylgjandi því að Íslendingar geri meira en gert er núna. Átakanleg neyð flóttamanna sem flýja stríð og hörmungar og koma að læstum dyrum víða í Evrópu hefur hreyft við fólki. Það má segja að venjulegir borgarar í álfunni séu að vakna upp við vondan draum. Hryllilegt ástand Fimm þúsund Íslendingar hafa skráð sig á Facebook síðu þar sem skorað er á stjórnvöld að taka við fimmþúsund flóttamönnum en ekki fimmtíu á næstu tveimur árum eins og fyrirhugað er. Og fleiri og fleiri stíga fram og gagnrýna fremur rýrt framlag Íslands. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.Vísir/Pjetur Bjarni Benediktsson segir að það sé hryllilegt að horfa á ástandið í Evrópu og við landamæri álfunnar. Íslensk stjórnvöld hljóti að skoða hvað sé hægt að gera til að koma til aðstoðar. Það sé neyðarástand og það þurfi að skoða hvað við getum gert. Höfum fylgt varfærinni stefnu Til að standa jafnfætis Svíþjóð í móttöku flóttamanna, miðað við höfðatölu, ættum við að taka við um 1600 kvótaflóttamönnum á ári. Frá árinu 2012 hafa hinsvegar komið um tíu á ári að meðaltali. Bjarni segir að stjórnvöld hafi fylgt fremur varfærinni stefnu en hún eigi kannski ekki við í því ástandi sem sé núna. „Málið er ekki á mínu forræði en ég mun styðja það að við réttum út hjálparhönd vegna þessa neyðarástands,“ segir hann. Hann segir að Svíar hafi lent í vandræðum útaf sinni stefnu og hinum mikla fjölda flóttamanna og átök um stefnu í málefnum flóttamanna sé að valda straumhvörfum í pólitíkinni. Það sé algerlega óraunhæft að taka við sextánhundruð flóttamönnum en við verðum hinsvegar að bregðast við þeirri neyð sem sé uppi. Flóttamenn Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Fleiri fréttir Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að Ísland þurfi að rétta fram hjálparhönd í þeirri neyð sem flóttamenn búa við í Evrópu og á landamærum Evrópusambandsins. Hann segir fylgjandi því að Íslendingar geri meira en gert er núna. Átakanleg neyð flóttamanna sem flýja stríð og hörmungar og koma að læstum dyrum víða í Evrópu hefur hreyft við fólki. Það má segja að venjulegir borgarar í álfunni séu að vakna upp við vondan draum. Hryllilegt ástand Fimm þúsund Íslendingar hafa skráð sig á Facebook síðu þar sem skorað er á stjórnvöld að taka við fimmþúsund flóttamönnum en ekki fimmtíu á næstu tveimur árum eins og fyrirhugað er. Og fleiri og fleiri stíga fram og gagnrýna fremur rýrt framlag Íslands. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.Vísir/Pjetur Bjarni Benediktsson segir að það sé hryllilegt að horfa á ástandið í Evrópu og við landamæri álfunnar. Íslensk stjórnvöld hljóti að skoða hvað sé hægt að gera til að koma til aðstoðar. Það sé neyðarástand og það þurfi að skoða hvað við getum gert. Höfum fylgt varfærinni stefnu Til að standa jafnfætis Svíþjóð í móttöku flóttamanna, miðað við höfðatölu, ættum við að taka við um 1600 kvótaflóttamönnum á ári. Frá árinu 2012 hafa hinsvegar komið um tíu á ári að meðaltali. Bjarni segir að stjórnvöld hafi fylgt fremur varfærinni stefnu en hún eigi kannski ekki við í því ástandi sem sé núna. „Málið er ekki á mínu forræði en ég mun styðja það að við réttum út hjálparhönd vegna þessa neyðarástands,“ segir hann. Hann segir að Svíar hafi lent í vandræðum útaf sinni stefnu og hinum mikla fjölda flóttamanna og átök um stefnu í málefnum flóttamanna sé að valda straumhvörfum í pólitíkinni. Það sé algerlega óraunhæft að taka við sextánhundruð flóttamönnum en við verðum hinsvegar að bregðast við þeirri neyð sem sé uppi.
Flóttamenn Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Fleiri fréttir Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Sjá meira