Sáum enga ástæðu til breytinga Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. ágúst 2015 06:00 Lars á blaðamannafundinum í gær. vísir/ernir „Við eigum tvo erfiða leiki fyrir höndum, getum lítið æft og sáum í raun enga ástæðu til að breyta núna,“ segir Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, en hann og Heimir Hallgrímsson völdu nákvæmlega sama landsliðshóp og síðast. Þann 3. september á liðið leik gegn Hollandi ytra í undankeppni EM og þrem dögum síðar mun Ísland taka á móti Kasakstan á Laugardalsvelli. Strákarnir eru í efsta sæti síns riðils og margir Íslendingar eru farnir að sjá EM í hillingum. „Ég skil vel að fólkið hafi væntingar. Ég kynntist því líka í Svíþjóð. Við í liðinu eigum ekki að hugsa um það. Við eigum aðeins að hugsa um okkur og okkar undirbúning fyrir hvern leik. Andlegi þátturinn skiptir gríðarlegu máli. Það er undir okkur komið hvort við vinnum leiki.“ Svíinn segir að það verði ekki breytt út af neinu í undirbúningnum. Hann og Heimir munu halda áfram að heilaþvo leikmenn sína. „Það er ákveðinn heilaþvottur í gangi hjá okkur því við erum mikið að tala um sömu hlutina. Við verðum að sjá til þess að allir þekki sitt hlutverk og við náum ákveðnu frumkvæði með því að hafa allt okkar á hreinu,“ segir Lars en hefur hann aldrei áhyggjur af því að leikmenn verði þreyttir á heilaþvottinum? „Ég vona ekki. Ef maður myndi spyrja þá og þeir myndu svara heiðarlega þá myndu eflaust einhverjir segja að þeir hefðu fengið nóg. Ég hef aftur á móti lært að ef maður hættir að endurtaka hlutina þá er auðvelt að falla niður um nokkur prósent. Það er í fínu lagi mín vegna ef leikmenn eru búnir að fá nóg af mér svo lengi sem við spilum vel og vinnum leiki,“ segir Svíinn geðþekki og glottir við tönn. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Þetta eru leikmennirnir sem Lars og Heimir völdu fyrir leikinn gegn Hollandi Landsliðshópurinn er óbreyttur frá því í 2-1 sigurleiknum gegn Tékkum í júní. 28. ágúst 2015 13:15 Ari Freyr einn á hættusvæði fyrir Hollandsleikinn Sex íslenskir landsliðsmenn hafa fengið áminningar í leikjunum sex í undankeppni EM 2016. 28. ágúst 2015 11:19 Sjáðu myndböndin sem koma strákunum í gírinn fyrir landsleiki Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari sýndi á blaðamannafundi KSÍ í dag myndband sem strákarnir horfðu á fyrir leikinn gegn Tékkum. 28. ágúst 2015 15:56 Engar breytingar á landsliðshópnum Landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson tilkynntu í dag hóp sinn fyrir leikina gegn Hollandi og Kasakstan í undankeppni EM. Þeir völdu sama hóp og síðast. 28. ágúst 2015 09:18 Sænska, kínverska og danska deildin eiga flesta menn í íslenska hópnum Landsliðsþjálfarnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson tilkynntu í dag landsliðshóp sinn fyrir leikina á móti Hollandi og Kasakstan í undankeppni EM 2016. 28. ágúst 2015 13:28 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
„Við eigum tvo erfiða leiki fyrir höndum, getum lítið æft og sáum í raun enga ástæðu til að breyta núna,“ segir Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, en hann og Heimir Hallgrímsson völdu nákvæmlega sama landsliðshóp og síðast. Þann 3. september á liðið leik gegn Hollandi ytra í undankeppni EM og þrem dögum síðar mun Ísland taka á móti Kasakstan á Laugardalsvelli. Strákarnir eru í efsta sæti síns riðils og margir Íslendingar eru farnir að sjá EM í hillingum. „Ég skil vel að fólkið hafi væntingar. Ég kynntist því líka í Svíþjóð. Við í liðinu eigum ekki að hugsa um það. Við eigum aðeins að hugsa um okkur og okkar undirbúning fyrir hvern leik. Andlegi þátturinn skiptir gríðarlegu máli. Það er undir okkur komið hvort við vinnum leiki.“ Svíinn segir að það verði ekki breytt út af neinu í undirbúningnum. Hann og Heimir munu halda áfram að heilaþvo leikmenn sína. „Það er ákveðinn heilaþvottur í gangi hjá okkur því við erum mikið að tala um sömu hlutina. Við verðum að sjá til þess að allir þekki sitt hlutverk og við náum ákveðnu frumkvæði með því að hafa allt okkar á hreinu,“ segir Lars en hefur hann aldrei áhyggjur af því að leikmenn verði þreyttir á heilaþvottinum? „Ég vona ekki. Ef maður myndi spyrja þá og þeir myndu svara heiðarlega þá myndu eflaust einhverjir segja að þeir hefðu fengið nóg. Ég hef aftur á móti lært að ef maður hættir að endurtaka hlutina þá er auðvelt að falla niður um nokkur prósent. Það er í fínu lagi mín vegna ef leikmenn eru búnir að fá nóg af mér svo lengi sem við spilum vel og vinnum leiki,“ segir Svíinn geðþekki og glottir við tönn.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Þetta eru leikmennirnir sem Lars og Heimir völdu fyrir leikinn gegn Hollandi Landsliðshópurinn er óbreyttur frá því í 2-1 sigurleiknum gegn Tékkum í júní. 28. ágúst 2015 13:15 Ari Freyr einn á hættusvæði fyrir Hollandsleikinn Sex íslenskir landsliðsmenn hafa fengið áminningar í leikjunum sex í undankeppni EM 2016. 28. ágúst 2015 11:19 Sjáðu myndböndin sem koma strákunum í gírinn fyrir landsleiki Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari sýndi á blaðamannafundi KSÍ í dag myndband sem strákarnir horfðu á fyrir leikinn gegn Tékkum. 28. ágúst 2015 15:56 Engar breytingar á landsliðshópnum Landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson tilkynntu í dag hóp sinn fyrir leikina gegn Hollandi og Kasakstan í undankeppni EM. Þeir völdu sama hóp og síðast. 28. ágúst 2015 09:18 Sænska, kínverska og danska deildin eiga flesta menn í íslenska hópnum Landsliðsþjálfarnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson tilkynntu í dag landsliðshóp sinn fyrir leikina á móti Hollandi og Kasakstan í undankeppni EM 2016. 28. ágúst 2015 13:28 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Þetta eru leikmennirnir sem Lars og Heimir völdu fyrir leikinn gegn Hollandi Landsliðshópurinn er óbreyttur frá því í 2-1 sigurleiknum gegn Tékkum í júní. 28. ágúst 2015 13:15
Ari Freyr einn á hættusvæði fyrir Hollandsleikinn Sex íslenskir landsliðsmenn hafa fengið áminningar í leikjunum sex í undankeppni EM 2016. 28. ágúst 2015 11:19
Sjáðu myndböndin sem koma strákunum í gírinn fyrir landsleiki Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari sýndi á blaðamannafundi KSÍ í dag myndband sem strákarnir horfðu á fyrir leikinn gegn Tékkum. 28. ágúst 2015 15:56
Engar breytingar á landsliðshópnum Landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson tilkynntu í dag hóp sinn fyrir leikina gegn Hollandi og Kasakstan í undankeppni EM. Þeir völdu sama hóp og síðast. 28. ágúst 2015 09:18
Sænska, kínverska og danska deildin eiga flesta menn í íslenska hópnum Landsliðsþjálfarnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson tilkynntu í dag landsliðshóp sinn fyrir leikina á móti Hollandi og Kasakstan í undankeppni EM 2016. 28. ágúst 2015 13:28